Ég veit það segir þér enginn að hætta - en afhverju léstu segja þér að byrja ?

Hvernig stendur á því að fólk reykir enn þá árið 2008? Hér áður fyrr hafði fólk þá afsökun að það vissi ekki um skaðsemi reykinga, en í dag erum við mjög vel upplýst um skaðsemi þeirra.

Reykingar ýta undir bæði hjarta- og lungnasjúkdóma auk krabbamein o.fl. Það vantar ekki áróður og fræðslu gegn reykingum sem lætur marga reykingamenn fá samviskubit. Það vantar ekki að börnin eru að nöldra í foreldrum sínum eða makar í mökum sínum o.s.frv. vegna reykinganna. Fólk hefur fullt af ástæðum til að reykja ekki og margir vilja ekki reykja þó þeir geri það. Samt heldur tóbaksiðnaðurinn áfram að blómstra og græða á þessu fólki og milljónir manna heldur áfram að reykja og milljónir eru ennþá að byrja að reykja. Af hverju er það?

Fólk lærir að njóta þess að reykja, en flestum finnst fyrsti smókurinn vondur, sumir verða jafnvel veikir af fyrstu reynslu sinni af reykingum, Unaðurinn við að reykja kemur í fæstum tilfellum í fyrstu tilraun. Líkaminn segir þeim, ,,Heyrðu þetta rusl er hræðilegt, taktu þetta burt" en samt heldur fólk áfram þar til það ánetjast. 

Í flestum tilfellum, þegar viðbrögð líkamans eru þau að þér finnst eitthvað vont hættir þú við að neyta þess. En ekki í þessu tilviki. Hvers vegna heldur fólk áfram þar til það er búið að gera líkamann háðan ? ,,þú skalt!"

Fólk gerir það því að einhver eða einhverjir með milljónir og billjónir af dollurum eru búnir að koma því inn í heilabúið hjá þeim að þetta sé eftirsóknarvert. Svo er þetta stutt af íslenska ríkinu.

Í gegnum gífurlegar auglýsingar og endurtekningar hafa reykingar verið tengdar við spennandi og eftirsóknaverða hluti. Það er búið að koma því inn að reykingar séu sexý, töff, fullorðinslegar, karlmannlegar o.s.frv..

Á Íslandi er það skemmtilega fólkið sem reykir .. miklu meira fjör - reyktu þá sígarettu!

Ef þú vilt vera töffari eins og Marlboro maðurinn - reyktu þá sígarettu!

"If you have come a long way baby" - reyktu þá sígarettu!

Já, ... líklega hefurðu komist "long way" að heilsuleysi, jafnvel lungnakrabbameini. Sick

Með því að reykja erum við að mata krók þeirra sem eiga tóbaksiðnaðinn og VILJA að sjálfsögðu að fólk haldi áfram að reykja sama hverjar afleiðingarnar eru.

Tökum höndum saman og hættum að fita þessa LÖGLEGU eiturlyfjabaróna

Ég veit það segir þér sko enginn að hætta - en afhverju léstu segja þér að byrja ?

Getur verið að það séu meiri fjármunir á bak við þá sem vilja að fólk byrji að reykja en þá sem hvetja til að fólk hætti ?

p.s. skrifað með ,,inspirasjón" frá Anthony Robbins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er fokið í flest skjól, hvergi friður fyrir predikunum.

Farin að reykja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Birna M

Ég er til tölulega nýhætt, einhvernveginn passaði það bara ekki lengur. Ekki það að ég væri svo hrædd við krabbamei eða neitt þannig og mér fannst voða gott að fá mér smók fyrir svefninn eða eftir mat. En ég vildi ekki hafa þetta fyrir börnunum og því hafa reykingar alltaf verið bannaðar heima. Svo einhvernveginn bara varð þetta óviðeigandi og ég losaði mig útúr þessu alveg. ég er enginn fanatíkus og fólk má alveg reykja í kringum mig en alltí einu varð þetta bara ekki fyrir mig.

Birna M, 19.7.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Jóhanna mín. Veistu ég slökti ósjálfrátt í á meðan ég las þetta en veit ekki hvað það dugar lengi, er á meðan er.  Ég er alvarlega að hugsa um þetta allt saman og hver veit.....  Er að fara í frí með barnabörnunum og þá verur ekki auðvelt að fá sér smók.  Ætla að byrgja mig upp með nicotintyggjó áður en ég legg í´ann.

Ía Jóhannsdóttir, 19.7.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Minn kæri Ólafur, hvaða frelsi felst í því að vera í ánauð fíknar ?  .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps .. fékk ekkert hjarta frá þér Jenný í þetta skiptið!  ..set hér tvö til að hjartajafna...

Til hamingju með að hætta Birna, það vilja fæstir að börnin sín byrji að reykja og því er eflaust fyrsta skrefið að hætta sjálfur. Hvað þá barnabörnin Ía.

Ég er alls ekki að dæma reykingarfólk .. heldur að vekja athygli á hvað "vel" hefur tekist til í áróðrinum fyrir reykingum sem er undirliggjandi og alltumkring.  

Þessi pistill eða prédikun er eiginlega áróður gegn áróðri.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er góður pistill og "öðruvísi"

Sigrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Skammastín, hehe en auðvitað elska ég þig aulinn þinn og reykleysisfrömuður.  Ég gef mér þá að ég geti ekki komið í kaffi og sígó til þín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Minn kæri Ólafur, er yfirleitt mjög niðurtjúnuð og hef lært að telja upp á 10 (eins og einhvers staðar hefur komið fram) í svona rökræðum.  Held þú sért að fara kvennavillt - hef ekki farið með athugasemdir héðan í guðfræðideildina ..

Eigðu góðan sólardag sömuleiðis.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 11:45

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný: Love you too .. þetta er nú að verða fullheitt, eins gott að ,,sannkristnir" komist ekki í þetta. Heyrðu það er skjól  úti á palli. Keyptum hitalampa og skyggni til skjóls fyrir ,,syndaseli" fjölskyldunnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Sigrún.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 11:48

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég byrjaði að reykja 15 ÁRA inn á Skalla í Lækjargötu, þá mátti reykja allstaðar.
Fór endalaust út til að æla í göturæsið, en ekki fékk ég að hætta Ónei,
en varð einhvernvegin aldrei þessi mikla reykingarkona, var bara svona selskaps, en gott er að kenna erfiðleikum um þann ósið að hafa byrjað alveg man ekki alveg hvenær, en er ég hætti 2004 þá var ég afar feginn, fékk ekki frið fyrir barnabörnunum Viktoría Ósk mín sagði ætíð við mig: ,, Amma ertu að fara út að skammast þín?" Ákvað að hætta er Aþena Marey mín var skýrð það var í júní 2004
hef ekki tekið smók síðan og mun aldrei gera, en ég er ekkert fanatísk fólk má reykja í vaskahúsinu ef það er kalt á pallinum.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 12:15

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir reynslusöguna Milla  

Nú er ég víst að fara í útilegu í sólarhring svo ég get ekki svarað athugasemdum fyrr en ég kem heim aftur á morgun. Ef að innbrotsþjófar lesa þetta þá grípa þeir ekki í tómt hús, því að hér verður fullt hús af drengjum á þrítugsaldri í LAN móti sem munu taka á móti þeim.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 12:37

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég kvartaði held ég endalaust í foreldrum mínum, mig minnir að þau hefðu hætt þegar ég var 4-5 ára.
En þá var systir mín 9-10 ára og bróðir minn 14-15 ára, svo ekkert rosa góðar fyrirmyndir fyrir þau, og þau reykja enn í dag, frá held ég 15 ára aldri.

Ég er hæna og þessvegna get ég ekki verið í kringum reykingafólk, lyktin nagar mig alveg, svo ég held mig þar sem ekki er reykt

Eigðu góða og skemmtilega útilegu Jóga mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.7.2008 kl. 13:04

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guð gefi oss góðan smók. Stundum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:52

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ef þú bara vissir hvað ég átti bágt þegar ég var að byrja að reykja, ég var svo veik,  og þetta var svo vont.  - Og mér var mikið strítt, og mikið gert grín af aumingjaskapnum í mér. - Svo ég  ákvað, að reykja skildi ég hvað sem það kostaði. - Svo ég yrði loks maður með mönnum.

Svo fór, að mér þótti orðið það gott að reykja, að ég gat ekki hætt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, - fyrr en ég fann það út, - að þeir sem áður hlógu að aumingjaskap mínum yfir að geta ekki reykt, voru nú 20 árum síðar,  með vandlætingarsvip yfir að ég gæti ekki hætt, - og fussuðu stórum yfir reykingafíkn minni. -

Svo ég hætti að reykja og bráðum verða tuttugu ár síðan,-  20 ár - og ég þakka enn fyrir að mér skyldi heppnast að hætta. -  Og það hvarflar ekki að mér að reykja, ekki þó mér væri borgað fyrir það. - Og mér er alveg nákvæmlega sama þó aðrir reyki, - en ég vildi samt þeirra vegna óska þess að þeim tækist að hætta, þetta er svo rosalegur skaðvaldur fyrir heilsu reykingamannsins og þeirra sem í kringum hann eru. 

Fyrir utan það, hvað það er dýrt að reykja. -  Að brenna svona peningunum um leið og maður er að hneykslast á öðrum fíklum sem ........

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:52

16 identicon

Sæl Jóhanna.

'Ég hugsa og hugsa hvernig ég kemst útúr þessu, en ég veit að það hefst . Allt sem þú segir þarna er satt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 04:44

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður pistill, eins og alltaf Vona þú hafir haft það langbest í útilegunni

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 09:01

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Komin heil heim úr frábærri útilegu! Get ekki kvartað þó að rassinn hafi rifnað af stuttbuxunum mínum fyrir utan Nóatún á Selfossi  og get heldur ekki kvartað þó að vindsængin hafi lekið og því sofið svona næstum á jörðinni. Fékk bara lánaða flíspeysu til að binda yfir afturendann og fjárfesti í nýjum stuttbuxum á Selfossi og sef í mjúku rúmi í nótt og bæti þá upp fyrir bylturnar á hörðu þúfóttu tjaldgólfi.

En að ykkur.. Takk Jónína, .. eins og þú sérð á ofansögðu  hafði ég það prýðilegt í útilegunni!

Þórarinn - Gangi þér vel í baráttunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.7.2008 kl. 19:23

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lilja Guðrún - takk fyrir skemmtilega reynslusögu. Það er einmitt þessi félagslegi þáttur sem er auðvitað sterkur. Félagsmótunin kemur frá jafningjunum.

Má til með að segja frá einmitt einni vinkonu minni. Fyrir tuttugu árum í saumaklúbb bað ég hana vinsamlegast um að reykja ekki meðan við vorum að borða. Hún varð hálf ,,foj" .. EN í dag má ENGINN reykja inni hjá henni og er hún komin í sama gír og ég var þá. Skrítið hvernig aðstæður geta breyst hjá okkur.

Guðný Anna -

og síðast en ekki síst - Róslín - Flott hjá þér að byrja ekki. Ég held að það sé málið, Miklu auðveldara að byrja en hætta ... en bæði erfitt í raun.  Knús á þig ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.7.2008 kl. 19:30

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jebb. Og já. Ég hætti í 10 mánuði. Frá febrúar 2007 til des 2007. Byrjaði að fikta aftur í desember. Bara svona lítið skiluru. Svo bara smáeykst þetta helvíti. Finnst ég alveg svakalega vitlaus að hafa byrjað aftur. Það var nebblega svo ótrúlega lítið mál að hætta. Ég hef á tilfinningunni að það verði ekki svo auðvelt í þetta skiptið.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband