Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Minn æskudraumur var að verða söng - og leikkona, helst á Broadway .. eða bara söngkona eins og Peggy Lee
Frábært þegar fólk getur látið æskudraumana rætast. Ég held það sé full seint í rassinn gripið hjá undirritaðri, en ég horfði alltaf heilluð á dans- og söngvamyndir og helst þar sem kom svona aðalleikkona og söng með heilan hóp í kringum sig.
Ég var á leikskólaaldri þegar ég komst á bragðið að hlusta á Peggy Lee. Það var til plata með henni heima - og ég dýrkaði hana. Hún var sett á fóninn, já svona langan sem ég gat legið undir og hlustaði þar! .. Lá þar með plötualbúmið og dáðist að Peggy Lee..og ég VAR Peggy Lee..
Fann ekki rétta umslagið, en þessi er ágæt...
Eitt af uppáhaldslögunum..
Eina skiptið sem ég hef komist á svið til að syngja ein var með þegar ég tók þátt í Karokee keppni fyrirtækja og söng ,,These Boots were made for walking".. (Nancy Sinatra) með miklum tilþrifum. Við vorum þrjú í okkar liði og mig grunar að við höfum unnið þrátt fyrir minn söng en ekki vegna hans. Þetta er ekki hógværð - er ekki sú týpa.. þetta eru staðreyndir ..
Lætur æskudrauminn rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju gerðistu ekki leikkona mín kæra Jóga?
Þú hefðir örugglega brillerað á því sviði, eins og reyndar á svo mörgum öðrum að ég held
Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:48
Róslín mín, mig vantaði sjálfstraustið sem ég hef í dag .. Ég átti svolítið ,,spes" æsku án þess að fara nánar út í það og var bæði feimin og fannst ég aldrei verðug neins ...
I have come a long way .. eins og þar stendur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 21:57
Varstu svona one of a kind?
Ég er óskaplega feimin í dag, en læt það ekki eyðileggja fyrir mér!
En það er aldrei of seint, Jóga mín, ef þér snýst hugur!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.