Hver ákveður hvað Kristur ákvað ?

Í andvökunni í nótt, las ég bloggið hans Jóns Vals þar sem hann var að rekja skrif Sigurbjörns biskups um konur og hlutverk þeirra í Biblíunni. Þessi hlutverk voru mörg og stór og hefur lítið verið haldið á lofti fyrr en nú á síðari árum.

Eins og við vitum er alltaf verið að rífast um það hvað stendur raunverulega í Biblíunni. Kaþólikkar segja að samkvæmt henni megi ekki vígja konur til prestþjónustu.

Jón Valur fær fyrirspurn í þessu bloggi hvort að konur séu ekki nógu góðar til að gegna prestþjónustu.

Hann svarar að það sé ekki spurning um góðleik, heldur hvað Kristur ákvað!!!!...  afsakið að ég feitletra og hrópa upp. En það virðist bara alls ekki vera á hreinu hvað Kristur ákvað. Kaþólikkar segja eitt, mótmælendur annað og svo eru menn/konur mismunandi frjálslynd í túlkunum.

Með því að segja þetta er hann þá að gefa í skyn að allar þær konur sem nú gegna prestþjónustu séu þar í óþökk Krists.

Er Jón Valur að lýsa frati í Þjóðkirkjuna?

Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig hægt er að túlka allt bókstaflega og á SINN HÁTT..

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Nei því nánustu samstarfs menn Krists voru líka konur, það voru allstaðar konur að þjóna í kringum hann og það var kona sem hann akvað að sýna sig fyrst upprisinn og telst því fyrsti trúboði í heimi.

Birna M, 12.6.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Laufey B Waage

Kristur ákvað ekkert. En hann bað okkur um ýmislegt - og þá helst af öllu að elska og virða hvert annað. Og þá ekki bara fáa útvalda, eða þá sem standa okkur næst, heldur alla náunga okkar á sama hátt og hann virti sína náunga. Hann bað okkur að elska og virða karla og konur, svarta og hvíta, samkynhneigða og gagnkynhneigða, fátæka og ríka, o.s.frv. Einu mennirnir sem Kristur átti sjálfur erfitt með að elska og virða, voru valdahrokagikkir þess tíma. 

Ótrúlegt hvað þetta vefst fyrir mörgum (bæði utan- og innan-kirkjumönnum). Við þurfum ekkert að vera að rembast sí og æ við að túlka Biblíuna okkur í hag. Ef víð viljum vera Kristin, eigum við bara að leitast við að lifa eins og Kristur boðaði með orðum sínum og verkum. Það er ekki flóknara en það.  

Laufey B Waage, 12.6.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Þessi umræða er svo lúðaleg að ég reyndi eins og ég gat að halda mig utan hennar þegar ég ákvað að fara í guðfræðinám.... en það er með þetta eins og með samkynhneigð (sem ég hef heldur engan sérstakan áhuga á, þannig lagað).... ef að þú segist vera í trú þá skaltu vessagú að hafa áhuga á að ræða þessi málefni ....

Það er auðvitað alger klikkun að ætla sér að ræða málefni kvennpresta við kathólskan karlmann hehe ... skil ekki hvernig mér datt það í hug.. líklegast að reyna að koma mér hjá því að skrifa ritgerðina um málefni aldraðra í kirkjunni ...sem að bíður í Word og ég ætlaði að skila í gær....

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Bæ ðe vei.... sýnist á blogginu þínu að við höfum verið nágrannar í Keiló forðum daga... systir Binna líklegast?

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, já - systir Binna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband