Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré...
Ég held að nýja videóið ,,Betra líf" með Páli Óskari sé ein fallegasta trúarjátning sem ég hef séð á ævinni.
Pikkaði inn textann:
"Svo lít ég bara í kringum mig og sé, alla þessa fegurð nærri mér, ég tók því sem gefnu, staldraði aðeins við, er á réttum tíma á réttum stað, hverjum get ég þakkað fyrir það, ég opnaði augun og hjartað fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra ..Hvort sem það er stórt eða´ agnarsmátt ég skynja einhvern meiri háttar mátt, ég þarf enga sönnun. Ég finn og veit og sé, með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré, ég opnaði augun.. Fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra .. "
Ég gæti ekki orðað trúartilfinningu mína betur en fram kemur í þessum texta.
Svo er gaman að segja frá því að ,,skádóttir" mín hún Bíbí er dansari í myndbandinu, en hún er í fjólubláum kjól. Hún kláraði Listdansskólann sl. jól og stefnir á framabraut í dansinum.
Ég tilkynnti mínum heittelskaða í morgun að ég væri hætt að blogga í bili, því ég er að byrja að vinna aftur og þetta tekur meiri tíma en ég ætlaði mér. Hef svo mörgu að sinna. Því verður þetta lokafærslan í einhvern tíma (nema mér verði mikið mál ) .. kíki þó "í heimsókn" til ykkar við og við.
Eigið yndislegt líf og BETRA LÍF ..
p.s. Mig langar að frábiðja mér leiðindi og í þetta sinn ætla ég að gerast svo frökk að nota rétt minn og eyða út ef athugasemdirnar eru dónalegar.
Athugasemdir
Þú færð aldrei nein leiðindi frá mér mín kæraEinu leiðindin eru ef þú hættir að bloggaÞetta er frábær texti hjá Páli og hann er líka alveg yndislegur sjálfur
Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 10:52
Ég skil þessa neðanmálsathugasemd, það er hægt að stilla þannig að bara sé hægt að birta aths sem maður hefur smþykkt. Neyddist sjálf til að grípa til þess ráðs;) en ég er sammála þér að þetta lag er trúarjátning. Ólíkt sumum, er ég að sjá það að það er pláss fyrir samkynhneygða innan kristinna trúarbragða, og ekki á "aumingja þú" forsendunni. Við eigum, samkvæmt mínum skilningi á biblíunni, ekki að skilja okkur frá eða útiloka neinn mann frá Guði.
En hafðu gott bloggfrí og gangi þér alveg rosalega vel með vinnuna.
Birna M, 7.8.2008 kl. 10:59
Heldur engin hætta á að það komi leiðindi frá mér En það er auðvitað það sem getur gerst hér og í lífinu sjálfu. Ef þú ert með sterkar skoðanir á einhverju, þá færðu dónana líka. Það er bara svoleiðis,því miður.
Auðvitað finnst mér leiðinlegt að þú skulir vera hætt að blogga, þó það sé í bili. En þetta er svo mikil vinna fyrir þig þegar þú færð svona mikil og sterk viðbrögð.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 11:15
Páll Óskar er gleðigjafi og þetta er falleg lífsfílósófía.
Ekki láta svona þú hættir ekki að blogga.
Tekur hálftíma í það á dag, plís Jóga mín. Ég er háð þér.
Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 11:25
Elsku Jóhanna! - Ég tek undir allt sem hún Jenný skrifar! - Palli er yndislegur og textinn og lagið er, heillandi og gefandi eins og Palli er í list sinni, og þú ert í skrifum þínum. - Ekki hætta að blogg
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:38
Í mörgum af lögum Palla kemur hann með játningar - eða fer ég ekki með rétt mál?
Ef einhver er vondur við þig eða leiðinlegur hér, þá áttu alveg erindi til þess að eyða því
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:40
Við Róslín erum líka alveg til í að fara og taka í þá fyrir þig Viuð setjumst bara ofan á þá. Þeir gera ekki meira þann daginn.
Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 15:04
Takk esskurnar .. smáa letrið átti nú ekki að verða að aðalatriði þessa bloggs .. en gott að vita að þið eruð þarna úti .. "ber er hver að baki nema sér systur eigi, eða þannig"!
Ég setti það bara þarna því ég nennti ekki að fá einhvern ,,skammastín þarna þú vanþekkjandi kúgari" .. eða eitthvað álíka skemmtilegt frá mönnum sem líður illa á sálinni. Fannst alltof mikil hamingja í Palla og videóinu hans til að fara að þessi færsla færi að loga í einhverjum leiðindum sko..hmmm..
Takk rosalega fyrir hvatningarnar .. þið eruð yndi!
Róslín, ég þekki ekki nógu vel aðra texta Palla, en veit þó að í ,,Allt fyrir ástina" er hann með tilvísanir úr kærleiksóði Páls Postula ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 15:34
Já Jóga, við Anna Guðný tökum fólkið bara í bakaríið sem þora að ybba sig við þig!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:43
Algjörlega sammála með Pál. Yndislegur gleðigjafi. Söng í brúðkaupi okkar hjóna og gleymist það seint
Gangi þér vel utan blogglífsins
M, 7.8.2008 kl. 19:35
Mér finnst þetta lag akkúrat algjör snilld og finnst eiginlega að fólk ætti að hlusta á þetta í byrjun dags, svona til að koma deginum í réttan gír! Fóður fyrir sálina, hvern sem maður kýs að kalla guð sinn.
Þórdís Guðmundsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:32
Vona að þú sért ekki alveg hætt að blogga. Páll Óskar er yndislegur
Sigrún Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 01:03
Já, sannarlega er Palli alltaf jafn flottur á því og textarnir hans ætíð jafn ljúfir og gefandi. Endalaus gleðigjafi eins og einhver segir ... og myndbandið flott!
Ég vona að þú verðir nú áfram virk í blogginu - en skil þig vel með að minnka það eitthvað vegna vinnu. Þetta er sannarlega tímafrekur skolli og wóó tíminn sem fer bara í lestur og kvittun alls staðar er gífurlegur. En, þú vogar þér ekki að hætta - því þá kem ég og lími þig við tölvuna - ég vil minn daglega skammt frá þér og ekkert múður með það. Þú ert nauðsynleg í bloggrúntinum!
Knús og kram á þig ljúfasta og fallegasta fljóð ...
Tiger, 8.8.2008 kl. 03:10
Kem til með að sakna þín hér á blogginu en vonandi kemur þú inn af og til.
Kveðja inn í bjartan dag Jóhanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:45
Takk þið öll!!!!.. .. keep it coming honey Bunnies... ...ég ætla ekki einu sinni að þykjast ekki vera ánægð að fá svona yndisleg viðbrögð frá ykkur kæru bloggvinir. Öll höfum við gott af jákvæðum strokum.
Knús inn í daginn frábæra fólk! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2008 kl. 10:24
Sæl og blessuð.
Sammála þér að textinn er virkilega fallegur.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:56
Sæl aftur.
Gleymdi að þakka þér fyrir heimsóknina á síðuna mína.
KÆRAR ÞAKKIR FYRIR AÐ KÍKJA Í HEIMSÓKN.
Guðs blessun til þín/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:05
Elsku stelpan mín, þú hættir ekkert að blogga, kannski minna, við þolum það ef þú ert tímabundin, en þú verður nú að blogga af og til. Kærleikskveðja og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:30
Guðs blessun til þín einlæga og fallega hugsandi Rósa
Það er rétt hjá þér Ásdís, sprakk á limminu og bloggaði í morgun. Er eflaust orðin háð blogginu .. kannast fleiri við það? Kærleikskveðja til baka Ásdís mín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.