X D(avíð) ?

Ég er ein af þeim sem tilheyri ekki aðdáendaklúbb Davíðs Oddssonar og hef aldrei gert. Vil helst ekki heyra á hann minnst, en hef ákveðið að tileinka honum þessa færslu og svo verður það "clean cut"..

Ég heyri af Davíð allsstaðar, Davíð er til umræðu í matarboðum, saumaklúbbum, fjölskylduboðum, á kaffistofunni, við morgunverðarborðið, á BLOGGINU (auðvitað), en vonandi ekki í rúminu??  Fólk virðist skiptast í að annars vegar dýrka jörðina sem Davíð gengur á og hins vegar að óska þess að sú sama jörð myndi gleypa hann með húð og krullum.

Ég fór í matarboð um daginn með skemmtilegu fólki, en umræðan datt alveg út í að rökræða efnahagsmálin og þar af leiðandi Davíð Oddsson. Þetta er eins og pest sem smýgur inn um allt. Eftir matarboðið vissi ég meira um hvað Davíð væri að aðhafast heldur en fólkið sem ég kom til að hitta! .. Okkur konunum tókst að vísu að slíta okkur lausar frá borðhaldinu og fara að huga að áhugamálum húsfreyjunnar svona alveg í blárestina, en þá vorum við allar orðnar orkulausar og þreyttar af orkusuguefnahagsumræðu tengdri áðurnefndum Dabba.

Einhvers staðar verða að liggja mörk. Einhvers staðar verður fólk að fá hvíld og njóta þess að hittast og hafa huggulegar kvöldstundir án Davíðs og krepputals.

Látum ekki Davíð spilla vina- og fjölskyldusamkomum, nóg hefur hann gert samt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef ekki rætt um Dabba kóng.... enda hefur hann algjörlega skitið upp yfir öxl og niðrá bringu grey maðurinn!

Ég skal lofa þér að ef ég kem einhverntíma í heimsókn skal ég ekk tala um hann!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott Róslín, ...  ..ég vil líka miklu frekar heyra eitthvað um þig en Dabba.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Tiger

  Veistu - Landspabbi er eitt af því allra versta sem komið hefur fyrir íslenska þjóð - fyrr og síðar! Bara að jörðin færi nú að opnast undir rassinum á honum sko ... *dreymmmm*!

Satt og rétt hjá þér - nóg hefur karlinn gert af sér þó ekki skemmi hann fjölskylduboðin líka.

Knús og kram á þig skottið mitt ..

Tiger, 20.11.2008 kl. 17:23

4 identicon

Skiftu út "Davíð" með "Ólafur Ragnar " og leiðindin verða hálfu verri

ÞG

Þorsteinn Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:38

5 identicon

HEYR HEYR !!!!

Ekki bara Davíð heldur allir hinir líka...

Njóttu síðasta dagsins sem 46 ára ;) luv... Ev. 

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þó að allt sem er um mig sé algjör pína... úff get ekki ímyndað mér hvað Davíð fer mikið í taugarnar á þér...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:02

7 Smámynd: Ragnheiður

Heyrðu mín kæra,

ef umræða um D.O. er farin að trufla þig í rúminu þá áttu við vandamál að stríða !

Shit maður !!

Ég er amk ákveðin í því ef Steinar er að tala um hann í hjónasænginni þá sparka ég honum út á gólf ! Grrrr

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 18:19

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, Horsí/Ragga Dabbi fær sko ekkert að nálgast rúmið mitt!  .. öll umræða um óæskilegt fólk er bönnuð þar...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 18:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hvaða, hvaða Róslín .. auðvitað ertu engin pína!

Segðu, Eva!! .. var nú hugsað til fjölskyldumatarboðsins sem þú sagðir mér frá um daginn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þorsteinn, ég veit ekki hvort að þeir sem þola ekki Davíð þurfi endilega að þola Ólaf Ragnar. Þeir fá a.m.k. hvorugir að komast í koddahjalið!

Æ Tiger, .. ég fékk nú svolítið samviskubit að tala um að jörðin mætti gleypa Landspabbann eins og þú segir. Það má vera svona huglægt, svona fjölskyldu hans vegna og vina. Svo er spurning um hann geri bara eins og Guðni, fari til Kanarí?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 18:45

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Algjör pína....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:52

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er nú svo hjartanlega sammála þessu, er orðin hundleið á þessu tali alla tíð.
Knús til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 19:22

13 Smámynd: Rannveig H

Jóhanna mín nú er Davíð að verða svona minnimáttar svo það er spurning hvort það fari ekki að flokkast undir einelti eða rasisma að tala illa um manninn.

Rannveig H, 20.11.2008 kl. 20:18

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús Milla mín.

Rannveig, ég held að það sé langur vegur að því að Davíð sjálfur upplifi sig minnimáttar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 22:02

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ansi hrædd um að DO verði eilífðar umræðuefni, jafnvel þótt við losnum við hann úr embætti, því þegar hann loksins hættir, mun hann gera það með háum hvelli

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:42

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Hér er Davíð

Um Davíð

Frá Davíð

Til Davíðs

Er í sama flokki og þú. Lausn að senda suma til Síberíu eða nota eitthvert Sendiráðið  fyrir menn sem við þurfum að losna við. Það yrði stofufangelsi, enginn sími og internet. Heimskur hlær af sjálfs síns fyndni = Rósa

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:38

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel orðað hjá þér Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband