Hversu oft hafa mæður sjúklinga eða feður ekki þurft að taka ráðin í sínar hendur?

Dóttir mín var einu sinni búin að vera með yfir 39 stiga hita í viku, og pabbi hennar fór með hana til heimilislæknis, því að okkur leist ekki á blikuna. Ég var í vinnunni og fyrrv. maðurinn minn hringdi eftir læknisheimsóknina og sagði, "hann hlustaði hana og fann ekkert, hann sagði þetta eflaust bara flensu." .. Ég veit ekkert af hverju ég vissi betur, en ég tók upp símann, hringdi í lækninn og bað um röntgenmyndatöku af lungum og sagði honum (lækninum) að það væri óeðlilegt að barn væri með yfir 39 stiga hita í rúma viku, og ég teldi hana með lungnabólgu.

Læknirinn pantaði lungnamyndatöku, "fyrir mig" sem hún fór síðan í og í ljós kom að barnið var með lungnabólgu og þurfti lyf. Hún var ekki mikill skrokkur fyrir, þessi elska, og lyfin fóru illa í hana og enduðum við báðar inni á spítala, þ.e.a.s. hún sjúklingur og ég aðstandandi í nokkra daga, þar sem hún þurfti að fá sýklalyf í æð.

Þetta er bara svona pínu brot af minni reynslu. Ég hef sent fleiri til lækna og hreinlega sagt þeim hvað er að þeim, ... hvernig skyldi standa á því að (þáverandi) skrifstofukona hafði meira "hyggjuvit" en læknirinn ? ..

Auðvitað er hægt að treysta læknum í flestum tilfellum og það er auðvitað fullt af sjúklingum sem eru rétt greindir og fá rétta meðhöndlun, en einn sem fær ranga er því miður einum of margir og getur kostað of mikið - þá er ég að tala um mannslíf en ekki peninga.

Mótrökin yrðu eflaust, "hvað ef ég hefði haft rangt fyrir mér." ....

Ragna Erlendsdóttir berst fyrir barninu sínu, - skil hana vel og dáist að henni.


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég ætlaði nú einu sinni að fá annað álit læknis en læknirinn sem ég var hjá bilaðist alveg.

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hugsa sér "sjálfsentrískuna" í þessum lækni sem þú talaði við, úff...  En skilaboðunu er komið á framfæri frá landlækni, sem er gott: við eigum að vera óhrædd við að fá "2nd opinion" eins og við heyrum nú svo oft í bíómyndunum!

Já Jónína, þarna er hissakall.

Ólafur, það hafa nefnilega allt of margir einhverjar hrakfallasögur að segja, því miður.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.9.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við foreldrarnir vitum oftast best, það er bara þetta innibyrgða innsæi sem við höfum og gott að við getum notað það þegar reynir á.  Því miður allt of mikið af læknamistökum. 

Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Í dag hefði ung hetja fagnað 11 ára afmælinu sínu.
Læknar voru of lengi að greina hetjuna snemma í fyrra, og hann kvaddi fjölskylduna sína svo fljótt í nóvember.
Tómas Ingi, litli bróðir vinar míns dó úr krabbameini, í svona litlum bæ. Allt of sorglegt...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún Ragna á heiður skilið fyrir sitt innsæi, ég tel að við mæður finnum oft meira en vitum og það á að fara eftir því.
Ég hafði einu sinni fyrir margt löngu heimilislæknir, við vorum bæði jafn mikið á móti sýklalyfjum, en ef ég hringdi og sagði nú er þörf þá trúði hann því hann treysti mínu innsæi enda hafði það aldrei brugðist.
maður á að fá svona móttökur.
hef fylgst með Ellu Dís í marga mánuði þessari litlu hetju.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég þurfti oft með mína krakka litla, sértstaklega elsta soninn að fá annað álit, hann var alltaf með lungngbólgur, á endanum hringdi ég alltaf beint niður á lsp án þess að fá millligöngu heimilislæknis eða læknavaktar......það er bara þannig að þú berst fyrir börnunum þínum og gerir allt til að vernda þau ...... Mamma hennar Ellu Dísar er sannarlega hetja !

Sunna Dóra Möller, 15.9.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband