Einn af mörgum valkostum hreyfingar ..

Eins og bloggvinir mínir og aðrir vinir eða óvinir hafa orðið varir við, geng ég með í maganum hugmynd um að Íslendingar verði fremstir meðal jafningja í því að hreyfa sig og lifa heilsusamlegu lífi. Fram hafa komið áhyggjur fólks að ég ætli að draga það á fjöll eða láta fólk stunda sport út í eitt.

Að spila á trommur er auðvitað einn frábær möguleiki til að bæta þolið! Aðrir möguleikar til þess og hreyfingar eru t.d.:

  • Skúringar
  • Tiltekt
  • Kynlíf
  • Verslunarleiðangur
  • Ganga
  • Hjólreiðar
  • Dans
  • Húlla
  • Teygjutvist
  • Tjalda í roki
  • Herma eftir hreyfingum tveggja ára barns í einn dag
  • ...

Bættu endilega inn á listann og/eða segðu frá þínum hugmyndum hvað þér líst best á af þessu!

Ekkert að óttast - enginn neyddur til að ganga á fjöll, en ég mæli samt með því .. ótrúlegt kikk! Wink

Knús og krams ...

 


mbl.is Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gef mér að þessi listi sé samin eftir rannsóknir á vettvangi, ertu ekki þreytt Jóga mín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hlaupa út í bíl x6 á dag?

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð Jenný .. hef prófað þetta allt, í mismunandi mæli samt, að vísu fyrir utan dagsverkið að herma eftir barninu, reyndi einu sinni en gafst fljótt upp..  Keypti húllahring í fyrra og býð fólki í húllakeppni sem kemur í heimsókn. Það vekur yfirleitt mikla lukku og óborganlegt að sjá karlmenn húlla.

Sigga, ég ætla að taka þetta próf þitt.. er orðin býsna sjóuð eftir pilates æfingarnar mínar, að setja lappir aftur fyrir höfuð og gera ,,the swan dive" sem er varla hægt að lýsa hér haha.. datt á andlitið við fyrstu tilraunir!  Þannig að það hefur verið beyglað nefið á svaninum.

Ólafur - flott að fá sjálfboðaliða, vertu í viðbragðsstöðu þegar útkallið kemur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigrún - ef þú hleypur út í bíl, þá fer púlsinn örugglega upp! .. og svo bætir maður bara við eins og ég, því ég þarf yfirleitt að fara inn aftur til að sækja símann eða eitthvað annað sem ég hef gleymt, ef ég hef ekki bara gleymt sjálfri mér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: egvania

Þetta er ég.     Hula-hoop 





egvania, 23.7.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ásgerður - GÓÐ!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér líst best á verslunarleiðangurinn

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 09:54

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Pées....helst í útlöndum

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 09:55

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú verður víst að bíða eitthvað áfram Ólafur...

Sunna - algjör kaloríubani að versla, og máta sem flest...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband