Forsetabraut í framhaldsskóla ? ...

Þegar líða fer að útskrift hér í menntaskólanum spyr ég oft nemendur hvað þeir ætli sér svo að gera og hver séu þeirra framtíðarplön. Margir svara, eflaust í gríni frekar en í alvöru, að þeir ætli sér að verða forseti. En öllu gríni fylgir einhver alvara og eflaust eru margir sem tilhugsunin kitlar. Ekki bara Ástþór! .. Það er örugglega ekki amalegt að búa á Bessastöðum, hafa þjón og kokk og fá góðan mat, fara í ferðalög og klæðast fínum dressum. Ekki heldur amalegt að vera forsetamaki. Höfum að vísu ekki haft karl í því hlutverki hingað til.

Nú síðast heyrði ég eldri dóttur mína segja frá því að hún ætlaði að verða forseti.. Kissing..Mín elskulega Eva ,,Peron" .. hún myndi eflaust safna öllum börnum sem ættu bágt og hrúga þeim á Bessastaði. Slatti af herbergjum þar!

Kannski það ætti að bæta við einni braut í þessa miklu flóru brauta framhaldsskólans;  ,,Forsetabraut" .. Þá lærði fólk allskonar prótókol, veislusiði, kurteisisvenjur, tungumál, framkomu,  o.s.frv.

Auk hinna ýmsu tungumála, þá væri hægt að hafa námskeið eins og framkoma 103, kóngafólk 102, kurteisisvenjur 103, klæðaburður 101, kurteisislegar samræður 103, pólitík 103, borðhald 102 o.s.frv. Bergþór Páls væri að sjálfsögðu fenginn sem kennari í borðhald 102 og jafnvel fleiri námskeið. Ólafur væri að sjálfsögðu fenginn a.m.k. til að koma með einn fyrirlestur og Dorrit líka - ofcourse!

Kannski þessu námi væri betur komið á háskólastigi ?

Jæja, þetta voru hugleiðingar morgunsins - það eru nú ólík hlutverk forseta Íslands og forseta Bandaríkjanna, en vissulega þurfa þeir báðir að kunna mannasiði! LoL

18 dagar þangað til ég fer í sumarfrí = 3 vikur. Hvað ætli Óli fái annars langt sumarfrí, hefði maður átt að ,,sækja um" .. ??????  


mbl.is Forskot Obama eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú fengir mitt atkvæði til forseta

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Laufey B Waage

Gaman að sjá að unga fólkið hefur metnaðarfull markmið. Mér finnst að þessir kúrsar ættu að kennast á framhaldsskólastigi, eða jafnvel grunnskólastigi. Of seint á háskólastigi.

Þú bíður mér nú í kaffi á Bessastöðum, þegar þú ert orðin forseti. 

Laufey B Waage, 25.6.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég nenni ekki að þekkja þig þegar þú verður orðin forseti.  Akkurru?  Jú þá þarf að panta tíma hjá ritaranum.

Og blátt bann við kúrsum í tilgerð af öllu tagi.

Ég legg til kúrs í mannasiðum 512!

Jejeje

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 11:33

4 identicon

haha.. líst vel á þetta.. ég mæti aftur þá aftur í framhaldsskóla svo ég geti verið alveg tilbúin ;) Látið börnin koma til mín .. .hih.. Allt er hægt ef viljinn er virkilega fyrir hendi! Ev

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:30

5 identicon

Gleymdi.. mig dreymdi að þú værir ófrísk að tvíburum og værir að missa vatnið, ég var að hjálpa þér að þurka það ...hehe.. við vorum öll voða spennt! Þú varst þarna, Hulda og Lotta og svo Bjössi og Addý! ... EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ SEGJA MÉR?? heheh

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:51

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir atkvæðið þitt Dúa!  ..

Það væri víst ekki vanþörf á kúrsi í mannasiðum, svo mikið er víst.  

Jenný - þú færir auðvitað á VIP listann ..!

Eva mín, ... sko - já, ég átti alltaf eftir að segja þér að þú átt von á litlum systkinum hahahaha ..  .. að vísu eru þau ekki tvö heldur þrjú!

Einhvern tímann hef ég nú heyrt að það að dreyma óléttu séu í raun hugmyndir sem eru að fæðast  - og ef einhver er með hausinn (og magann) fullan af hugmyndum þá er það eflaust hún mamma þín .. þær þurfa bara að fæðast og vonandi braggast vel líka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband