Hvað er yfirnáttúrulegt?

Sunnudagsmorgnar eru upplagðir bloggmorgnar, bloggfríið mitt ,,í bili" eins og ég orðaði það er liðið (3 dagar) - en ég stefni á að vera helgarbloggari (svipað og helgardrykkjumanneskja). Sjáum til með það.  LoL 

Ekki vil ég gleyma að þakka ykkur yndislega krúsílega fólk sem hefur verið að lesa bloggið mitt og sérstaklega ykkur sem hafið gefið ykkur tíma til að setja inn uppbyggilegar athugasemdir. Þið eruð náttúrulega bara ekkert nema frábær og ég er þakklát að eiga svona góða bloggvini.. Heart .. en út úr væmninni ..

Ég hugsa og vinn alltaf best og mest á morgnana, ég er ekki í vinnunni minni núna svo ég tek engan tíma frá henni, allir sofandi hér nema ,,moi".. svo það er yndislegur friður.

Það sem ég var að hugsa um í morgun þegar ég vaknaði var 1) trúmál  2) fjölskyldumynstur 3) Gay Pride  4) ,,yfirnáttúrulegir" hlutir..  

Ég er með svo byltingarkenndar hugmyndir í trúmálum að ég ætla ekki að velta neinum steinum í dag og stuða fólk með því. Þær tengjast að vísu svolítið þessum umræddu yfirnáttúrulegu hlutum. 

Sumir fussa og sveia þegar talað er um slíka hluti, þ.e.a.s. það að vita lengra en nef sitt nær, og þá er ég að tala um t.d. að vita eitthvað eða sjá eitthvað sem við svona ,,skynsamlega" ættum ekkert að geta vitað eða séð.

Það kannast eflaust flestir við það að hafa ætlað að fara að hringja í einhvern og þegar á að fara að pikka inn númerið þá hringir viðkomandi!

Það kannast kannski líka einhverjir við það að vera að hugsa eitthvað og viðmælandi orðar það upphátt.

Þetta minnir helst á þráðlaust netsamband og ég held að í raun sé það ágæt líking. Hver sér þær bylgjur sem ganga á milli manna? 

Sjálf hef ég upplifað allt of marga hluti og séð til að trúa ekki að eitthvað sé til sem við köllum í daglegu tali ,,yfirnáttúrulegt" en kannski er það ekkert yfirnáttúrulegt. Kannski er það okkur eðlislægt að finna fyrir fólki þó það segi ekkert og sé jafnvel langt í burtu,  finna það sem er að koma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Oft er það fólkið sem fussar og sveiar sem hefur upplifað yfirnáttúrulega hluti en hræðist það og bregst þá þannig við.  Ég trúi, hef séð og finn en held því yfirleitt fyrir mig sjálfa, tala lítið um það við ókunnuga, það er affarasælast held ég.

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að fara en ég hef ekki hátt um það.

Hef upplifað margt bæði skrýtið og skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Birna M

Þetta er akkurat málið, veit alveg hvað þú ert að fara, happens to me all the time. En maður fer vel með það.

Birna M, 10.8.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innlitið mínar kæru, ætli við séum ekki flest á sömu bylgjulengd hvað þetta varðar! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jú, jú, ég þekki svona þráðlaus sambönd, hef þannig samband við börnin okkar og það er gott. Finn stundum full mikið fyrir hlutum en það venst og maður bara tekur því eins og það er. Gott að vera vel tengdur.  Hafðu það gott elskan  

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín takk fyrir hlýjar kveðjur til mín á lassar russa-dögunum mínum,
fyrsti dagurinn í dag sem ég get varið vel uppi við.
Já það þarf eigi að fara mörgum orðum um yfirnáttúrlega hluti við mig,
á þá trúi ég algjörlega er alin upp með þessu, mér finnst þetta bara eðlilegasti hlutur lífsins.
Knús kveðjur og takk.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:37

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman, þegar maður rekst á svona pælingar á blogginu. Flestir eru að blogga um einhverjar gersamlega óinteressant fréttir. Þetta er sko interessant! Ég er gersamlega sannfærð um að ekkert "yfirnáttúrulegt" er til, - allt sem við upplifum er partur af flóknari eðlisfræðilegri heimsmynd sem við höfum ekki möguleika á að skilja enn sem komið er. Sá sem ekki viðurkennir að meira sé til milli himins og jarðar (eða þannig) er þar með líka að afneita útvarpi, síma, interneti o.s.frv., n´est ce pas? Við manneskjurnar tengjumst fleiri og flóknari böndum en handaböndum ... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er allt til og miklu meira en flestir hafa séð og eða upplifað

Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: M

Góð pæling í morgunsárið   Hugsa oft út í þessa hluti, en með mínar efasemdir þó.

Gaman að lesa bloggin þín og þó þau komi aðeins um helgar eins og DV, þá les ég nú frekar þig en það

Biðla um bloggvináttu svo ég missi ekki af þér. 

M, 10.8.2008 kl. 23:25

10 Smámynd: Anna Guðný

Fyrir mér er þetta eins sjálfsagt og að vakna á morgnana. Er að vinna með fullt af fólki sem heyrir , sér , skynjar. Ég hef meira að segja farið í sjónvarpsviðtal, hérna á lokal sjónvarpsstöðinni okkar í sambandi við svona mál. Móðir mín dó fyrir 25 árum og mér finnst alltaf jafn gaman og gott að fá kveðju frá henni og heyra að hún er með mér alla daga.

Ég er með svo byltingarkenndar hugmyndir í trúmálum að ég ætla ekki að velta neinum steinum í dag og stuða fólk með því. Þær tengjast að vísu svolítið þessum umræddu yfirnáttúrulegu hlutum. 

Mikið væri nú gaman ef þú gætir deilt þeim með okkur sem höfum áhuga á svona málum. Ég skil samt vel að þú gerir það ekki hér.

Hafðu það gott í vikunni.

Anna Guðný , 10.8.2008 kl. 23:40

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú kannt sko að gera mann bæði forvitinn og spennta. - Ég bíð spennt eftir að heyra meira um það málefni sem þú vildir ekki velta upp í dag. - Vonandi þurfum við samt ekki að bíða til næsta sunnudags til að fá forvitninni svalað. Hafðu það gott mín kæra.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 01:49

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er margt sem augað ekki sér, en andinn skynjar.  Og það er okkar að þroska þá næmni, því það gerir okkur að betri manneskjum.  Takk fyrir þessa færslu Jóhanna mín.   Ég kannast við þetta allt og meira til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 10:58

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það vill nú svo til, að maður/kona finnur nú alveg straumana frá ykkur gæskurnar meira að segja í gegnum skjáinn! .. Eintómar konur með sterkar bylgjur sem rita hér inn  .. Vissi nú að þú ert hálfgerð Álfadrottning Ásthildur mín.

Það er rétt Sigga, bylgjurnar frá örbylgunni og símunum eru örugglega oft hættulegri en hugarbylgjur, en svo senda sumir frá sér hrikalega ljóta strauma  og þá er eins gott að við séum vel varin.

Lilja - ég ætla að reyna að hemja mig til næstu helgar, veit ekki hversu mikið borgar sig að skrifa svona opinberlega svo ég verði ekki hengd og hýdd og kastað í eldsofninn!

Anna Guðný, það er notó að mamma þín fylgist með þér ... ég á sterkar sögur af slíku sem er lika eitthvað sem má ekki segja svona ,,publicly" ..

Takk fyrir nýskapaða bloggvináttu M - ég efast og efast eins og þú, en stundum get ég ekki efast.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2008 kl. 15:55

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Milla - góðan bata  um leið og ég skora á alla að senda þér hlýjar batabænir.

Guðný Anna - góð þarna með handaböndin

Ásdís, já svona samband við börnin er spes. Ein fyndin sönn saga:

Einu sinni sátum við yngri dóttir mín við stofuborðið og vorum að lesa hvor í sinni bók. Allt í einu leit ég upp og sagði við hana upp úr þurru; ,,Viltu ekki fara út í búð og kaupa tyggjó." .. Hún leit forviða á mig og sagði; ,,mamma, er ekki allt í lagi, ég ætlaði að fara að spyrja þig hvort ég mætti fara út í búð og kaupa tyggjó." ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband