Hondan mín (eða vondan mín)

Ég ek um á svona "týpískum ömmubíl" eins og Vala dóttir mín orðaði það þegar ég fékk mér Hondu Jazz. Hann þykir s.s. ekki mjög töff. Keypti hann nýjan árið 2005 með myntkörfuláni og alles, en var svo heppin að ég borgaði það upp fyrir ca. ári síðan þegar ég seldi húsið mitt.

Þessi bíll hefur þjónað mér býsna vel, og ég honum reyndar. Núna er komið að skoðun, reyndar í júní 2008! Blush Er að fara á eftir, en fyrst þarf ég að fara á smurstöð, láta skipta um peru í framljósi og smyrja (held ég). Síðan var ég að frá bréf frá Bernhard um að komið hefði í ljós að handbremsan væri gölluð í þessari árgerð og bíllinn minn ætti að koma í "aðgerð" hehe.. fyndið orðað, þar sem skipt væri um handbremsu, tæki það aðeins 30 mínútur og hægt væri að bíða á meðan (og drekka vel soðið kaffi og skoða Séð og Heyrt frá 2004 eflaust)..

Vondan hennar ömmu (eins og Máni kallar bílinn minn) verður s.s. aðaldæmið í dag. Læt vita hvort ég fæ grænan eða .. 2009 skoðun! Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er eiginlega best í heimi að eiga skuldlausan bíl. Minn er ekki skuldlaus, atvinnubíll, en þegar ég keypti hann þá heimtaði ég íslenskt lán á hann. Bílasalinn lak næstum á gólfið af hlátri og hikstaði upp milli hláturrokanna ; það er ENGINN með íslenskt lán !

Ég var að spá í að skreppa til hans um daginn og sjá hver hlær núna hehe. En ég er bara ekki viss um að hann hafi neina vinnu lengur greyið.

Ég er komin langleiðina með að greiða upp lánið á bílnum mínum hehe.

Ragnheiður , 25.11.2008 kl. 11:13

2 identicon

haha.. Vondan þín er voða fín...

Hún er allavega hátt frá jörðu ;) Fáðu þá til að tékka á skruðningonum í leiðinni og sá þú ert ljóslaus á vinstra framljósi, ný pera áður en þú ferð í skoðun, þá ertu pottþétt safe :)

Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:16

3 identicon

Mér þykir vænt um litlu Honduna þína.. enda fæ ég að keyra hana mikið þegar ég kem til Íslands í heimsókn.    Ég mun samt alltaf sakna Yarisins sem þú seldir hihi..           

 Eigðu góða bíladag mamma mín..    

 Vala

p.s. byrjuð að pakka okkur fyrir bíltúrin til Dallas

Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í bílastússi

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur stelpubíll.  Stelpur eru á öllum aldri.  Ú á strákabílana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég keyr Opel Astra, 12 ára gamlan. Gengur enn.

Varstu nokkuð að tala um samhengi bíla og stærðar á ákveðnum líkamshlutum?

Rut Sumarliðadóttir, 25.11.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Opel eru traustir bílar Rut, hef átt tja a.m.k. einn slíkan - að vísu hef ég átt svo marga bíla um ævina að ég gæti ekki talið þá upp. Ekkert samhengi á milli þarna þús veist. Búin að tékka á því!

Já, ú á strákabíla Jenný!

Takk Huld!

Takk Jónína!

Góða ferð og akið varlega til Dallas Valan mín og takk fyrir afmælisveisluna sem þið hélduð og skreyttu kökuna sem þið létuð útbúa fyrir mig! 

Eva þeir voru ekkert í því að tékka á neinum skruðningum. Ætla að láta tékka á þvi í umboðinu um leið og þeir skipta um handbremsuna!  

Hjúkkit þú tókst ekki erlent lán Ragga/Horsí. Já, sú hlær sko best sem síðast hlær! hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.11.2008 kl. 15:32

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hey, gleymdi. Bíllinn er nú búinn að fá nýja peru, nýsmurður og nýskoðaður og fékk miða 2010!!!!..  Hann brosir út að eyrum!

Ég er að vísu  "aðeins" 17.400.- krónum fátækari.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.11.2008 kl. 15:33

10 Smámynd: Tiger

 Uss uss ... ég myndi ekki láta ná mér lífs eða liðnum í svona litlum kerlingabílum sko! hahaha ...

Okok, ég átti einu sinni Hjondæ Accent - miklu minni en þín Vonda!

En ég er sammála Ragnheiði þarna uppi - bestast af öllu er að eiga skuldlausan bíl á þessum krepputímum sko..

Knús og kram á þig skottið mitt og gangi þér vel með að krækja þér í grænt í dag!

Tiger, 25.11.2008 kl. 15:39

11 identicon

hih..já ég meinti það, þegar þú ferð í umboðið að láta laga gölluðu handbremsuna að láta kíkja á skruðninginn ;)

Til hamingju með skoðunina, það er alltaf svo gaman að vera komin með fínan nýjan miða ;) knuz.. Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:47

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nú er að passa að límið sé gott á miðanum svo hann fjúki ekki af!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:03

13 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þú ert hraust að vera að standa í bílakaupum í dag.  Gangi þér vel

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:16

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:39

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh ef þetta virkar ekki þá mæli ég eindregið með Skoda Superb en verður að vera sjálfskiptur, með topplúgu og leðursæltum og að sjálfsögðu 2008.  Svínvirkar a götunum.  Bara að hafa samband ef allt annað klikkar. 

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 19:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er miklu betra að aka um á svona léttum og litlum bílum innanbæjar allavega, ég á Volgswagen Fox. hann var líka innkallaður, það þurfti að skipta um húddið á honum, vegna galla í árgerðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 23:52

17 identicon

Sæl Jóhanna.

Já,bílar.Minn er 10 ára á elleft ári en hann er húsbandahollur og flytur það sem ég fer og aftur heim. það er eiginlega allt sem að ég þarf . Bíll ´lagi,þó aldurinn færist yfir og enginn vilji eiga hann nema ég,og það er gott..............

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:35

18 Smámynd: Laufey B Waage

Mér finnst ég bara töff-og-kúl amma á mínum Yaris. Þú ert það örugglega líka á þinni "Vondu". Eru (litla-typpis-) jepparnir ekki örugglega out um þessar mundir?

Laufey B Waage, 26.11.2008 kl. 10:18

19 Smámynd: Valdimar Samúelsson

17þ fátækari var það smurningin. Já skoðun ca 4Þ  Algjör rányrkja.

Honda bílar eru mjög góðir og langt fyrir ofan Opel svo eigðu þennan bíl hann mun þjóna þér vel. Ekki fara oftar en á 6Þkm fresti í smurningu og jafnvel lengra á milli. Þessar nýju olíur duga vel það.  

Valdimar Samúelsson, 26.11.2008 kl. 10:52

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu Valdimar, þeir hjá Dekkjahöllinni í Skeifunni rukkuðu 9.995 krónur fyrir nýja peru í framljós, og að skipta um peruna - skoða hvort ljósin væru rétt stillt og smurningu! .. Skoðunin kostaði restina. Ég er ánægð með mína Hondu, hefur virkað fínt.

Yaris er krútt, Laufey, ég er samt persónulega hrifnari af Hondunni (hverjum þykir sinn fugl fagur og allt það!

Sæll Þórarinn, gott að eiga traustan farskjóta!

Litlir bílar eru þægilegir innanbæjar - svona til að leggja í lítil stæði og svoleiðis Ásthildur mín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.11.2008 kl. 13:14

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ía þú ert nú bara eins og  Bond gella!

Ásdís .. já hlæðu bara að mér!  .. eða var það kannski að Vondunni ?

Sigríður, .. smá misskilningur - er ekki að kaupa bílinn í dag, borgaði hann upp fyrir ári síðan. Bíllinn fór í yfirhalningu í gær sko.

Límmiðinn er vel klíndur á Róslín!

Já, einni áhyggjunni færra Eva að fá miðann á bílinn, og Tiger - ég fékk sko ekkert grænt - nema kannski grænt te!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband