Kem inn þegar staðan er 14:6 fyrir Ísland, nú þarf Ísland að vinna og ekkert minna!

Eins og sumir og sumar hafa orðið varir og varar við hef ég stundum sett hér inn beinar lýsingar á beinum lýsingum. Ykkur er velkomið að taka þátt og hjálpa við lýsinguna.

Sé að Íslendingar eru að keppa í rauðum búningum og Belgar í hvítum. Nú var Hreiðar, rétt í þessu að verja 10 skotið, flottur í gulri peysu.

Jæja, komaso:


mbl.is Öruggt gegn Belgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mamma vill ekki horfa á handboltann, allavega ekki á meðan hún er að reyna að plokka mig....... svo ég get lítið hjálpað til!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:54

2 identicon

BERJA BELGANA.  BERJA BERJA!  Lemja í klessu og taka gjaldeyrinn af belgunum.

Júlli Begga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jæja, .. ég hef nú einu sinni ef ekki tvisvar verið í Belgíu, gisti á sætu sveitahóteli við Rue Victor Hugo. Nú er alveg að koma hálfleikur. Æ, nú var einhver óréttlátur dómur að byrja. Hvar er Horsí á svona stundu?

Ragnar Óskarsson var að skora úr víti og staðan orðin 16:8

Ég sé að íslenska liðið er með hvítan fegurðardrottningarborða, er að vísu ekki með gleraugun!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott innlegg hjá Júlla Begga, nú er kominn hálfleikur.

Róslín vertu fegin að mamma þín er ekki að horfa á einhverja karlmenn meðan hún er að plokka þig, hún gæti plokkað nefhárin á þér í stað augabrúnirnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er ekki í lagi, ég fór til Liege fyrir nokkrum árum og smakkaði besta bjór sem ég hef fengið: Duvel  heitir hann, ekki fyrir unglinga að vísu né viðkvæmar sálir.

Talandi um beinar útsendingar; barnapían mín í gamla daga sem var dönsk, hreyfst mikið af manni sem söng og spilaði á gítar. Nafnið hans hafði birst á skjánum og hét hann, að hennar sögn: Bein Útsending; .. ég komst að því síðar að þetta var Bubbi Morthens

Af hverju er pósturinn að auglýsa?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Staðan er 21:11 er þetta alveg normal miðað við Ísland: Belgiu? Íslendingar trítla um með fegurðardrottningaborðana. Guli markmaðurinn er eins og sólin. Arnór var að skora, gott hjá honum! .. Guðjón Valur að skora sitt þúsundasta mark, sko ekki í þessum leik.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það eru nú ekki mikið um nefhár í mínu nefi skal ég þér segja!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æi, ég er nú farin að vorkenna Belgunum. Finnst svona 14 marka munur eiginlega bara sorglegur. Ég held við ættum ekki að taka af þeim gjaldeyrinn þú þarna Júlli Begga.

Hrífast hreifst hrifum .. ég gerði y-villu hér að ofan, en ég skrifaði hreyfst með y-i og biðst velvirðingar, þ.e.a.s. ef einhver er að fylgjast með!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:15

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jú, Róslín auðvitað, þú klikkar ekki, ertu ekki með nefhár?  auðvitað ekki.

 - nú þarf Vignir að fá að skora, allir hinir komnir á blað. Strákar hleypa Vigni í boltann, allir vera með!  Staðan 23:14

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú skipti ég yfir á Tyru og  America´s Top Model. Liðið virðist geta unnið án mín og Óla Stef.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei, ég er kvenmaður, ropa ekki, prumpa ekki, geispa ekki, mig klæjar aldrei og ég er ekki með eyrnahár, né nefhár....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:26

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

..................... og ég fæ ekki naflakusk!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:28

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Þú kannt að svara fyrir þig! .. Staðan 34:20 í leiknum, og módelin í America´s top model í myndatöku hjá Nigel í sundlaug.

Guðmundur tekur leikhlé.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:30

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Reyndar er ég algjör dóni, ropa vel og óvandlega á almannafæri, geispa eins og mér sýnist og prumpa sömuleiðis ( nei reyndar bara innan um fólk sem ég þekki mjög vel..) mig klæjar alveg í hausinn og svona og klóra mér þá bara, svo er ég með nefhár og ég fæ ekki naflakusk!
Sjáumst vonandi um helgina!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:06

15 identicon

Jóhanna - Belgar eiga allavega 1000 mismunandi tegundir af bjór.  Þar er hægt að fá kirsuberjabjór, bláberjabjór, ábyggilega bananabjór og svo framvegis.  Eina landið þar sem bjórinn er drekkandi af því hann er ekki á bragðið eins og bjór (-:

 Ég hef ábyggilega komið í ein 8 skipti eða svo til Belgíu. Held ég hafi samt ekki bragðað þennan fræga bjó nema í eitt skipti. Ætti að skammast mín.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:36

16 Smámynd: Ragnheiður

Ahh..ég fór á fund og missti af þessu. Reyni að vera klár í næstu beinu lýsingu

Ragnheiður , 29.10.2008 kl. 23:18

17 Smámynd: Anna Guðný

Var leikur?

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 29.10.2008 kl. 23:59

18 identicon

Sæl Jóhanna.

Anna Guðný, já það var leikur...AFLEIKUR hjá Taflfélagi Djúpuvíkur á móti Jóhönnu og Róslín. Frekari fréttir á morgun eða hinn.

Njótið dagsins.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 05:03

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 07:17

20 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:44

21 Smámynd: persóna

Ég þekki Bubba mjög persónulega, eins og auðvitað flest fræga fólkið, þarf að segja honum frá því að dönsk stúlka hafi haldið að hann heiti Bein Útsendind.

persóna, 30.10.2008 kl. 12:24

22 Smámynd: www.zordis.com

En, hvernig fór leikurinn Liverpool og hitt liðið?

Gaman að ísland skyldi vinna.  Til hamingju Ísland!!

www.zordis.com, 30.10.2008 kl. 12:59

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Liverpool hvað ?  .. Zordís, ég hefði breytt upp fyrir haus hefði Ísland tapað. Nóg er komið samt!

Bið að heilsa Bubba, blaðakona!

 Jónína, Ía

Saknaði þín Horsí!

Ég lýsi kannski næst skákkeppni, hvítur á Ceres 1 o.s.frv. Þórarinn!

Bragi, ég hef augljóslega ástæðu til að fara aftur til Belgiu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2008 kl. 15:56

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Anna Guðný, já, já, það var sko leikur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2008 kl. 16:02

25 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gaman að segja frá því að mig vantar aftur símanúmerið þitt Jóga mín, sendu mér bara sms eða eitthvað svoleiðis!

En hvar var beina lýsingin af leiknum í dag???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:35

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

.. Sendi þér númerið Róslín, ... netið var niðri - horðfi að sjálfsögðu á leikinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.10.2008 kl. 11:32

27 Smámynd: Anna Guðný

En ég sá ca. 5 mín. af leik stelpnanna okkar og þessarra írsku. Sá meira að segja eitt heljarstökk. Það var mjög flott. Fæ ég ekki prik fyrir það?

Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 15:06

28 Smámynd: persóna

Þú færð fimm prik, eitt fyrir hverja mínútu!

persóna, 31.10.2008 kl. 16:44

29 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 31.10.2008 kl. 17:49

30 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú hefur ekki enn sent mér númerið!
En það var rosalega gaman að sjá þig í dag, pabbi hafði þvílíkar áhyggjur af mér, hélt ég væri úti í þessari rigningu!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.10.2008 kl. 19:21

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gaman að hitta þig líka Róslín mín, redda númerinu fljótlega! Fór úr vinnunni uppúr 4 í gær og beint í sumarbústað til systur minnar og var að koma aftur í bæinn!

 Sunna.

Anna Guðný, ég er nú ekki sú duglegasta að fylgjast með íþróttum, - við fáum bara báðar prik.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband