Alltaf í boltanum?

Úff.. mér finnst alltaf óþægilegt þegar skapast leiðinlegar umræður á blogginu mínu. Stundum er það auðvitað sjálfri mér að kenna, ef ég er ekki nógu skýr eða hef verið of hörð að dæma.  Stundum vill fólk misskilja. Öll erum við mannleg og reynum í það minnsta að vera málefnaleg.

----

Nóg af þessari andaumræðu og sný mér að (nem)öndum.

Ég var nefnilega að koma heim af glæsilegri árshátíð nemenda Hraðbrautar þar sem allir voru til fyrirmyndar. Glæsileg samkoma, haldin í Turninum í Kópavogi - á 20. hæð hvorki meira né minna. Allir, eða svona næstum því, í sínu besta pússi. Það er mikil gæfa að fá að fylgjast með þessum flottu krökkum bæði í leik og starfi.

Nú er kominn tími á hvíld og bið ég ykkur öllum góða nótt. Heart

p.s. bjarndýrsskoðanakönnun fór þannig að 57 töldu rétt að aflífa ætti bangsagreyið en 50 að önnur ráð hefði mátt nota.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er óhjákvæmilegt, ef maður segir skoðun sína, að það sé fólk sem skilur eftir athugasemdir og er ekki sammála manni.  Bara þroskandi og fljótt að venjast (trúðu mér ég veit).

Knús í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er allavega sammála þér í því, að unglingi ar okkar lands eru ekki alltaf bara letibykkjur, sem hrækja út um allt. Allt of neikvæð mynd er dregin upp af unglingum landsins, og þetta hefur alltaf verið svona. Hvað ætli valdi þessu?

Unglingarnir okkar eru frábærir, þeir stunda íþróttir, eru kurteisir, bora pínu í nefið og setja lappirnar upp á næsta sæti í strætó, en vá.... þeir gætu verið svo mikið verri. Mikill minnihluti stundar aðra hluti, en allir verða að muna, að það er minnihluti og við megum ekki dæma alla unglina út frá því.....

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jóhanna mín velkomin í litla hópinn minn.  Kominn nýr dagur með nýjum verkefnum og eins og oftast hefur Jenný sómakonan rétt fyrir sér.

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 07:09

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Thanksalot Jenný - já, maður á að þola þetta. Er svo lítið fyrir rifrildi það hálfa væri nóg.

Já, flestir unglingar eru til fyrirmyndar Lilja, ekkert verri en við þegar við vorum ung!

Takk Ía, fylgist með þér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband