Ólympíufarar koma með Guðríði Þorbjarnardóttur ..

Sótti Mána í leikskólann og bauð honum í bæinn að horfa á handboltamennina, en hann sagði - ,,amma, nei ég vil fara heim til þín." .. Sáum flugvélar og þyrlur á heimleiðinni - og erum núna að horfa á allt heila gillið í sjónvarpinu. Flugfreyjur og flugmenn og/eða þjónar standa heiðursvörð og rauður dregill.

Guðmundur kemur fystur, svo kemur Óli og allt gengið á efti. Allir í ljósbláum bolum með medalíur um hálsinn. Var annars að hugsa þegar vélin fór í ,,low-passið" og ,,púllaði" upp aftur hvað eitt svona ,,low pass" kostar aukalega í eldsneyti (það er bara smáborgara-og smásálarhátturinn í mér). Eða kannski hin hagsýna húsmóðir!

... held áfram að lýsa í athugasemdum, komið endilega með! .. LoL


mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú er verið að tala við Óla, Kristín sæta konan hans er spurð um líðan og hún er með krúsílegu Stefaníu Þóru í fanginu.  Óli virðist nú svolítið ringlaður  enda svakalegt ferðalag að baki ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:14

2 identicon

Mér finnst þetta eiginlega gengið útí öfgar.  Þeir stóðu sig frábærlega en þeir unnu samt sem áður ekki gullið.  Nú fer þjóðin gjörsamlega á annan endann í "extasíu".

jóhann (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er svolítið sammála þér Jóhann, þó ég þori ekki að hafa mjög hátt um það..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að handboltamennirnir nenni varla að standa í þessari athöfn. Þeim þætti örugglega gott að komast heim að kósa með familíunni eftir langflug ..  

Fólk er að tínast niður á Arnarhól segir Helgi Seljan sem skiptir á Lovísu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst þetta flott og er búin að hlaupa báðum megin út úr húsinu til að sjá flugvélarnar

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Ragnheiður

Strákarnir eru dauðþreyttir en ég held að þessu nenni þeir alveg við sína ¨biluðu¨þjóð

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Ragnheiður

Djö er þessi Gísli skemmtilegur fréttamaður...eitt prik fyrir Borgarnes !

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

...GÓÐ RAGNHEIÐUR .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:41

9 Smámynd: Ragnheiður

Smá mistök...fréttamenn tóku feil á lúðrasveit og handboltalandsliði...sanngjörn mistök

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:41

10 identicon

"Low pass"!  Öllu má nú nafn gefa.  Það vita þó allir að það einfaldlega gleymdist að setja niður hjólin.

Ég er stuðningsmaður landsliðsins fram í fingurgóma og finnst sárt að eiga ekki heimangent að taka á móti þeim.   Ég verð samt að segja að tilstandið er svo fram úr hófi keyrt að mig var hætt að langa á tímabili.  En þeir eiga auðvitað ekki sök í þeim efnum og því jafn mikil ástæða til að mæta á Arnarhól eins og áður.

Ég held það hefði samt aðeins átt að slaka á og vera ekki að stofna fólkinu sem við erum svo stolt af hreinlega í hættu.  Opinn vagn hefði dugað mér.  Það er ekkert að því að lenda í Keflavík og byrja sjónvarpsútsendingu á Skólavörðuholti.

Pass (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:42

11 Smámynd: Ragnheiður

Jóhanna....hvar ertu ?

Á ég að þvaðra hérna við sjálfa mig ?

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:42

12 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe á skíðum skemmti ég mér tralalalala...ætti ég að laga mér kaffi ?

Júbb dríf mig....nú er gaman

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:43

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gísli er fyndinn, mamma (á níræðisaldri) segist að vísu slökkva á sjónvarpinu þegar hann kemur á skjáinn, en hún er að vísu beitt hún móðir mín!

Eitthvað virðist vera að fjölga fólkinu. Gott að þú komst með jákvæða pólinn - annars á þetta Ragnheiður ... ég var að detta í eitthvað ,,fúl á móti" úff...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:43

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Höldum áfram, öfunda þig af kaffinu .. ég þarf að uppfarta dóttursoninn með ristað brauð með ,,leverpostej" .. hann talar dansk-íslensku..

Silver-Pride bíllinn er nú sýndur í allri sinni dýrð ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:46

15 Smámynd: Ragnheiður

Já og stífir íslendingar brosa í rigningunni...ég sá að neikvæðnin læddist hér inn...önsumussum ekki...

Hallgrímskirkja hringir...

Ha..bíddu..skrópaði viðgerðateymið ?

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:47

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Pass .. þeir gleyma nú ekki svo glatt að setja niður hjólin, með alla sína tékklista og Roger og Over and Out ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:47

17 Smámynd: Ragnheiður

Ég sé alltaf pabbahús..ætli hann þori nokkuð út núna ?

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:48

18 Smámynd: Ragnheiður

Njah ætli það...hjólin fór viljandi ekki niður..þeir komu aftur yfir Álftanesið í fótóstopp hjá mér fyrst að hinar myndirnar klúðruðust

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:49

19 Smámynd: Ragnheiður

Við erum GULIR...við erum GLAÐIR...við erum LÖGGAN....

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:49

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég sagði við Mána dótturson að þarna væri hljómsveit, var með fullann munninn af brauði sjálf og hann spurði ,,Ha, hvar er jólasveinn." ??

Það er nú eitthvað litið að gerast, bæði hjá hljómsveit og jólasveinum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:50

21 Smámynd: Ragnheiður

LOL! svo lendir þetta bull í heitum umræðum thíhíhíhí...og þetta er bara MOI!

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:50

22 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Máni passar vel í þetta kompaní....allt í rugling hérna..ekki hægt að þekkja í sundur hljómsveit og handboltalið...löggur og jólasveina....

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:51

23 Smámynd: Ragnheiður

Hey ! hugmynd....brúðkaupsferð ! Hvar er kallinn minn núna þegar mig vantar hann....Það er sko eftir

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:52

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hmm.. sjóðandi heitar umræður, - held það lendi annað eins bull þar sko,  já, já. Mættu koma fleiri inní - en kannski eru allir á Arnarhóli.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 17:53

25 Smámynd: Ragnheiður

Ekki er kálið sopið....næsti hlaupatúr...sækja kaffið...þarf að kenna hvutta að sækja kaffi þegar landslið er á ferð !

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:54

26 Smámynd: Ragnheiður

Það eru allir á Arnarhóli nema við, einu sinni þótti nú ekki par fínt að vera það sbr. Boga og Örvar...

Nú er verið að tala við íslendinga, af nýrri gerðinni, og ég er mest hissa á þeim að þora svona nálægt dómsmálaráðuneyti.....

Ekki búin að fyrirgefa Ramsesarmálið alveg sko

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:58

27 Smámynd: Ragnheiður

Gísli segir að það verði að stækka Skólavörðustíg ef við förum einhverntímann alla leið.

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:59

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eruð á einhverju kjérlingar?

Ég er fúll á móti, mér finnst þetta hallærislegt og ætla að leyfa mér að finnast það.  En það þýðir ekki að ég dáist ekki að strákunum ónei, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Sorrí einhver þarf að vera rödd skynseminnar hérna þegar þið eruð báðar búnar að missa það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 18:00

29 Smámynd: Ragnheiður

Ohhh gastu ekki verið frammi rétt á meðan ? Við erum að skemmta okkur hérna.....

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:02

30 Smámynd: Ragnheiður

Nú ert allt að gerast -rútan er lögð af stað !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Spennan er ærandi !

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:04

31 Smámynd: Ragnheiður

Ástand húsþaka í norðurmýri er greinilega ágætt en það sést glitta í rútu milli þakanna

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:05

32 Smámynd: Ragnheiður

Nú ærist lýðurinn- þarna kemur sko ekki lúðrasveit !!

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:06

33 Smámynd: Ragnheiður

Geir Jón yfirlöggi er sko dyravörður hjá landsliðinu

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:07

34 Smámynd: Ragnheiður

Og Guðmundur þjálfari brosir að sinni tjúlluðu þjóð en ekki hvað....við erum flottust....

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:09

35 Smámynd: Ragnheiður

   

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:10

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tölvan mín FRAUS .. held það hafi verið akkúrat þegar Jenný kom inn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:10

37 Smámynd: Ragnheiður

Myndin að ofan er skyndimynd af mér t.v. og Jóhönnu síðueiganda

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:11

38 Smámynd: Ragnheiður

ó Ég hélt að brauðið hefði staðið í þér, ætlaði að senda þér Heimlich manuver í emaili

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:12

39 Smámynd: Ragnheiður

Jenný er göldrótt

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:12

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tvær klikk, en algjörlega vímuefnalausar, ég er þekkt fyrir að geta gert mig að fífli án vímuefna.  

Silver Pride ekur niður Skólavörðuholtið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:13

41 Smámynd: Ragnheiður

hehe já ég er þekkt fyrir svoleiðis líka

En rosa eru margir þarna ? og við hér ? sauðir.is

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:15

42 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir útskýringuna á myndunum, grunaði að það væri eitthvað í þessa átt. Jenný - rödd skynseminnar - vertu ævinlega velkomin, mér sýnist einhver þurfa að vera hér til að taka af okkur helíum blöðrurnar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:16

43 Smámynd: Ragnheiður

Nú er vantrúarsvipurinn farinn af þessu íslenska landsliði sem var gjörsamlega hissa á þessu fyrst....

S.P. ekur örugglega áfram

og ég held bara að Bogi á RÚV sé klökkur

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:16

44 Smámynd: Ragnheiður

Þarna kom gamli Páll og stal smá sviðsljósi enda flottur

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:16

45 Smámynd: Ragnheiður

Var helíum í blöðrunni ? ó, ég hélt að það væri bara þingeyskt loft....nú skil ég

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:17

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er nú komin með smá ,,regret" að hafa ekki ekið niðrí bæ í stemmninguna, en fæ að vísu innilokunarkennd í svona kös. Að vísu líka í gufuböðum, en þetta er ekki staður né stund til að ræða mínar fóbíur.

Fann mynd   = Jenný (vantaði mynd af þér esskan, þar sem Ragga var búin að setja mynd af okkur tveimur) ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:19

47 Smámynd: Ragnheiður

já en bílstjórinn er með stáltaugar að aka þarna innan um skrilljón íslenskar gleðitær. Vá hvað það er margt þarna .....ji minn eini

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:21

48 Smámynd: Ragnheiður

ó mæ hvað þetta er ógó skemmtilegt !

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:22

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ragnheiður, þú ert hér með útnefnd skemmtimálaráðherra í ríkisstjórn Mammamíaflokksins sem er nýtt stjórnmála-afl sem ég hef persónulega ýtt úr vör og margir - eða aðallega margar eru búnar að melda sig til samvinnu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:25

50 Smámynd: Ragnheiður

jæja ég verð víst að yfirgefa þetta gríðarskemmtilega samkvæmi og fara að gera það sem stoppaði mig í að fara í miðbæinn...

takk fyrir skemmtunina hehe

Stöndum klárar á næsta landsleik hehe

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:27

51 Smámynd: Ragnheiður

Hey já takk...frábært ...skemmtimálaráðherra...hehe það er flott

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 18:27

52 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Palli mættur úúúúúúúú..... .. mamma mín (sem þolir ekki Gísla þul) elskar Palla og mætti gallhörð í Gay-Pride göngu (hans vegna sagði hún).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:29

53 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gerum það!  You never walk alone.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:30

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jæja, held áfram ..

Elítan komin á svið, Valgeir Guðjónsson stjórnar. Of margir til að ég telji þau öll upp. En einhver.. Bjarni Friðriksson er mættur, en hann hefur þjálfað hann Tobba minn í Júdó. Vilhjálmur Einarsson líka.

... Nú eiga allir að syngja - úps -  Máni líka. Öxar við ána....lalalalalala..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:46

55 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú er allt liðið komið á svið, menntamálaráðherra ætlar að afhenda gjöf: ... styttu, nei ... örugglega fullt af $$$$$$ ...   .. sá ekki hvað þetta er, nú er Mánamamma og Mánapabbi mætt heim.

Óli er að halda ræðu, "magnað að keyra Skólavörðustíginn."

Hann er alveg orðinn orðlaus blessaður. Óli er betri í handbolta en ræðumaður ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 19:04

56 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur er í kasti, þið eruð örugglega á bleikum, en ég naut þess í botn að sjá strákana okkar en þetta er eiginlega of mikið af því góða,Jenný segir að þið séuð að missa það, tel það líka, en ef þið hlægið nógu mikið þá er það góð losun.

Nú svo hlakkar mig til að heyra ykkur lýsa orðuveitingunni
En ég elska samt þessa stráka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 19:36

57 Smámynd: M

Ég er svo glöð fyrir þeirra hönd og okkar allra að mér finnst þetta allt í lagi.

Annað finnst mér um Kínaferðir ÞKG og hennar fylgdarliðs

M, 27.8.2008 kl. 19:42

58 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þjóðarsál - ég skipti yfir á fjarstýringunni á ,,The Making of Mamma Mia" eða eitthvað álíka  á stöð 2 og því var engin lýsing á Orðu-afhendingunni. Það er nú varla hægt að kalla þetta heita umræðu .. kaffið hennar Ragnheiðar hefur verið heitara, en umræðurnar teljast víst heitastar þar sem flestar athugasemdirnar koma.

Þetta er svona eins og msn- tjatt í beinni. Við Ragnheiður skemmtum okkur alla veganna stórkostlega, algjör tilviljun að hún kom inn, þekkjumst ekki utan ,,bloggheima".. en það er svolítið sniðugt (en klikk finnst sumum) að blogga svona um beinar útsendingar ... 

Milla - við vorum eflaust að missa það  .. en það er þess virði.

Knús   ÁFRAM ÍSLAND

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 21:17

59 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú bara gaman að missa sig, hef gert það nokkrum sinnum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 21:30

60 Smámynd: Huld S. Ringsted

Aldeilis gaman að lesa þessa "beinu" lýsingu hjá ykkur Ragga og Jóhanna, sérstaklega þar sem ég missti af öllu heila klabbinu

Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:45

61 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús á Gosa  .. elska hvolpa

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 22:04

62 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hélt þú værir orðin hrikalega vinsæl.... þá var þetta hún Ragnheiður!

Heyriði, þið skulið fara vel að orðum um hann Gísla! Hann er sko frændi minn! Eða örugglega fjarskyldur samt, en samt frændi minn........ ææ.... ég læt ekki svona!
Amma og afi létu mig vita af því núna um helgina, að sá maður væri frændi minn, þegar ég var næstum búin að missa það út úr mér þegar amma var nýbúin að segjast þykja hann skemmtilegur, að segja hann leiðinlegan.....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:06

63 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ragnheiður er hrikalega fyndin Róslín - var að lesa kommentin hennar aftur.

Mér finnst Gísli alveg ágætur, en það er hún mamma mín sem talar alltaf hreint út og sér bara heiminn í svart/hvítu. Annað hvort er fólk inni hjá henni eða úti, og Gísli er úti af einhverjum ókunnum ástæðum. Einu sinni kom Ingibjörg Sólrún óvænt með rós til hennar og sjónvarpsvélar með. Mamma skellti hurðinni á hana, held að vísu að hún hefði kosið að fá viðvörun og laga hárið o.s.frv.

Knús á þig Róslín, komdu við hjá mér næst þegar þú ert í bænum - ekki treysta á gsm símann minn!

Well - góða nótt, biðst afsökunar á að þessi þráður er orðinn heitur, og ekkert sérlega vitrænt í honum - en þó nokkur gleði samt - til að bæta fyrir.

En elskum friðinn og strjúkum kviðinn... og biðjum fyrir forseta vorum og ríkisstjórn, oft hefur verið þörf - en nú er NAUÐSYN!!!!....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 22:15

64 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já ég dró það aldrei í efa!
En mikið væri ég nú til í að hitta hana mömmu þína, þá fengi ég örugglega staðfestingu á því hvoru megin við strikið ég er! En vitanlega vildi hún líklegast laga hárið og gera sig fína!

Ég treysti þínum síma ekki lengur, þetta gengur ekki! Ég var ekki alveg viss hvar ég væri, bygging með gluggum sem stóðu í Menntaskólinn Hraðbraut, límdur miði neðst í gluggana, á móti 66° norður og fyrir ofan einhverja skrifstofu. Er það rétt kannski? En þá kíki ég næst við ef svo er, ég hika ekki, og tek mömmu með!

Knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:37

65 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var frábært aflestrar, ég skemmti mér konunglega

Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:05

66 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Jóhanna mín, þetta var skemmtilegt með morgunsopanum! 

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:34

67 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....fékk dejavu núna að lesa þessa lýsingu aftur eftir að hafa setið klökk yfir þessu í gær með smá dassi af bjánahroll öðru hvoru (á ekkert skylt við árangur strákanna, bara yfir þessari stórundarlegu þjóð).......mér datt í hug viðtalið við Snorra Stein sem gaf í skyn að hann hefði verið dauðfegin að losna úr þessu lágflugi yfir borgina þar sem hann væri pínu flughræddur , mikið skil ég hann...ég hefði verið að pissa í mig af hræðslu ef ég hefði þurft að taka þátt í svona viðhafnarathöfn í flugvél.....öllu má nú sannast sagnast ofgera......!

Annars góð eftir langt sumar....horfi fram á haustið....pínu fegin !

Sunna Dóra Möller, 28.8.2008 kl. 09:23

68 Smámynd: Ragnheiður

HAH !

Tókst okkur að komast í heitar umræður !

Við erum flottastar

Tek undir að nú þarf að biðja fyrir forseta vorum og ríkisstjórn en það má sleppa fósturjörðinni í dag hehe

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 09:59

69 identicon

GO MOM.. hih.. Þú átt greinilega prúðan dótturson, miðað við það sem þú náðir að blogga á meðan hann var hjá þér   Takk fyrir hjálpina, Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:07

70 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eva mín, Máni er nú alltaf eins og ljós - hefur ekki langt að sækja það!  ... Meðan hann fékk ristað brauð með leverpostej og ávaxtadrykk var hann sáttur.

Gaman að sjá að þú kemur vel undan sumri Sunna mín.

Góðan dag Sigrún og Ía!

Þjóðarsál: Það er nú slæmt að vita að ,,Þjóðarsálin" sjálf sé hundleiðinleg.. - hundar eru skemmtilegir!

Róslín, þið mamma þín kíkið að sjálfsögðu við hér þegar þið eruð á ferðinni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband