Föstudagur, 22. ágúst 2008
,,Ekki þessa heims" ?
Jú, sköpunarkrafturinn er ,,þessa heims" .. en það er okkar að nýta hann. Ólafur hefur heldur betur lagt höfuðið í bleyti, eins og það er orðað, eða til að vera nákvæmari lesið sér til og hugleitt sköpunarkraft þessa heims. Sköpunarkraftur þessa heims er nefnilega í höfðinu á okkur en virðist mjög vannýttur.
Þessa ORKU sem er í heilabúunum okkar má nýta til að vinna stærstu og sætustu sigrana. Ég held við ættum að taka þetta til fyrirmyndar og vinna að uppbyggingu lands og þjóðar með heilabúinu frekar en með eyðileggingarafli. Tileinkum okkur jákvæðni og ekkert meira "blíp" ..
Málið er að það er til jákvæð orka og neikvæð orka, þessi neikvæða orka virðist t.d. hafa verið að verki í borgarstjórn okkar undanfarið þar sem hver sálin grefur undan hinni .. allir tapa á neikvæðri orku.
Notum jákvæða sköpunarkraftinn til að skapa betra Ísland, heilbrigt Ísland, heilbrigða náttúru og heilbrigt fólk ...
Lifum heil og hættum að kvarta, látum þessa heims orku starta, landið mun sínu fegursta skarta, lítum þá framtíð ljósa og bjarta! ...
Sköpunarkraftur af öðrum heimi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, inn með hina mögnuðu jákvæðu orku.
En ekki láta þér detta í hug að ég ætli ekki að halda áfram að pota í hin ýmsu mál.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 16:09
Amen
Rannveig H, 22.8.2008 kl. 16:11
Jú, jú .. pota, pota .. Jenný, en þá pota áfram sko, ekki afturábak
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 16:31
Rannveig
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 16:31
Nákvæmlega pota fram á við, ef allir gætu nú hugsað svona þá væri auðveldara að lifa ´hér í þessum heimi J'ohanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:43
Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig
M, 22.8.2008 kl. 16:53
Rétt hjá þér Ía mín, ég held að því fleiri sem reyna að tileinka sér þennan hugsunarhátt því betra.
Fyrsta bókin sem ég las í þessum dúr var ,,Skyndibitar fyrir sálina" eftir Barböru Berger og þær hafa verið margar síðan. Power of Now, Ultimate Power, New World ... o.s.frv.. Allt eru þetta bækur um mátt hugans og i raun um þann fjársjóð eða þann mátt sem við berum innra með okkur.
Í þessari skyndibitabók Barböru er t.d uppskrift að sjö daga jákvæðnikúr. Ég prófaði hann og hann virkaði bara býsna vel. En við þetta er alveg eins og með mataræðið. Við eigum ekkert að vera á ,,kúr" .. heldur gera jákvæðnina að lífsstíl. Þetta krefst ákveðins aga og úthalds...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 16:56
M ... (til að sanna mál þitt)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 16:58
Flott
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 20:08
Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:40
Kúmen
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 01:33
Ásdís
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.8.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.