19 dagar í sumarfrí .. niðurtalning

Þann 12. júlí verður loksins útskrift úr skólanum ,,mínum." .. ég er búin að hugsa svaðalega mikið hvernig ég að nýta þessar fjórar vikur sem ég verð í fríi sem best. Að vísu er ég búin að plana lokavikuna, en þá fer ég í sumarbústað stórfjölskyldunnar við Hreðavatn, kósý, kósý!

Ég er búin að skanna síður með tilboðum í sólina, rómantískum Parísarferðum fyrir mig og minn og svo missti ég mig alveg og fór að leita að sumarbústöðum inni á www.mbl.is/fasteignir.. svolítið að teygja mig í stjörnurnar... LoL 

Auðvitað langar mig eiginlega mest að dvelja bara í fjórar vikur í hvítkalkaða húsinu á afskekktu suðrænu ströndinni .. með slútandi pálmatrén og seiðandi sjóinn í augsýn...,,Dream, dream, dream, dream, dream, dream.....

Well.. það er víst ekki á prógramminu, það sem er á prógramminu er m.a.:

  • taka til í geymslunni..
  • taka til í bílskúrnum...
  • sækja restina af dótinu mínu frá fyrra lífi í geymslu ..og bæta því í nýtiltekið rými í geymsluna...

Auðvitað ætla ég líka að fara í sumarkjóla og sitja í sólbaði og mála vatnslitamyndir úti á palli, sötra kælt sódavatn með sítrónum fljótandi og taka bara á móti vinkonum, vinum og vandamönnum og spjalla.. ha det dejligt her hjemme.. sko! Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Megi allir þínir draumar um sumarfrí rætast Ég er að fara á Landsmót hestamanna á Hellu sem stendur í heila viku. Verð að vinna þar, en hlakka til að komast í stuðið

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Laufey B Waage

Njóttu hverrar mínútu í fríinu þegar þar að kemur. Gott þú ert búin að ákveða geymslutiltekt, - þá verður örugglega gott veður .

Laufey B Waage, 24.6.2008 kl. 18:22

3 identicon

Elsku Jóhanna mín. Njóttu bara eins dags í einu og sjáðu þá hvað gott er að vakna á hverjum degi og njóta þess að geta gert nákvæmlega það sem þig langar og sýnist. 

 Ef það er gott veður þá ferðu nú ekki að taka til í geymslum eða bílskúr. Nota rigningardagana í það....hmm.. kannski verður þá bara tekið til í haust því við ætlum að fá svo gott sumar, sem minnst af rigningu bara svona rétt fyrir bændur og gróður..og þá sem hafa sólarexem..

Við eigum bestu sundlaugar í heimi og náttúru svo nú er bara að vera í draumaheiminum á Íslandi, það ætla ég að gera.

Hjóla á öllum þessum skemmtilegu stígum sem búið er að gera í Reykjavík niður í bæ og sleikja sól og ís..

Njóttu sumarfrísins þíns , þú átt allt það besta skilið. 

Elva Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband