Eva Cassidy með mér í umferðinni...

Þegar ég gekk út úr hjónabandi fyrir fimm árum síðan, gerðist ég einsetukona og bóhem í miðbænum, að vísu í stuttan tíma. Ég eignaðist disk með Evu Cassidy og hlustaði á hann tímunum saman. Sérstaklega fyrsta lagið, Fields of Gold.. 

Ég var með þennan disk í bílnum í morgun og spilaði lagið fimm sinnum á leiðinni í vinnuna, og söng hástöfum með, með miklum dramatilþrifum.

Þetta lag í flutningi Evu er eitthvað sem snertir mig að dýpstu hjartarótum! Kissing

 

Fields Of Gold.


You’ll remember me when the west wind moves
Among the fields of barley
You can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold

So she took her love for to gaze a while
Among the fields of barley
In his arms she fell as her hair came down
Among the fields of gold

Will you stay with me will you be my love
Among the fields of barley
And you can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold

I never made promises lightly
There have been some that I’ve broken
But I swear in the days still left
We’ll walk in fields of gold
We’ll walk in fields of gold

I never made promises lightly
There have been some that I’ve broken
But I swear in the days still left
We’ll walk in fields of gold
We’ll walk in fields of gold

Many years have passed since those summer days
Among the fields of barley
See the children run as the sun goes down
As you lie in fields of gold

You’ll remember me when the west wind moves
Among the fields of barley
You can tell the sun in his jealous sky
When we walked in fields of gold
When we walked in fields of gold
When we walked in fields of gold

 Knús og krams Heart


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef alltaf haldið upp á hana......fæ alltaf gæsahúð þegar hún syngur Somewhere over the rainbow !

Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Yndislegt lag, ég gæti líka spilað það oft ef ég hefði það við hendina í bílnum.

Eigðu góðan dag Jóga mín.

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.9.2008 kl. 09:50

4 identicon

Þetta lag er alveg yndislegt! Það er mjög fallegt í flutningi Sting, en Eva Cassidy ljær það einhverjum dásamlegum, sínum eigin, blæ. Það er svo sniðugt að önnur söngkona, sem ég held rosalega mikið upp á, Katie Melua, syngur dúett með henni, reyndar það sem kallað er "duet impossible" lagið Somewhere Over The Rainbow. Þar talar hún einmitt um þetta, að Eva hafi haft þennan fágæta eiginleika, að geta tekið lög annarra og sungið þau svo undurfallega. Það er nefnilega alls ekki öllu tónlistarfólki gefið að flytja lög annarra, sumir hafa gert það og farið mjög illa með lagið. En Eva Cassidy er lengi búin að vera í uppáhaldi hjá mér og er ég með töluvert af lögum með henni, hérna í tölvunni hjá mér og eitt lag í músíkspilaranum á bloggsíðunni minni (ætla nú að bæta við fleirum)

Vona að þú eigir yndislegan dag, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eva er ótrúlegur talent blessi hana.

Maðurinn minn spilaði með henni á tónleikum nokkrum sinnum og röddin, jésús minn. 

Takk fyrir lagið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ojá, ég elska þetta lag líka  ....segi það sama, það hellist yfir mann einhver undarleg tilfinning þegar maður hlustar á það....  Takk fyrir að minna mig á að þetta lag væri til  

Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eva Cassidy er algjört yndi og þetta lag er æðislegt..

Knús á þig elsku Jóga mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.9.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk mínar elskulegu, gaman að vita af  því að þið deilið þessari tilfinngu um söng Evu. Hún er alveg spes að mínu mati. Sigga broskallarnir þínir eru eflaust í samúðarverkfalli með ljósmæðrum.

Ætla ekki að nota mína í dag - svona þeim til samlætis!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband