Hvað ef ?

....konan yrði ólétt 46 ára gömul? .. Shocking Amma mín eignaðist sitt yngsta barn 45 ára. Annað eins hefur gerst. Ég hef stundum hugsað þetta, en sú hugsun nær alveg aldrei til enda..enda á maður ekki að leggjast í allt of miklar pælingar yfir því sem gæti orðið..nóg hefur þessi kona að hugsa um annað og auðvitað eru hverfandi líkur með öllum því fína öryggi sem nú er boðið upp á.

Börnin þrjú var ég búin að eignast 24 ára, en svindlaði auðvitað svolítið í seinna skiptið þegar komu tvö í einu (eins og hjá stjörnunum). Svo "á" ég eina tá í einum fimm ára, og margar tær í ömmustrák ef ekki heilan fót.

Til að forðast  misskilning þá "eigum" við ekkert börnin okkar, þau eru í okkar umsjón og í raun öll börn jarðarinnar. Ætla ekki að fara út í þá sálma hér.

Aðstæður fólks eru stundum þannig að barni er ekki bjóðandi í þennan heim. Börnin þurfa að vera velkomin. Því tel ég rétt að fylgja fóstureyðingum af félagslegum ástæðum. Inngrip mannsins eru nú þegar orðin svo mikil í náttúruna og ég tel þetta bara hluta af þeim.

---

Út úr dramanu hér að ofan. I am leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again".. sem er ekki alveg satt, kem á sunnudag.

Farið vel með ykkur kæru vinir, vandamenn, bloggvinir og vandalausir ...

Heart Love is in the air..


mbl.is Elstu og yngstu í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða ferð

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hafðu það gott þangað til á Sunnudag !

Sunna Dóra Möller, 29.5.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála þér Jóhanna.  Og góða ferð.  Hvert ertu aftur að æða?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Erum að fara í helgarferð til London..  .. vonandi engir ,,ljótir kallar" á ferð!

Takk fyrir kveðjur, Jónína, Sunna og Jenný.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eigðu góða daga í Lundúnum mín kæra Jóhanna

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:09

6 identicon

Tek heilshugar undir orð Siggu Svavars nema að því leyti sem hún nefnir síðast. Ef fólkið getur ekki séð um barnið þá bjóðast einnig ýmsir aðrir möguleikar.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:50

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða ferð

Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Laufey B Waage

Tengdamóðir mín var komin á fimmtugsaldur þegar hún varð ólétt af mínum manni - og ég hefði nú aldeilis ekki viljað að því fóstri hefði verið eytt. Fyrrum tengdaforeldrar mínir voru bæði fædd af 45 ára mæðrum. Sjálf er ég ennþá í barneign, þó ég sé löngu orðin amma (byrjaði reyndar mjög snemma að eiga börn).

En auðvitað verður hver að fá að taka sínar ákvarðanir. Ég geri ráð fyrir að svona ákvarðanataka sé nógu erfið fyrir, þó samfélaðið sé ekki að bæta gráu ofan á svart með einstrengislegum dómum.

Laufey B Waage, 30.5.2008 kl. 15:29

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er svo sammála þér, Jóga..... það er engu barni greiði gerður með því að fæðast inn í umhverfi, þar sem það er ekki velkomið eða þess óskað.

Mér finnst samt hrikaleg sú staðreynd, að sumar konur noti fóstureyðingar beinlínis sem getnaðarvörn..... til þeirra vil ég segja, hagið ykkur á ábyrgan hátt. Borgið fyrir ykkar getnaðarvörn fyrirfram og takið ábyrgð á eigin lífi.

Lilja G. Bolladóttir, 1.6.2008 kl. 07:33

10 Smámynd: Tiger

  Uss.. mér finnst að allar ömmur ættu að geta eignast börn - enda eru ömmur bestu uppalendur ever! En, auðvitað væru það erfiðleikar að leggja slíkt á fólk á efri árum samt ..

Alveg sammála því að við eigum svo sem ekkert í börnunum okkar - höfum þau aðeins að láni - og því um að gera að elska þau nógu mikið á meðan við höfum þau - og vernda þau með kjafti og klóm!

Góða helgarferð og very much safe return.. today! Knús í loftið þitt kæra og eigðu yndislegan sjómannasunnudag!

Tiger, 1.6.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband