...ÍSBJARNARMAÐURINN...

 

 

 

 

 

  

 

 

Ég hef hlerað það að kvikmyndafyrirtækið "Polar-VIKING" sé með í undirbúningi æsispennandi ofurhetjumynd, byggða á sannsögulegum grunni.

Söguþráðurinn mun vera eitthvað á þá leið að Björn Bjarnason, sem sumir þekkja sem dagfarsprúðan mann svipað og Bruce Wayne, leggur í Hornstrandagöngu með nokkrum félögum úr ríkisstjórn Íslands. Mæta þeir þessum líka risa hvítabirni sem klórar í Björn. Hann verður sár en sleppur (að hann og aðrir telja) með skrekkinn en hvítabjörninn er fangaður og fleginn og settur á gólfið fyrir framan arininn í koníaksstofu Bjarnar.

Sagan er að sjálfsögðu ekki á enda, heldur fer Björn að finna fyrir breytingum. Hann er að verða loðnari og líkamshárin fara að vaxa fínleg og hvít. Eina nóttina þegar Björn situr við bloggið les hann eitthvað um miðbæjarlífið og lögregluna sem honum sárnar og hann finnur hvernig hann þrútnar út og þekkir ekki umlið í sjálfum sér sem er orðið að háværu öskri. Fötin rifna utan af honum og hann er orðinn að stórum ísbirni -  hann stekkur út um gluggann og er ekki lengi að komast á sínum ísbjarnarhraða niðrá Austurvöll. Hann þarf ekkert á jeppanum að halda lengur og hvað þá að vera að þessu hjóladútli eins og Ingibjörg eða Össur. Hann stormar á sínum fjórum.

Fólkið er forviða og sérstaklega Jenný Anna, skemmtilegasti bloggari ever, sem er stödd þarna á hinum nýskapaða ,,heita reit" (hot spot) missir út úr sér sígarettuna (og ákveður að reykja aldrei aftur) hendir í uppkast blogginu um (ó)hamingjusömu hóruna sem hittir Bubba og Björk og hún lemur nýtt blogg á lyklaborðið og hraðinn kemur henni í heimsmetabók Guinnes: ,,þetta er ekki hestur, þetta er ekki kind, þetta er ekki heyrúlla í hvítu plasti... Þetta er ÍSBJARNARMAÐURINN!!! ..... Ef það er ekki rétt hendi ég mér í vegg og æli þrisvar, kræmíariver og súmí addna!

Saklausir borgarar og bloggarar þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af ólátum í miðbæ Reykjavíkur. ÍSBJARNARMAÐURINN  mun aðstoða fáliðaða, ráðvillta verði laganna við að halda lög og reglu og rífa í sig trukkabílstjóra, þá sem pissa úti og litháensk glæpagengi eins og harðfisk. 

Lögum og reglu er bjargað í þessu landi, þar sem eru ólög mætir ÍSBJARNARMAÐURINN og sýnir beittar tennur og klær. Rafbyssur og gas eru ,,out" ..

Ég vil ekki segja meira, en þetta var s.s. hluti af söguþræðinum í ÍSBJARNARMANNINUM..

Sérstaklega skal tekið fram að þessi bloggfærsla er á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgublaðsins. Só súmí Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. nú má líka senda ÍSBJARNARMANNINN á glæpamenn sem gerast svo ósvífnir og ofbelsifullir að selja málverk á Vestfjörðum.

Bætið endilega við söguna ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kem að vörmu, er með Jenný hjá mér en trúðu mér ég prjóna við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

hehehhe sagan endalausa...... nú er Jenný heima í krúttkasti með Jennslunni sinni en kemur aftur eftir mó.....

Ía Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Konur nú til dags..... fyrst voru það nú saumaklúbbar, sem breyttust í slúðurklúbba og úr því er farið að búa til sögur... og það á bloggi!
Jóga þú ert mögnuð og mikið hlakka ég til að lesa framhaldið hjá Jenný Önnu....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ísbjarnarmaðurinn mun úða í sig Keníamönnum í morgunmat, Egypta í hádeginu, lítáhönsku mafínuna í kvöldmat og svo mun hann berja Pólverja yfir kvöldfréttunum.

Ég hætti við að hætta að reykja.  Það var leiðinlegt en fljótlega mun strompsveit Jóhönnu sem vinnur við að gera heilu göturnar reyklausar, koma og taka mig í gíslingu, berja mig með kveikjurum og troða sígarettum í eyrun á mér.  Ég mun því ekki reykja framar.

Eftir að hafa fengið vængstubba í staðinn fyrir nikótínstubbana hætti ég að drekka kaffi og borða mat og mun feta í spor meistarans frá Austurríki sem lifir á ljósinu.

Og koma svo.

Áfram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Arrrgg... hér datt út snilldarkafli úr sögu mannkyns sem erfitt verður að endurrita .. tölvan að stríða mér illa, eða BIG BROTHER kominn á hælana ? .. Er að fá gesti.. en to be continued...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þessi athugasemd kom frá ,,kristindómshataranum" illskeytta J. Einari Val :

Hmm.

Nær væri að senda Ísbjarnarmanninn á frægustu og dáðustu þjófa og stórglæpamenn Íslandssögunnar, Davíð og Dóra. Hinsvegar myndi BBPolarBear aldrei taka þátt í slíku, enda samsekur að mörgu þar á bænum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.7.2008 kl. 13:27

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 13:47

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já sagan endalausa - alveg örugglega Ía

Róslín  - já konur nútildags ... hvernig var lagið:,,Girls just like to have fun." .. það er að vísu lag frá mínum ungdómi, en so what!

Jenný .. ég strompsveitarforingi  .. góð hugmynd á meðan ég er ekki stormsveitarforing...

Sagan - eins og áður sagði, datt út smá kafli sem ég var að basla við að setja inn, en framhaldið kemur, þó síðar verði ..

Lifið  reyk - kaffi- og frönskukartöflulaus í ljósinu elskurnar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband