Frá Pílatusi til Pílatesar... með herðablöðin í vasanum.

 

Jæja, nú eru einhver krútt farin að rífast um hvort að Jesús var til eða ekki í færslunni hér á undan, ætla að hvíla mig á þessu og tala um ,,daginn og veginn" .. Fór í Pilates kennslu í gær, ekki Pílatus þó maður héldi kannski að miðað við umræðuefni undanfarinna daga hefði ég farið í Pontíusar Pílatus.

Pilates leikfimi er nefnd í höfuðið á manni sem fann hana upp, en hún var upphaflega notuð til að kenna t.d. leikhúsfólki rétta stöðu. Ég verð s.s. orðin svaka bein eftir fjögurra vikna námskeið.

Það fyrsta sem við lærðum var að anda! .. út - inn - út - inn ..Shocking  eða þannig og þenja út rifbeinin til hliðar .. ekki magaöndun eins og í Yoga.

Svo lærðum við að setja herðablöðin í rassvasann, sver það! Já til að standa bein þarftu að setja herðablöðin í rassvasann. Þ.e. að ímynda sér að setja þau þar. Eins gott að vera ekki bókstafstrúar haha.. LoL .. og jafnframt soga naflann inn að mænu ..

Jæja, þetta var fyrsta Pílates blogg. Það er ekki eins sársaukafullt og spinning, en maður brennir víst ekki eins miklu.

Knús og krams.

p.s. hef aldrei fengið harðsperrur í herðablaðasvæðið fyrr..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ertu alveg hreyfióð vinkona?
ég skil ekki hvað fólk er að eltast við eitthvað svona.... bara að fá sér hund og þá er málið dautt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, ég hef einmitt verið löt að hreyfa mig - aðallega hreyft puttana á lyklaborðinu!

Gaman væri að vita hvort þú eða einver önnur/annar sem les þetta prófi að soga naflann inn að mænu eða setja herðablöðin í rassvasana.  ..

p.s. fæ mér hund þegar ég er hætt að vinna 150% vinnu ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.7.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þá skaltu fá þér Golden Retriver, þú færð ekki fallegri hund en það, Oprah Winfrey á meira að segja þrjá svoleiðis!

Heyrðu ég næ næstum að sjúga naflann minn, en herðablöðunum kem ég ekki í rassvann, ég vil ekki fá meiri harðsperrur fyrir föstudag og laugardag. Kemurðu ekki að horfa á mig á föstudaginn keppa?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er mýta að leikfimi, megranir og annað böl þurfi að vera sársaukafullt og erfitt.

Njóttu Pilatesins.  Sjúkkit erfitt að skrifa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert alltof dugleg... fyrir minn smekk

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð róslín, þú þarft að gera þessar æfingar til að standa flott á sviðinu! .. ég er að kveðja útskriftarnemana mína á föstudag svo ég verð því miður upptekin  .. Hvar og hvenær eru þetta annars.

Ég átti labrador, svona næsta bæ við Golden í 11 ár, ekki búin að ákveða næstu sort. Kannski bara lítill krútt.

Fegin að ég að það er hægt að hreyfa sig án þjáningar - Jenný!

Hahaha, Jónína .. þetta er meira í orði en á borði þessa stundina. Það fer vonandi batnandi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.7.2008 kl. 20:06

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

EKki tjúvává!
Þetta er í Kópavogi í Fagralund að þetta heitir held ég, kl. 18.00

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:08

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mig er lengi búið að langa í Pilates..........................en hef ekki ennþá drifið mig!

Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir með Huld, er búin að láta mig dreyma um að prófa þetta undrakerfi en nenni ekki að keyra 100 km til þess eins að fá harðsperrur í herðablöðin.  E.t.v. dríf ég mig með haustinu hver veit.  Kv. inn í góðan dag Jóhanna mín.

Ía Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 08:15

10 Smámynd: Laufey B Waage

Góð mynd af þér - í þessu líka glæsilega Pontiusar-Pilatesar-jafnvægi.

Laufey B Waage, 10.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband