Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
"Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki" ...
Ég var svo lánsöm að fá að hlýða á Herra Sigurbjörn Einarsson flytja fyrirlestur fyrir okkur í V. stofu guðfræðileidlar H.Í. fyrir u.þ.b. sex árum síðan. Hann sat við borðsendann, ljómandi í allri sinni auðmýkt, en hann hafði mjög sérstaka og hlýja nærveru. Sigurbjörn miðlaði okkur m.a. af reynslu sinni í að koma fram og flytja hugvekjur og prédikanir.
Það eru nokkur atriði sem sitja fastast í mér og ég hef oft vitnað í:
Eitt atriðið sem hann talaði um að ekkert væri nýtt undir sólinni, og átti þá við að við ættum að vera dugleg við að nýta okkur það sem áður hefði verið skrifað. Við þyrftum ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.
Mér datt þessi setning líka í hug ,,ekkert er nýtt undir sólinni" þegar ég var í kennsluréttindanámi fyrir tveimur árum síðan og við fórum að læra um fjölgreindarkenningu Howards Gardner. Fjölgreindarkenningin snýst um það að við erum missterk á svellinu, einn er með mikla umhverfisgreind og annar er með mikla samskiptagreind o.s.frv.
Þessar greindir skiptast í:
Rök- og stærðfræðigreind
Rýmisgreind
Líkams- og hreyfigreind
Tónlistargreind
Samskiptagreind
Sjálfsþekkingargreind
Umhverfisgreind
Í Biblíunni (Fyrra Korintubréfi) talar Páll postuli um gáfur andans. Þar má alveg eins tala um greindir andans. Þeim er ekki skipt upp á sama hátt og hjá Gardner, en vissulega er þeim skipt upp og þarna er verið að ræða sama hlutinn. Þ.e.a.s. að við erum misjöfn og með misjafnlega sterk greindarsvið.
Þar stendur m.a. (slitið í sundur af mér)
"Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami, og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami, og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum. Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.
- Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki,
- öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.
- Hinn sami andi veitir einum trú,
- öðrum lækningagáfu
- og öðrum kraft til að framkvæma undur.
- Einn fær spádómsgáfu,
- annar hæfileika að greina anda,
- einn að tala tungum
- og annar að útleggja tungutal.
"En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni."
Fyrir mér þýðir það að þó mismunur sé á okkur, - þá er það ekki okkur sjálfum að þakka, heldur eru gáfur okkar gjöf sem við þiggjum og þurfum að fara vel með.
Enda er ernska orðið ,,gift" eða gáfur líka notað um gjöf.
Ég tel að Sigurbirni hafi m.a. verið gefið að mæla af speki, það fundum við sem hlýddum á.
Það er gott fyrir hverja og eina manneskju að hugleiða hvaða gjafir hún hefur hlotið í vöggugjöf og hvernig þær hafa verið nýttar til góðs, getum við kannski nýtt þær betur ?
Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.
Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sunna Dóra Möller, 28.8.2008 kl. 17:40
Hann var mikill kennimaður og stórbrotin persóna, hans verður saknað.
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 17:42
Blessuð sé minning hans.
Og gott er fyrir okkur að rifja það upp hvað við fengum í vöggugjöf,
er reyndar oft að því og er afar þakklát, fyrir mínar gjafir.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 17:44
Hr. Sigurbjörn biskup var merkismaður og blessaði okkur hjónin á brúðkaupsferð okkar 1974 þar sem hann var í sveitinni okkar við athöfn við kirkjugólfið að Klaustri. Hann vissi ekkert þá að við værum af sömu ætt en síðan átti ég eftir að kynnast bæði núverandi biskup og bróður hans Þorkeli. Hans verður lengi minnst.
Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:03
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 01:14
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 07:54
Sæl Jóhanna.
Já, satt segir þú, Herra Sigurbjörn Biskup var svo sannarlega ANDANS maður.
Góður Pistill hjá þér.
Algóður Guð veri mér og þínum í dag og alla daga.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.