Ég er sko alltaf með það..

Ég byrjaði einu sinni í sálfræðinámi, endaði það aldrei ...(en það er önnur saga) en Þegar við fórum að lesa almennu sálarfræðina varaði kennarinn okkur við því að þegar við færum að lesa um sjúkdómseinkennin, myndum við öll þekkja þau í sjálfum okkur. Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér. Geðveiki, eða einkenni hennar, er í raun bara eins og við öll erum, hún er bara mjög ýkt! W00t ..  Við höfum flest  upplifað að fara upp og niður, það er bara eðlilegur "biorythmi" ... á meðan hann teygir sig ekki of langt upp eða niður.

Eins og hægt var að finna sálarleg einkenni í sálfræðibókinni, getum við fundið ýmis líkamlega einkenni með að gúgla! Ef ég finn hnúð undir hendinni, þjáist af hæsi í langan tíma eða maginn er skrítinn, finn ég alltaf einhvern hræðilegan sjúkdóm þegar ég slæ inn einkennin! Tounge ..

Í morgun var skorinn af mér ljótur blettur, já, alvöru blettur, suma bletti get ég ekki skorið burtu (verð að lifa með þeim)... og ég var auðvitað búin að gúgla svona bletti og fullvissa sjálfa mig um að ég væri með húðæxli af verstu gerð! .. Auðvitað trúi ég þessu öllu mátulega, en svona þegar það dettur í mann, málar maður skrattann á vegginn, eða gerir jafnvel úlfalda úr mýflugu, eða bara nefndu það!!.. LoL  .. held þetta kallist móðursýki. Að vísu ýki ég þetta svona oggu pinku pons, enda ekki skemmtilegt frásagnar annars!

Jæja. Ég fékk tvö (mjög góð) ráð hjá lækninum; Ekki byrja á jólahreingerningum næstu daga og ekki fara í "work out" eins og hann orðaði það. Saumurinn er á öxlinni og ekki má rífa upp sauma, hvorki með handlóðum né ryksugu! ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já maður er alltaf kominn með það versta í hausinn fyrst,planar útförina sína með reglulegu millibili og svona.

Farðu vel með þig...við gamla settið erum bæði með eitthvað svona blettadót sem þarf að taka

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Systir mín einmitt er að hætta í sálfræðinámi!

Annars er best að losna við svona ljóta bletti, ég hef einn á kálfanum og tel mig trú um það að þar sé eitthvað vont... en hef ekki enn gáð að því!....

BUT Joga I have to tell you one thing... gæti verið bara að ég spjalli við þig á morgun!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:30

3 identicon

Sæl Jóhanna.

Ekki googla !

Kærleikskveðjur á línuna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 03:50

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég Googla aldrei... fer bara til læknis... fyrir rest, ef "eitthvað" batnar þá ekki bara af sjálfu sér

Eigðu góðan dag mín kæra og mundu að jólahreingerningar eru alvarlega ofmetnar

Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 05:59

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott hjá þér Jónína, og góðan daginn!  .. ég held ég sé farin að fatta að þetta er ekki það gáfulegasta í heimi, þ.e.e.a.s. að googla einkenni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 06:22

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan daginn Þórarinn næturhrafn. Kannski googla ég bara allt annað en sjúkdómseinkenni, ef ég stenst freistinguna! Kærleikskveðja á móti (líka á línuna).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 06:27

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, það á alltaf að láta kíkja á bletti ef þeir eru stórir eða óreglulegir/marglita o.s.frv. Ég er sko sérfræðingurinn! eða þannig!  .. Þetta eru, sem betur fer, yfirleitt saklausir blettir. En við freknótta fólkið erum oft viðkvæmust í húðinni sko!

Já, segðu mér endilega eitthvað skemmtilegt leyndó í dag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 06:30

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Og síðast, en ekki síst (í bili) Ragga bón(orða)góða, gúdmorning..kannast við syndromið.  

Þið "gamla dótið" ættuð nú bara að drífa ykkur saman í blettahreinsunaraðgerð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 06:34

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert aldeilis í slipp mín kæra.  Blettir og kritlar.  Burtu meða allt saman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Auðvita á að googla fólk á ekki að treysta læknunum einum. Skólar landsins hafa ekki kennt okkur neitt í grundvallar læknisfræði svo það er betra að reyna að læra sjálfur. Fólk segir oft ég læt bara lækinn um þetta en munið að læknirinn skoðar 20 til 30 manns á dag og hefir virkilegan áhuga á að komast heim eftir vinnu án heimvinnu. Tímin sem fer í sjúklingin er bara þessar 15 mínútur svo sá sem kvartar ekki meir en einusinni lendir aftast í stórum hóp. Verið öll á varbergi vegna heilsu farið í blóðprufur reglulega já fullkomna minnst eiusinni á áru og tvisvar ef þið eruð komin yfir 55 ára. Stúterið þær á eftir og fylgist með breytingum. Sérstaklega konur með skjaldkirtilinn sem læknar segja alltaf að sé í lagi. Er áhuga læknir sem er örugglega bannað. Það er fullt af góðum upplýsingum s.s. mayoclinic.com ofl. 

Valdimar Samúelsson, 20.11.2008 kl. 09:14

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alveg merkilegt hvað maður getur verið duglegur að sjúkdómsgreina sjálfan sig!

Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:16

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vel orðað hjá þér Jenný! hehe .. ég tek allann pakkann á einu bretti! Dreif mig í Krabbó loksins eftir "áminningarbréf" ..með rauðu letri!  kirtlarnir loksins fjarlægðir eftir króníska hálsbólgu frá 17 ára aldri, eða þannig og svo bletturinn sem fleiri en einn og fleiri en tveir boru búnir að benda mér á að væri ekki æskilegur.

Mín í slipp, vonandi sigli ég fljótlega.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 09:34

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er rétt Valdimar, auðvitað getur læknunum orðið á mistök. Mér hefur nú tekist að sjúkdómsgreina mig (og aðra) stundum á undan læknunum, einmitt með hjálp google. En svo getur maður líka farið út í einhverja vitleysu og hrætt sjálfan sig upp úr skónum!

Huld, sammála ..  .. en eflaust er aðalmálið að skoða réttar síður!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 09:37

14 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir áminninguna. Nú læt ég tékka á blettum strax eftir áramót. Panta tíma í húð-og-hitt.

Laufey B Waage, 20.11.2008 kl. 09:53

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já en hræðslan er líka af hinu góða en auðvita getur maður 'sækað' sig upp en betra fyrir en eftirá.

Valdimar Samúelsson, 20.11.2008 kl. 10:25

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Neip, ég Googla aldrei, bara til að flækja málið Jóhanna mín.  Góðan daginn og njóttu án jólahreingerninga.  

Ía Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:50

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan daginn Ía, já, já!

Laufey, það er víst bara mjög algeng forvörn að fjarlægja bletti!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 11:51

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eins gott að þú hefur ekki freknurnar mínar, þær eru alls staðar nema þar sem sólin skýn ekki, hemmhemm. Þú ert bara flott, warts and all mín kæra.

Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2008 kl. 12:01

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Björn, alveg örugglega!

Rut, ég er nú ansi "brún með köflum" eftir góða sólardaga, hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 13:01

20 Smámynd: Tiger

  Haha .. jamm líklega er málið eins og Þórarinn segir - ekki googla!

Æi, það er satt - ef eitthvað kemur upp þá er maður fljótari en sá ljóti að mála skrattann um allt. Oftar en ekki eru einmitt t.d. "aukaverkanir" lyfja hrikalega ýkt - en það er örugglega bara til að lyfjarisar geti bent á hið ýkta letur þar sem þeir vöruðu við þessu - til að verja sjálfa sig .. eða þannig!

Knús á þig skottið mitt - og reyndu að halda að þér höndunum í bili allavega. Glæsileg höfundarmyndin þín dúllan mín ..

Tiger, 20.11.2008 kl. 13:39

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

To Google or Not to Google, that is the question!  .. 

Takk fyrir komplimentið um höfundarmyndina, held þetta sé fyrsta myndin (með meiköppi) sem er tekin af mér "kirtlalausri" ... aðrar eru ekki birtar og eru nær því að vera hryllingsmyndir!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband