Einu ári nær eilífðinni ..

Í dag færðist ég einu ári nær eilífðinni eins og lille bror i Danmark orðaði það svo skemmtilega í morgun.

Fékk morgunsöng frá Tryggvunum í morgun klukkan 7:30, að vísu var sá yngri hálfsofandi, og perlueyrnalokka í gjöf, fallega og klassíska. Einkasonurinn hringdi svo fljótlega upp úr því og svo hringdi litla fjölskyldan og söng afmælissönginn í símann; Eva, Henrik, Máni og litla krúsulína í bumbunni hefur eflaust tekið undir fyrir "amma sín".. Talaði við Völu mína í gær, en klukkan hjá henni er 3 að nóttu í Flórídunni. Hún er væntanleg 17.desember heim í heiðardalinn!

Í hádeginu ætlar Tryggvi eldri að bjóða mér á VOX, úúúú.. en hann er að fara að halda árshátíð með badmintonfélögunum í kvöld (strictly guys-en verður pikkaður upp áður en þeir fara á Vínbarinn, Thorvaldsens eða einhvern svoleiðis veiðistað LoL) .. en ég ætla ég að taka litlu fjölskylduna, Tobba og Tryggva yngri á barnvænan matsölustað, svo það verður tvisvar út að borða fyrir mína í dag, og það í miðri kreppu. Wizard ... borða bara grjónagraut um helgina í staðinn!

Eigum öll góðan föstudag. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Til hamingju með daginn Jóhanna mín,og hafðu hann góðan og skemmtilegan.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilegar hamingjuóskir með með daginn Jóhanna..það var gaman að hitta þig í eigin persónu þarna um daginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: M

Innilega til hamingju með daginn

M, 21.11.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk, takk og takk!  .. Sömuleiðis gaman að hitta þig Katrín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Laufey B Waage

Innilegar hamingjuóskir. Njóttu dagsins.

Laufey B Waage, 21.11.2008 kl. 09:22

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bestu afmæliskveðjur Jóhanna mín.  Njóttu dagsins. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:35

7 identicon

Mundu ad madur yngist thegar madur færist nær eilifdinni! 

 Thad hefur ekkert med hringsnuning himintunglanna ad gera eda thann tima sem madur les af urinu sinu.

Lille bror (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með daginn elskuleg

Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 09:55

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk stelpur mínar, ætla mér að njóta hans út í ystu æsar.

Líst vel á þessa kenningu þína lille bror.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 10:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 10:35

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega til hamingju með daginn ! Njóttu hans vel

Sunna Dóra Möller, 21.11.2008 kl. 10:42

12 identicon

Til hamingju elsku mamma/amma mín 

Fyrir mér ertu bara 27 

Fyrir mér fæddist þú þegar ég fæddist...eða hvað.. er ekki sagt að börn haldi að foreldrar sínir hafi alltaf bara verið mömmur og pabbar... Þá erum við nú öll bara unglömb ennþá 

Sjáumst í kvöld, LUV €v.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:44

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk, hehe.. Eva góð, ég kaupi það alveg að ég sé 27!  ..

Takk Sunna og takk Ásthildur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 10:52

14 Smámynd: Ragnheiður

Mín kæra, innilega til hamingju með afmælið og njóttu dagsins.

Ég á grjón-auka- ef þú nærð svo ekki að hafa grjónagraut alla helgina...

Eva Lind er alveg með þetta !

Ragnheiður , 21.11.2008 kl. 10:55

15 identicon

Innilega til hamingju með daginn, Jóhanna mín. Vona að hann verði þér notalegur og skemmtilegur.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:49

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn kæra afmælisbarn.  Njóttu dagsins

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:23

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Til hamingju með afmælið.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:39

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóga mín, innilega til hamingju með daginn við erum eins og eðalvín; verðum bara betri með aldrinum.

Haggi?

Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 12:58

19 identicon

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Jóga, hún á afmæli í dag, (með sínu lagi).   Til hamingju með daginn og  stækkandi fjölskyldu.  Þú verður bara ríkari og fallegri með árunum  

Hafdís Odda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:29

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ragga, betri helmingurinn er búinn að birgja okkur upp af grjónum fram á næsta ár a.m.k. Hann heldur nebbnilega að hann kaupi aldrei rétt grjón, svo hann keypti bara ýmsar sortir,  en ég er svolítið sérvitur varðandi hrísgrjón! hehe ..

Takk líka Ásdís, Sigrún og Rósa, fyrir kveðjuna ykkar.

Jú, Rut - sammála erum alltaf að verða betri og betri!

Takk fyrir sönginn Hafdís Odda, og takk fyrir kveðjurnar og komplimentið!  ..

Ég er ung í anda .. því ég gleðst eins og krakki yfir afmæliskveðjunum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 13:52

21 identicon

Til hamingju með daginn  Vonandi nýtur þú hans í botn

Kv, Nana (Evu vinkona)

Nana (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:55

22 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með daginn í annað skiptið Jóga mín..

Ég hafði hugann með þér í dag, eigum að skila ritun um einhverja áhrifamikla manneskju, en hún þurfti að vera fræg og það þyrfti fleiri heimildir um hana.. svo ég þurfti að velja aðra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:34

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert dýrleg Róslín, ...takk fyrir kveðjuna og hjara- knúsið á msn-inu í morgun og takk fyrir þetta hér. Ég verð upp með mér að þér skyldi detta í ég í hug. Verst ég er ekki fræg og því ekki heimildir til um mig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 15:50

24 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það eru reyndar heimildir um þig á Wikipedia... fékk mig til að hlæja þar sem ég gat sko sýnt kennaranum að þú varst víst fræg!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:15

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott mælt hjá Rut, eldumst vel eins og eðalvín.
Til hamingju með daginn elsku vina
ljós og gleði til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 19:54

26 Smámynd: Skattborgari

Til hamingju með daginn og vonandi var hann góður. Eigðu gott kvöld líka.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 21.11.2008 kl. 20:26

27 Smámynd: Anna Guðný

Innilega til hamingju með daginn, eða það sem eftir er af honum.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.11.2008 kl. 21:52

28 Smámynd: Tiger

  Hóhó ... stelpurassinn á bara ammmæli sko! Til lukku með daginn skottið mitt! Ég reikna með því að hún hafi haldið dáltið uppá tímamótin? Fáum náttla einhverjar sögur later - og vonandi myndir af gellunni unglegu! Vonandi var dagurinn góður, kvöldið gott og nóttin enn betri ...

Sendi duglegt afmælis- og vinarknús með kram og kreisti all over!

Tiger, 21.11.2008 kl. 22:58

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega öll fyrir allar afmæliskveðjurnar, .. sit nú bara ein heima að sauma núna, eða þannig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 23:48

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 23:59

31 identicon

Sæl Jóhanna.

Hjartanlega hamingjuóskir til þín

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:10

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur Jenný mín og Þórarinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2008 kl. 14:32

33 identicon

Til hamingju!!!
Einu ári nær Game over :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:56

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir DoctorE, grallaraspói.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.11.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband