Hver er bloggvinur þinn - hver er náungi þinn?

Ég er komin með langa runu af bloggvinum, held það sé svona 50/50 hverjum ég hef boðið bloggvináttu og öfugt. Ef ég les skemmtilega pistla eða sé að fólk er að skrifa eitthvað uppbyggilegt eða bara eitthvað krúttlegt um fjölskyldulíf til dæmis, hef ég boðið bloggvináttu. Enginn hefur neitað, hingað til og ég hef ekki neitað neinum, hingað til.  

Fékk skömm í hattinn nýlega frá einum bloggara vegna þess að ég hefði "kristindómshatara" sem bloggvini. Ég spurði við hverja viðmælandi ætti og gaf hann þá upp tvö nöfn og því fylgdi að ég væri ,,illa lesin á blogginu."  Áður hafði sá hinn sami borið á mig vanþekkingu á Biblíufræðum...en það er önnur ella.  

Það er umdeilanlegt hvað er að vera ,,kristindómshatari" ..Ég trúi því ekki að einhver hatist við það að leitast við að elska náungann eins og sjálfan sig, sem er kjarni kristindóms að mínu mati. Ég held að þessir meintu ,,kristindómshatarar" hatist við ákveðna túlkun á kristindómi ef svo má segja.

Við lærum mest í samræðum við náungann, hvort sem hann er trúaður eða trúlaus, "sanntrúaður" eða "rangtrúaður" ...

Niðurstaða: Bloggvinir sem ég upplifi sem góðar manneskjur án þess að draga þá í dilka eftir pólitík, trúarskoðun, þjóðerni, kyni, kynhneigð og hvað sem þetta nú allt heitir, eru velkomnir.

Dónaskapur og upphrópanir er eitthvað sem mér hundleiðist ..en hef sem betur fer lent örsjaldan í því .... Reyni sjálf að vera kurteis þó mig langi nú stundum að gefa viðkomandi það sem þeir eiga skilið ...W00t  ..en þegar til lengdar lætur er betra að missa sig ekki. Telja upp á 10 eða 20, stundum 30 og láta orð þeirra sem eru ruddalegir eða ómálefnalegir dæma þá sjálfa.

Knús inn í kvöldið... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef talið alveg upp í 69.874 en sprakk samt.

Ég neita yfirleitt engum um bloggvináttu.

Sei, sei, sei og góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill hjá þér.

Ég hef svipaða afstöðu á blogginu eins og annarsstaðar í tilverunni..., þeir sem tjá sig í athugasemdakerfinu af virðingu fyrir "viðmælanda" sínum eru velkomnir á síðuna mína hvenær sem er, aðrir sem eru með upphrópanir eða annan ruddaskap eru einfaldlega ekki velkomnir.

Nafnlausir bloggara eru oft ekki spennandi bloggvinir finnst mér. 

Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sei, sei já Jenný Anna..kannski maður/kona ætti að missa sig við og við ..  

Takk Marta, nafnlausir bloggarar eru ekki einn þjóðflokkur að mínu mati, eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru bara alltaf prúðir og yndislegir en það eru hinir sem eru í skítkastinu sem eru óþolandi ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigga, þetta er einlægt innlegg eins og allt sem kemur frá þér. Takk innilega fyrir og góða nótt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var  annars að sjá svo frábæra setningu frá Sigurði Þórðarsyni til vinar/bloggvinar hans Guðsteins Hauks:

"Vinátta okkar sýnir að menn geta róið með réttlætinu hverrar trúar sem þeir eru."

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Anna Guðný

Þessi pistill þinn varð til þess að ég kom því í verk að óska eftir vináttu við þig. Takk fyrir að samþykkja mig. Finnst mjög gaman að lesa færslurnar þínar.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég vil ekkert hafa saman að sælda við nafnlausa bloggara, to be honest. Takk fyrir að samþykkja mig, Jóhann, þú ert orðin partur af bloggrúnti mínum ... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk sömuleiðis fyrir framtakið og nýja bloggvináttu báðar tvær; Guðný Anna og Anna Guðný

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær pistill og kærar þakkir fyrir bloggvináttu

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:31

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æðisleg færlsa hjá þér Jóhanna mín!

En bloggið er svo skrítin "heimur", að það er sagt ALLT við alla, enda kemur fólk ekki fram alveg sem það sjálft. Eða ekki allir allavega, t.d. segi ég mikið meira en ég myndi þora að segja, ég er algjör móðursjúk hæna. Óttalega feimin!!

Ég held einmitt að eitthvað af yfirsig feimna fólkinu láti allt í hendur annarra og segi allt mögulegt...

Þú ert ótrúlega flott kona Jóhanna - Jóga?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:08

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla!

Góða nótt

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 00:46

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í kærleiksríkan dag

Ía Jóhannsdóttir, 16.7.2008 kl. 07:34

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það vantar nú eitthvað í fólk sem er að reyna að stjórna því hvaða bloggvini aðrir velja sér. Í besta falli er það hámark frekjunnar.

Ég hef reyndar hent út einum bloggvini, eftir að hafa lesið eftir hann trúníð. Að öðru leyti spyr ég þá ekki um trúfélagsskírteini.

Theódór Norðkvist, 16.7.2008 kl. 09:36

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigrún - þakka þér sömuleiðis.

Þú ert æðisleg sjálf Róslín - rétt hjá þér, sumir myndu nú örugglega aldrei þora að horfa í augun á fólki og segja það við þá sem þeir segja á blogginu. Sjálf hef ég lent í því (þó þokkalega veraldarvön) að mér þótti betra að senda póst til manneskju en að hringja, vegna þess ég var óörugg hvernig ég ætti að nálgast hana. Vont samt ef að fólk skrifar ljóta hluti til annarra.  - Þú mátt kalla mig Jógu eða Jóhönnu - þú ræður.

Flottur Sigurður með orðin sem ég ,,kóperaði" frá þér. Ég er búin að vera með þetta á heilanum síðan ég sá þetta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 09:44

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjuna Ía og ég er viss um að hann verður kærleiksríkur, takk fyrir að minna á það.

Theódór, takk fyrir athugasemdina, já mér fannst þetta svolítil afskiptasemi og fór að kíkja á annað fólk sem ég veit að er meira í "náðinni" hjá viðkomandi og sá að sumir voru með þessa meintu ,,kristindómshatara" sem bloggvini líka. Veit ekki hvað var undirliggjandi hjá viðkomandi.

Ég upplifi oft mikinn sársauka hjá fólkinu sjálfu sem fer að níða lífsgildi og skoðanir annarra og þar á meðal trú þeirra. Það á að vera hægt að ræða svona mál án níðs og að gera lítið úr því sem þeir trúa á. Okkur tekst það eflaust ekki alltaf, en það var þetta með að róa með kærleikanum sem við þurfum alltaf að hafa í huga.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 09:51

16 identicon

Ohh.. mom.. þú ert svo mikið æði

Hvenar ætlar þú að gera mig að forsetadóttur, langar svaka að fá að koma í mat á Bessastaði! Kjúkling og sætar kartöflur... hehe.. Hlakka til að sjá þig í kvöld, Þín Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:02

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Ohh...Eva...þú ert svo mikið æði sjálf, takk elskan mín ... ekki víst að kjúllinn og sætu kartöflurnar smakkist eins vel á Bessastöðum og hér heima í eldhúsinu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 10:43

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf hressandi að lesa það sem þú skrifar Jóhanna mín, og gaman.  Ég er eins og þú dreg ekki fólk í dilka, og mér leiðist þegar fólk gerir það, og sérstaklega ef það ætlar að fara að skikka mig til hins sama.  Ég vil sjálf ráða hverja ég umgengst, og hverja ég hef að vinum, kunningjum eða bloggvinum.  Mér þykir reyndar vænt um flesta mína bloggvini, hef gaman af að skoða hvað þeir eru að hugsa og hvað þeim liggur á hjarta.   Verst að á þessum tíma hef ég of lítinn tíma fyrir hvern og einn.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:56

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir Ásthildur, þykist vera farin að þekkja þig og það aðeins af góðu hjartalagi þínu. Við höfum mismunandi tíma til að lesa og kvitta hjá hvoru öðru og það er vel, núna er ég í sumarfríi og hef mikinn tíma, stundum hef ég bara næstum engan tíma hvorki til bloggs né athugasemda hjá öðrum. Ætti að vísu að vera úti í sólinni.

Knús til baka á þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 11:15

20 identicon

Ég spyr ekki að neinu... ég býð alla bloggvini velkomna.
Það er ekkert meira lummó en að hafna bloggvinum vegna skoðana/trúar... Its LAME

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:28

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eftir að hafa skimað yfir bloggvinalistann þinn dettur mér bara í hug ég og Malacai sem 'kristindómshatarar'...

...sem er jú allt í lagi. Ég er ekkert hrifinn af skipulögðum trúarbrögðum, en það kemur hjarðstjórnun, hjarðhugsun og miðstýringu valds frekar við, sem og vissa fordómaboðun sem hefur farið fram í gegnum aldirnar, og gerir enn, í nafni kristindómsins.

Ég hinsvegar fíla söguna af Ésú alveg ágætlega, virðist hafa verið vænsti drengur ef hann var þá til. Verst hversu margir sem þykjast tala í hans nafni hafa ekki verið vænstu drengir.

Ég held reyndar að þeir sem reyna að fordæma þig eitthvað gleymi talsvert hvernig Ésú var, hann hékk slakur og hress með hórum og tollheimtumönnum, hann sagði 'sá yðar sem syndlaus er... etc' og fór með dæmisöguna af miskunsama Samverjanum... og var ekki að springa úr fordómum eins og vissir einstaklingar sem þykjast lærisveinar hans. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.7.2008 kl. 13:47

22 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég get ekki dregið bloggvini mína svona í dilka eftir skoðunum eins og aðrir virðast gera (nefni engin nöfn ) og mér finnst þetta makalaust að fara skipta sér svona að annarra mannarra bloggvinum ! Annars hefur mér stundum hinir meintu "kristindómshatarar" hreinlega hafa verið kurteisari á stundum en hinir "sannkristnu"......! Annars ert þú frábær bloggvinur og ég myndi aldrei gera lítið úr þinni Biblíuþekkingu vegna þess að þú er kærleikans megin í þínum skrifum og gerir aldrei lítið úr fólki eða skoðunum þess ! Það er held ég sú Biblíuþekking sem að mestu skiptir í lífinu ! Fólk sem gerir svona lítið úr öðrum ætti vonns in a væl að líta í eigin barm og kanna hvort að þar leynist bjálki ! Hafðu það gott !

Sunna Dóra Möller, 16.7.2008 kl. 14:59

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst það alltaf rosalega styrkjandi að sjá mig svona rosalega ofarlega á bloggvinalistum - fyrir neðan ættfólkið þitt, það er ekki lélegt!!

Heyrðu annars, ég þekki þá tvær Jógur, eða önnur er sko Jóka. En báðar tvær eru ótrúlega yndælar konur....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 16:21

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sunna góð!      "Fólk sem gerir svona lítið úr öðrum ætti vonns in a væl að líta í eigin barm og kanna hvort að þar leynist bjálki !"... Takk fyrir hlý orð í minn garð.

J. Einar Valur, það var rétt ágiskun með þig, en hinn bloggvinurinn sem bent var á var Jón Steinar, öðru nafni prakkarinn. Mér þykir líka merkilegt að oft eru meintir ,,kristindómshatarar" mjög vel lesnir í Biblíunni. Auðvitað hljótum við öll að vera sammála um að vera á móti notkun hennar sem skálkaskjóls til haturs og til að dæma náungann, en þá hefur trúin snúist upp í andstæðu þess sem hún á að vera.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 16:30

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoctorE ..

Róslín þú ert auðvitað uppáhalds! ... reyni að færa upp reglulega þá sem nenna að koma með athugasemdir hjá mér. Þarf að fara að laga fljótlega - ætlaði að laga í gær en þá kom eitthvað ,,vefkökurugl" og að ég þyrfti að skrá mig inn aftur.

Já, ég er sko Jóga en ekki Jóka ... eins gott að hafa það rétt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 17:15

26 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

En hvað það er gaman að vera uppáhalds!
Ég fæ alltaf samviskubit ef ég skrifa ekki inná, sama hvað það er, samt ekki ef ég skil ekki baun!

Ég einmitt mun segja Jóga við þig, ég þoli ekki þegar fólk segir mitt nafn vitlaust og þá reyni ég að halda mér innan þeirra markra líka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 18:23

27 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já og á meðan ég man, endilega farðu að baka súkkulaðibitakökur og skjótast út í búð eftir mjólk... þín bíður alveg örugglega laaangur lestur fyrir höndum!...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 18:24

28 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Æ heyrðu.. ég er nú eiginlega á listanum þínum á fölskum forsendum...

Ég hef verið með smá daglegt blogg fyrir ættingja og vini meðan við erum í útlöndum við nám en ætlaði að skella mér í meiri umræður og pælingar um málefni á nýja blogginu.... hef síðan þá ekki gert annað en að fara í netlaust sumarfrí ... og núna er ég komin á kaf aftur í ritgerðir.

Kannski var það brjáluð bjartsýni að byrja á öðru bloggi ;) en þangað til þá ertu velkomin inn á www.vonflankenstein.net í sárabót.... þó að þar séu ekki dýpri umræður en ég að þvæla um gæðin á jarðarberjunum sem ég keypti í gær hehe

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 18:50

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær pistill og stórkostleg setning hjá Sigurði Þórðarsyni.
Ég er svo mikið sammála þér Jóhanna mín.
Kærar kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 21:27

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hahahaha .... ja hér. Ég er með alla flóruna, enda með 256 bloggvini og geri ekki upp á milli trúaðra og ótrúaðra, slíkt finnst mér rangt!

En að öðru:

Ég var að setja saman undirskriftarlista til stuðnings Ásmundar Jóhannssonar, sem ég mun svo afhenda stjórnvöldum þegar að því kemur.

Hann er að finna hér http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur 

Fyrirgefðu að þetta kemur greininni einni ekkert við, en ég veit að þú tekur vel í þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:50

31 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú talaðir um að fólk pirrist yfir því að þú eigir "kristdómshatara2 sem þína bloggvini. Merkilegt nokk þar sem ég er sannfærður um að ef Krissi kallin væri uppi í dag þá mynd hann segja.

"Leyfið bloggurunum að koma til mín"

Brynjar Jóhannsson, 17.7.2008 kl. 17:55

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, það væri eflaust í hans anda.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband