Á að safna niðrá rass eða lengra? ..

 

 

 

Hvort er fallegra að vera með sítt hár eða stutt hár? ... Af hverju er siður hjá stelpum að safna fyrir fermingu? ... Klippa það svo af, það gerði ég - og fékk spurninguna frá bekkjarsystur: ,,lentir þú í sláttuvél".. (lifði að vísu undir ýmsum annarskonar óskemmtilegum árásum frá viðkomandi bekkjarsystur)...   Átt þú góða hársögu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bar einu sinni lúsameðal í hárið á mér til þess að það yxi fljótar.  Einhver laug því að mér.

Annars er ég ekki með skoðun á hári.  Vill bara að fólk hafi það eins og því sýnist best, nema þeir sköllóttu, þeim banna ég að safna.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Ja..ég er með hár niður á herðar..en en það bara vex og ég skipti mér takmarkað af því bara.

Mamma þvoði sitt einu sinni upp úr beljupissi, það átti að vera voða gott

Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var einu sinni fyrir stutt og núna fyrir millisítt, þetta sveiflast eins og annað.  Ljótasta sem ég sé er klipping þegar er stutt öðru megin og sítt hinummegin, skil ekki hversvegna hárgreiðslufólk gerir slíkar klilppingar, en reyndar er til fólk sem klæðir þannig.  Hearts  Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gaman að ykkur  .. takk, takk..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.8.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan og blessaðan daginn Ég er að hugsa um að fara að greiða mér bara

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 07:48

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Minnir mig á að ég á tíma í klippingu í vikunni, Góðan dag!

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:02

7 identicon

Sæl Jóhanna.

Þetta er svolítið gaman af,en ég sem karlkyns vera,finnst konu prýða betur sítt en stutt hár..............fer þó eftir andlitsfalli.

Eigðu góðan dag.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag Jónína, góð hugmynd!!...

Ókey Ía, það fer það ekki niðrá rass á þér.

Þórarinn, - hef heyrt þetta oft hjá karlmönnum, þetta með síða hárið. Veit þó um menn sem finnst klæða konurnar sínar betur að vera með stutt hár og það er svona meira töff og sportý auðvitað en lubbinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 08:59

9 Smámynd: M

Margir með þá skoðun þegar konur komast á "vissan" aldur þá eigi þær ekki að vera með sítt. Hlusta ekki á það rugl. Hver geri það sem þeim hentar og klæðir best

Voru gömlu konurnar ekki alltaf með fléttur niður á rass í torfkofunum   Kannski ekki hárskeri á hverju horni þá en....

M, 25.8.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jæja, við förum alla veganna ekki í hár saman!

Sammála M, ég hef valið að skerða ekki hár mitt, þrátt fyrir að vera komin vel á fimmtugsaldurinn,  því mér líður best með lubbann..

Sigga - Þú hefur verið frekar óhefðbundin og með sjálfstæðar skoðanir, flott hjá þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband