Mánudagur, 24. nóvember 2008
ESB for DUMMIES ?
Ef ég væri spurð hvort ég vildi að Ísland sækti um ESB aðild gæti ég ekki svarað já eða nei, því ég er ekki nógu fróð um í hverju það fælist. Ég get ekki ímyndað mér að 60% landsmanna viti það, þ.e.a.s. allir þeir sem kjósa þessa aðild. Auðvitað hafa einhver prósent kynnt sér málið.
Það sem þyrfti eflaust að gera væri að setja þverpólitíska nefnd til að skoða hvaða áhrif það hefði á Ísland að verða aðili að ESB. Síðan mætti gefa út ritið "ESB for Dummies" .. svona í " for DUMMIES" seríuna.... (eða gefa út upplýsingar á mannamáli kosti og galla).
Án þess að þekkja málið (eins og áður hefur komið fram) held ég að þarna þurfum við að ganga sérlega hægt um "gleðinnar" dyr.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Upplýsingar fyrir almenning eru nauðsynlegar. Þetta er svipuð hugmynd og ég setti fram um Maastricht á mannamáli fyrir stuttu. Slík "Dummies bók" þyrfti að koma út áður en raunveruleg kosningabarátta flokkanna hæfist, svo umræðan um málið yrði málefnaleg.
Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 09:14
Þetta er alveg málið ;)
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:24
hahah, þetta er alveg hárrétt. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að grípa hvað sem er í fljótfærni til þess eins að fá Evruna að gjaldmiðil. Þótt það gæti hugsanlega kostað okkur framtíð þjóðarinnar. Það þarf að gera fólk meðvitað um hverju við erum að fórna með því að fara í evrópusambandið og því mikilvægi sem sú fórn hefur fyrir þjóðarbúið.
Haraldur Pálsson, 24.11.2008 kl. 09:26
Ég þarf ekki svona bók, ég held að það sé 15% hagkvæmara að ganga í ESB, en 25% leiðinlegra þannig að við ættum ekkert að vera að hugsa um inngöngu í ESB.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.11.2008 kl. 09:29
Nákvæmlega, en ég er líka á því að það þurfi að sækja um inngöngu til að fá upp á borðið hvað felst í inngöngu.....og svo þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:30
Sæl,
Þetta er svo hárrétt hjá þér. Fyrst staðreyndir og fróðleik og svo aftast 5 síður með og 5 síður á móti. Eða eitthvað.
Ég er einn af þeim sem hef setið nokkur fög í háskóla um þetta og efnahagsmál. Ég lærði að ESB er:
Tollabandalag sem rústar efnahag þriðjaheimsríkja með viðskiptastríði og kallar þar afleiðandi hungursneið yfir þau.
ESB gerir illt verra með því að lækka verðið á mat umfram olíu og aðföng bænda með við að niðurgreiða matvælaframleiðslu og borgar einnig útflutningsstyrki fyrir matvæli.
40% af fjárlögum sambandsins fara í matvælaframleiðslu.
Ástæðan fyrir því að ríkin tóku upp Evru var að allir vildu eiga veikasta gjaldmiðilinn til að geta flutt sem mest út til nágrannalandana, til að bæta eigin atvinnuástand.
Ísland myndi borga meira í sambandið en við fengjum í atvinnubótastyrki tilbaka.
Við getum ekki samið um að halda kvótanum, því að þing ESB getur hvenær sem er breytt lögum sambandsins.
Þegar kreppir að hjá ESB löndum veikist ekki gjaldmiðillinn og þeir geta ekki lækkað vexti sem gerir það að verkum að þeir festast í 7,7% meðal atvinnuleysi, eina auðvelda leiðin úr þessu er að hafa halla á ríkisfjármálum og bíða, frekar dýrar og sársaukafullar aðgerðir.
Er ESB ekki bara truflandi fyrir alla pólitíska umræðu og við endum með helmingi fleiri flokka og ennþá óstarfhæfara stjórnkerfi.
Svo er spurning, hvaða vanda leysir ESB? Sem ekki er í ESS
Johnny Bravo, 24.11.2008 kl. 09:35
Lýðræðið er kostir og gallar. Okkar helsta vandamál í lýðræðinu er að næstum allir íslendingar kjósa og vilja hafa skoðun. það þýðir að margir gera sér bara upp skoðun í flóknum málum bara til að vera með. Af því leiðir að áróðursvélin verður virkari og mikilvægari en upplýst fjölmiðlun.
Guðmundur Jónsson, 24.11.2008 kl. 10:00
Við erum augljóslega sammála þarna Haraldur.
Akkúrat Eva (eins og við ræddum í gær).
Takk fyrir innleggið "Sonur hafsins"
Ég sé, Emil að þú hefur gert upp þinn hug! ..
Sigrún, ef við sækjum um inngöngu og fáum "já" ætli við getum hætt við, hehe?
Takk fyrir þínar upplýsingar Johnny Bravo.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 10:02
Sammála þessu Guðmundur, ég hef yfirleitt talið að ef að meirihluti er fyrir einhverju hljóti það að vera réttara, EN svo er það bara spurning um hvaða áróðursmaskína liggur að baki.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 10:05
Í bítinu í morgun var einmitt hringt inn og beðið um yfirlit yfir jákvætt og neikvætt í sambandi við inngöngu, vantar alveg. kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 10:23
Það hlýtur að vera hægt að sækja um með fyrirvara um samþykki þjóðar
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 10:39
Jú, eflaust - fjandakornið! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 10:55
Til hvers að eyða peningum í ESB umsókn? Svona eins og með umsókn í Örryggisráð ?
Við vitum það mjög skýrt hvað þessir aðilar vilja, fiskimiðin, ruslageymslu, verstöð,
o.fl.
Tori, 24.11.2008 kl. 11:13
Góð athugasemd Tori, hvað skyldi nú kosta þessi tilraunaumsókn?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 12:09
Það þarf að ræða málin með inngöngu og við þurfum að fá að vita hvað hangir á spýtunni. Það eru allir svo hræddir og vonsviknir núna að allar lausnir eru betri en ástandið sem ríkir.
Svo þarf þjóðin að greiða atkvæði. Um leið og við kjósum í vor.
Rut Sumarliðadóttir, 24.11.2008 kl. 12:25
Akkúrat Rut mín! Hvað skyldi hanga á spýtunni, vonandi er það ekki bara skítur á priki! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 13:06
Þetta er alveg snilldarhugmynd hjá þér, ég væri til í að lesa svona rit !
Sunna Dóra Möller, 24.11.2008 kl. 13:26
Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.
Víti til varnaðar
Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:06
Ég er sammála þér Jóhanna er eigi nægilega fróð til að taka afstöðu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 19:52
Eins og talað frá mínu hjarta. Eitt andartak hélt ég að ég hefði kannski skrifað þetta sjálf og kreppustreitan afmáð allar minningar um það.
ESB for Dummies er málið. Sú bókasería klikkar ekki.
Húmoristaflokkurinn, 24.11.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.