Aumingja mömmur mannanna ...

Oft þegar ég heyri af hegðun svona fólks þá hugsa ég til fjölskyldna þeirra. Ég þekki nákvæmlega ekkert til viðkomandi ,,berserkja"  þannig ég veit ekki um þeirra jarðveg. Gætu verið frá fyrirmyndarfjölskyldum þess vegna.  Ég setti í fyrirsögnina ,,Aumingja mömmur mannanna" því ég hugsa hvernig ég myndi upplifa það ef að sonur minn myndi verða uppvís af þvílíku rugli og þá færi ég að sjálfsögðu í framhaldi af því að hugsa hvar mér hefði orðið fótaskortur í uppeldinu! ..Maður gerir það ósjálfrátt jafnvel þó það geti verið að þetta sé bara upplagið sem er svona slæmt.

Enginn er fullkominn uppalandi, sjálf erum við í okkar krísum og að ganga í gegnum súrt og sætt og oft erfitt að höndla allt sem í réttu uppeldi felst.

Ég vorkenni þessum mönnum og þeim sem að þeim standa.


mbl.is Gengu berserksgang í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efnilegir hryðjuverkamenn. Ætli Al Kaida hafi haft samband við þá nú þegar?
Ég held að þetta sé bara tíska hjá íslenskum gelgjum, fullum af hormónum,  en eru vonsviknir og geta ekki staðið undir þeim þrýstingi sem fylgir því að vera (verða) ábyrgur karlmaður.

En ég er samt á móti dauðarefsingu...

Einar (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:40

2 identicon

Það þarf ekki marga til að mynda múgsefjun og ólíklegt að hver þeirra myndi gera svona einn síns liðs, en í hópnum þorir enginn að vera góði gæjinn, það gæti þótt hallærislegt.

anna-panna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hugsa svona líka og svo fer ég að velta því fyrir mér að viðkomandi hafi einhvern tímann verið saklaust ungbarn og þá fer ég alveg á límingunum.  Hvað gerist?

Kveðja inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Æ, það kemur að því að maður getur ekki lengur kennt mömmu sinni og pabba um eigið misyndi. Ég held að það gæti gert slíkum mönnum gott að hugsa aðeins til mömmu sinnar áður en þeir ákveða að höggva mann og annan.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:37

5 identicon

Ekki kalla þá menn

Ægir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Tiger

 Já, maður skilur nú bara ekki hvers skonar  svona menn eru með! Ef þeir eru þá bara með slíkt innanborðs.

Hvað eru þeir að hugsa eiginlega?

"Skemmum barnaleiktækin, kannski slitnar þetta af þegar öll börnin eru í tækinu og kannski deyja þau" ???

Nei, maður bara skilur ekki svona illan verknað og ég er sammála þér - ég vorkenni líka mömmum þeirra sem fremja slík ógæfuverk. Vonum bara að þeir náist og fái rétta/viðeigandi hjálp til að vinna úr sínum málum..

Knús og kram á þig skottið mitt ..

Tiger, 2.7.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það sem ég á erfiðast með að skilja hvaðan úr ósköpunum þeir fengu þessa hugmynd og skyldu þeir ekkert hafa hugsað hvað gæti komið fyrir börnin ?

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 14:10

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það verður eflaust að setja þessa menn í búr, a.m.k.hættulegri en dýrin sem eru lokuð inni. Auðvitað bera þessir menn eða mannleysur ábyrgð á sjálfum sér. Það er svolítið í tísku að kasta af sér ábyrgðinni og kenna hinum eða þessum um eða bara jólasveininum! Sem betur fer get ég engan veginn skilið þankagang þeirra.

Spurning hvort þeir séu á því stigi að þá vanti athygli - fái hana ekki á jákvæðan hátt og geri þá eitthvað sem er svona til að vekja athygli þó að hún sé neikvæð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 21:15

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er afar erfitt að skilja, en ég spyr mig oft hvar byrjaði hnúturinn?
Ekki verða menn bara svona upp úr þurru.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband