Megrunarkúrinn sem virkar! ... að vísu "svolítið" kvalafullur, dagur 5

Jæja, nú bíð ég bara eftir að Vikan hafi samband við mig, um þennan frábæra megrunarkúr sem ég "ákvað" að fara á. Það þarf hreint ENGAN viljastyrk til að sleppa að borða. Það er einfaldlega SÁRT að borða, reyndar kvalarfullt líka þó maður borði ekki, svo valið er milli sársauka og matar! Brilljant! Wizard Kúrinn heitir hálskirtlakúrinn - og ég "þjáist í hljóði" ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Þó það sé orðið mikið möst hjá mér að huga að megrunarmálum,þá held ég myndi velja alla aðra kúra jafnvel alla í einu. Þú átt mína samúð.

Rannveig H, 7.11.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi skinnið þetta vont fyrst og svo... batnar það auðvitaðÉg hef aldrei farið viljandi í megrun, bara svona svipað og þú, að vísu eftir annarskonar aðgerðir

Eigðu góðan dag mín kæra og ennþá betri helgi

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mannstu Jóga ; F A R Ð U   V E L   M E Р   Þ I G !

Það er kominn tími til að ég fari á svona....

Love

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.11.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elsku Róslín mín, takk, takk,  ég ligg bara eins og slytti og reyni að fara vel með mig. Ég óska engum að "fara á svona" .. þetta er svartur húmor, ég er að "líta á björtu hliðarnar" .. eins og í Life of Brian.  Love

Þetta er versti dagurinn af þessum fimm, held ég sé bara svona afskaplegur aumingi, eða með lágan sársaukaþröskuld.

Takk fyrir samúðina Rannveig og Jónína.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku dúllan, nú er að bara að moka ofaní sig um leið og sár gróa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jenný mín, var að senda makann eftir Aloe Vera djúsi, datt allt í einu í hug að úr því að hægt er að nota Aloe vera á sólbruna, hlyti að vera hægt að drekka Aloe vera við þessum brunasviða í hálsinum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Alovera djúsinn er græðandi.
Þetta fer nú að lagast dúllan mín, en saumurinn getur pirrað þig nokkuð, ef svo, þá verður þú að kvarta.
ljós og gleði sendi ég þér
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband