Miðvikudagur, 4. júní 2008
Þeim er a.m.k. ekki bjargað með að fara með þá í Húsdýragarðinn!
Einu sinni þegar við dóttir mín vorum að keyra Miklubrautina sáum við að það var hálfgert umferðaröngþveiti í gangi. Ég hægði á bílnum og við nánari athugun kom í ljós að þrír ungar (kannski Rip, Rap og Rup) voru í gönguferð, sem var auðvitað stórhættuleg. Vala, sem má aldrei neitt aumt sjá, stökk út úr bílnum, í gang fór mikill eltingaleikur og náði að hlaupa tvo af ungunum uppi - og ungur sveinn vatt sér út úr öðrum bíl og bjargaði þeim þriðja.
Nú sátum við með þrjá unga inní bíl og fannst við hálffyndnar - en hvað áttum við að gera við þá? Þar sem hún var að vinna í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og við gátum ekki ímyndað okkur að við fyndum mömmu unganna ákváðum við að keyra með þá þangað og sjá hvort að einhver öndin vildi ekki ættleiða þá.
Starfskona garðsins tók við þeim og sagðist myndu sjá um þá. Til að gera langa sögu stutta þá gerðist það að fyrir tilviljun að Vala fann þessa þrjá unga í frystikistu í Húsdýragarðinum þegar hún átti að sækja eitthvað þangað.
Það var stór sorg, en eflaust hefur ekki verið hægt að bjarga ungunum.
Ekki bjarga" fuglsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn ! Þetta er sorgleg saga.....ætli sama hefði gerst með bangsann hvíta í gær, hefðum við ekið honum sem leið liggur inn í Laugardal.......hann fundist í frystikistunni nokkru síðar !
Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 09:34
Hvað er að svona fólki, í frystikistuna! Datt um svör konunnar hér í greininni: Við erum ekki ENDUR!!! Hvað er svona fólk að vinna við dýravörslu, ég bara á ekki til eitt einasta orð. Það ætti e.t.v. að benda fólki á að fara með unga beint niður að tjörn og ath. hvort ekki einhver mamman tæki munaðarleysingjana að sér.
Takk fyrir mig og kveðja inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 09:43
Hún var bara að nefna að endur sinna öndum best og ungar læra að lifa af á því sem mæður þeirra kennir þeim. En Svo bendir hún á að mömmurnar séu yfirleitt ekki langt undan þó svo að maður sjái þær ekki.. og þær halda sig yfirleitt fjarri þegar þú ert kominn of nálægt ungunum.. fuglar eru yfirleitt raunsæir um hver myndi sigra slaginn, maður eða fugl. Annars er krían kannski ekki jafn auðveld viðureignar, en það er önnur saga. Ef að maður fer með ungan of langt í burtu frá því sem maður fann hann, þá finnur móðirin hann ekki aftur. Ef það er eitthvað sem maður ætti að gera fyrir ungana, væri að setja þá aftur uppí hreiður ef að þeir detta úr því. En eins og hún segir líka að þegar móðirin er augljóslega látin eins og þegar það var búið að keyra yfir hana, þá á rétt á sér að finna samastað fyrir ungana...
Sigurður Jökulsson, 4.6.2008 kl. 09:55
Hjartanlega sammála þér Sigurður Jökulsson. Fólk er alveg að misskilja hvað hún er að meina.
Íris (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:33
Ojjjjjj barasta!
Ég hef bjargað fuglsunga með vinkonu minni, við fundum kassa og gerðum sérstakt heimili settum nóg af vatni og brauði. Þegar við ætluðum að kíkja á hann eftir hálftíma eða klukkutíma þá var hann bara dáinn!
Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta var bara ungi og hann SPRAKK úr of miklu brauðáti!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:09
Í frystikistunni af öllum stöðum. Átti að snæða þá?
Bölvað hyski.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:42
Veit ekki hvað átti að gera við ungana, en það var ekkert smá sjokk þegar dóttirin sá þá liggjandi gaddfreðna í frystinum .. okkur leið nú svolítið eins og við hefðum ,,myrt" þá með því að koma þeim, augljóslega, í rangar hendur.
Eflaust hefðum við átt að hafa vit á því að aka með þá niður að tjörn frekar og vonast til að þeir lifðu þar, en þeir voru fjarri tjörninni þarna og höfðu augljóslega ferðast langt.
Æ lífið er stundum grimmt, hvort sem um er að ræða endur, birni eða bara fólk!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 14:32
:)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.6.2008 kl. 14:44
Allar götur var maður í því hlutverki að reina að bjarga hinum og þessum ungunum, stundum tókst það ekki og þá var sóttur kassi og fuglinn jarðaður, og settur kross.
Þetta er grimmt og hefði konan getað útskýrt fyrir dóttur þinni að það hefði ekki verið hægt að bjarga ungunum.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2008 kl. 14:58
Þessir ungar áttu mun minni afkomumöguleika ykkar vegna. Á myndinni er verið að meðhöndla ungana. En við það fer fitan af fjöðrunum og þá verða þeir votir í gegn þegar þeir synda. Góðar líkur eru á því þeir drepist úr kulda eftir það af því að þeir verða að komast í vatn til þess að afla sér fæðu.
Einhver sem veit hvað hún er að tala um. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:01
Sæl ,,Einhver sem veit hað hún er að tala um" og einhver sem ekki þorir að koma fram undir nafni. Þeir áttu nú ekki mikla afkomumöguleika ungarnir á miðri Miklubrautinni á háannatíma. Hvað þá í frystikistunni, meðhöndlaðir eða ómeðhöndlaðir!!..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 15:27
Ungunum hefði aldrei verið komið fyrir lifandi í frystikistu. Starfsfólkið hefur ekki náð að halda lífi í þeim. Þegar þetta atvik átti sér stað var fuglaflensu fjölmiðlafárið á hæsta stigi og líklega hafi átt að senda ungana í rannsókn vegna þess.
Auðvitað tekur garðurinn við ungum og starfsfólkið reynir eftir bestu getu að hlúa að þeim en það er mjög erfitt og tekst afar sjaldan. Fólk er ekki jafn hæft að hugsa um unga og mæður þeirra. Þar sem að við erum ekki endur.
Einhver sem veit hvað hún er að tala um. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:49
Sorrý .. var full hörð að skrifa að ungar ættu ekki mikla afkomumöguleika í frystikistunni, því það hljómaði eins og þeir hefðu farið þangað lifandi, en það er álíka hart eins og að segja að "ungarnir hafi átt mun minni afkomumöguleika okkar vegna." Það tel ég ekki vera rétt, þar sem þeir hefðu örugglega drepist í umferðinni eins og hún var þarna.
Ekki var andamamma heldur til taks þá og því ekki hæf til að hugsa um ungana og í þessu tilviki þurfti fólk til (eins og oft í tilvikum þar sem um er að ræða velferð dýra) Við gerðumst því ger-endur í lífi unganna. .. og auðvitað héldum við að við værum að bjarga lífi þeirra með því að fara með þá á öruggan stað. Síðan virðist upplýsingaflæðið hafa verið af skornum skammti, því ekki var dóttirin látin vita hvernig farið hafi fyrir þessum unga greyjum. Ég tek það fram að hún veit ekkert að ég er að blogga um þetta og það er að mínu frumkvæði.
Þetta er allt orðið hið leiðinlegasta mál og tel ég að við ættum nú að blessa minningu þessara andarunga með að læra af þessu öllu saman. En enn lifir þó spurningin - hvað áttum við að gera - láta ungana hlaupa um Miklubrautina?
Make Love - Not War
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 16:26
Jóhanna mín, það hefði nú bara verið ótrúlega fyndið ef þú værir með bú út í garði hjá þér með fullt af gæsum!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:52
Jóhanna mín það er búið að vera fjör á síðunum okkar í dag. Mér fannst færslan þín það áhugaverð að ég benti fólki á að lesa hana. Vona að það hafi ekki komið sér illa fyrir þig.
Bestu kveðjur héðan frá mér og öllum fuglunum mínum í garðinum
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:37
Leitt að heyra þetta með ungana. Ég tók að mér að ala upp gæsarunga tvo og það tókst mjög vel til. Aðalmálið fyrir þá var að þeir væru með hitaperu fyrir ofan kassann sem þeir voru hafðir í og sand blandaðan við matinn sinn og þeir döfnuðu mjög vel og urðu stórar gæsir. Þetta var fyrir nokkrum árum og börnunum mínum mikið til ánægju,eftir að þeir fóru að stækka að þá voru þeir hafðir útí garði.Ég fékk góð ráð hjá manni einum sem kunni á þetta hvernig maður heldur lífi í litlum ungum sem voru ný skriðnir úr eggjum eins og þessir gæsaungar. Hefðu þeir ekki haft sandinn blandaðan við fóðrið sitt að þá hefðu þeir ekki lifað af því að sandurinn var fyrir meltinguna hjá þeim. Og það á ekki að vera mikið mál að koma svona ungum á legg ef fólk leitar sér upplýsingar hjá réttum aðilum.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:45
Takk fyrir öll innleggin hér, Guðbjörg Elín - þakka þér innilega fyrir þínar upplýsingar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.