Mánudagur, 8. desember 2008
Dubonnet í Skyttunum vekur upp minningar ..
Það var svo margt skemmtilega nostalgískt í íslensku myndinni; Skyttunum, sem endursýnd var í RÚV í gærkvöldi. Einna mest hló ég þegar daman á barnum bað um þrefaldan Dubonnett! .. Það er einn af þeim drykkjum sem ég smakkaði ,,í den" .. og svo Pernod og svo að mig minnir að það hafi heitið; Lemon Twenty One, .. man það ekki alveg. Svo var það jú Kláravínið svo minnst sé á eitthvað íslenskt. Fannst það að vísu vont, eins og allt svona sterkt.
Vonandi hljómar þessi færsla ekki eins og áfengisauglýsing. Vil benda þeim sem kjósa alkóhóllausa færslu á Spur og Sinalco! Það er að vísu frá áðurenégbyrjaðiaðsmakkaþaðárum mínum. Fengum Sinalco á jólum og öðrum hátíðisdögum. Kóka kóla í glerflöskum á afmælum! ...
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 341875
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú reyndar aldrei drukkið mikið - þannig séð - en ég hef þó smakkað Pernod, lakkríseitthvað minnir mig. Þau fáu skipti sem ég fæ mér í glas nú orðið - á kannski tveggja ára fresti - þá bara sulla ég í bjór með vodka út í ... *slurk*.
Annars man ég vel eftir því í den að hafa stundum keypt Sinalco og krembrauð handa mömmu gömlu. Það var svona "sunnudagsnammið" handa henni í þá daga. En kók hef ég sjaldan getað drukkið, var meira fyrir appelsín eða malt.
En, flashback into the old days er alltaf skemmtilegt. Margt ótrúlega skemmtilegt sem maður minnist þegar maður hugsar aftur á bak ... so to speak!
Knús og kram á þitt flashback skottið mitt ..
Tiger, 8.12.2008 kl. 16:08
Ú je, sinalco og spur nammi namm, drakk aldrei hinar tegundirnar en man eftir þeim. Krúttu knús á þig
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 16:10
ummm, Sinalco með lakkrísröri
Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:31
Jónína Dúadóttir, 8.12.2008 kl. 20:41
Já ég man vel eftir spur og Sinalco, en drakk ætíð coke í gleri enda annað ekki til er ég var yngri.
vínið sem drukkið var helst er ég var á djammárunum var Chenever
brennivín
en heima hjá mömmu og pabba var drukkið Gin, Wiscky og einhverjir likorar
Finnst best að fá mér Balys, hvítvín, rauðvín og að ógleymdi því besta kaffi og koníak, en eins og Tiger segir þá er það svo sjaldan að ég man eiginlega ekki eftir hvenær það gerðist síðast, hef svo margt annað skemmtilegt að gera.
Knús kveðjur til þín Jóhanna mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 21:04
Góð upprifjun, man líka eftir Twenty-one...vá, var svooo búin að gleyma því. Dubonnet er alltaf eitt af uppáhalds dömuvínunum mínum. Finnst bara helst að maður þurfi að vera í hönskum uppað olnbogum og með barðastóran hatt, til að drykkurinn njóti sín algerlega.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:14
Þezzi athugasemd á viljandi að innihalda 'nostalgíuæl'.
Þú ~zkjúzmíar~.
Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 22:57
Og Stjáni bróðir, eða Christians brother. Var það skrifað svona? Ég segi eins og Milla, sá bara kók þegar ég var yngri, og þá bara á jólum. Stórar í gleri. Man að ein jólin þegar ég var innan við tíu ára aldur að ég fékk hettusóttina um jól. Var svo sár í hálsi. Læknirinn mælti með auka skammt af kóki, það rifi svo vel í hálsinn og minnkaði kláðann. Ég var heldur betur ánægð, fékk fleiri kók en bræður mínir.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 9.12.2008 kl. 01:22
Spur og Sinalco það er málið!
Er ekki langt síðan hætt var að framleiða þessa eðaldrykki?
Sjáumst í teitinu á föstudaginn.
Sigurður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 08:49
Sko Anna Guðný þegar þú ert yngri er ég svona pæja á rúntinum í austurstræti og þar keypti ég mér ætíð coke í lítilli sjoppu sem þar var það var í svona rauðri kistu.
Litla coke og prins pólo var toppurinn.
Góðan daginn ætlaði ég að segja Jóhanna mín og gangi þér vel alla vikuna.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 08:50
Úúúúú... hvað þið eruð skemmtileg! ..
Svara þannig að þau síðustu eru fyrst:
Kók í rauðri kistu í gleri sko, Milla, ég var nú sjoppudama með menntaskóla, þegar ég var 17 ára á Hallærisplaninu og seldi einmitt og fyllti á svona kistu! .. Takk fyrir ljósið og sendi til baka ljós í þinn dag.
Siggi - veit ekki hvort þetta er framleitt ennþá, en ég sakna þessara drykkja sko! Já sjáumst í Garðastrætisteitinu! hik!
Já, þarna rifjaðist upp enn einn drykkurinn Anna Guðný, Christians Brother úff, ..man samt ekki hvort ég hef smakkað hann. Þú heppin að fá allt kókið. Ég man einmitt eftir því að þegar maður fékk ælupest, þá var kók aðal ,,meðalið".. Hafðu það gott, sömuleiðis!
To be Continued.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2008 kl. 11:29
Steingrímur, zkjúsmía þig alveg.. .. Drakk einu sinni Martini Bianco flösku með vinkonu minni, þegar við vorum á leið í Klúbbinn OG hef ekki getað smakkað þann drykk síðan, né langar að finna lykt.
Guðný Anna, líklegast hefur okkur þótt svolítið smart að drekka drykk með svona frönsku nafni? .. Væri annars alveg til í svona dömuhatta-og hanskaboð!
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki smakkað Dubonnet síðan ég var tvítug (verður maður ekki að þykjast hafa byrjað að smakka það þá)
Milla minnist á Sjeniverið, betri helmingurinn minn (núverandi svo það fari ekki á milli mála) var víst nokkuð iðinn við að þefa og meira en það af leirflöskunum. Hann, sér til mikillar ánægju, fékk mun betra Sjeniver í Amsterdam í fyrra þegar við fórum á einhvern 300 ára gamlan sjeniverbar. Sérstök upplifun. Ég hélt mig við sætan líkjör. Sjeniver er ekki minn tebolli.
Jónína, takk fyrir þín og .. þykir vænt um þau!
Galdrar, takk sömuleiðis fyrir innlit .. pældi á þessum tíma ekki í því hvort ég væri dönnuð að drekka Dubonnet, eflaust eitthvað sem mamma hefur mælt með. Hún var sniðug í den. Leyfði mér að bjóða vinkonunum heim og við sátum, vissulega eins og hefðardömur og sötruðum Dubonneið eða Twentyonið.. Ekkert Landavesen eða svoleiðis.
Sigrún - gott þú komst með lakkrísrörið! .. það er náttúrulega nostalgía út af fyrir sig. Á mínu heimili fengum við kók eða appelsín, eitt súkkulaðistykki og lakkrísrör þegar ég var krakki á laugardagskvöldum og þess var neytt þegar bíómyndin byrjaði og EKKI FYRR. Ef ég vildi vera sérlega sparsöm á kókið þá bað ég bróður minn að gera gat á tappann og ég sötraði í gegnum gatið!
Bara Tiger og Ásdís eftir, ... rúsínur í pylsuendanum?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2008 kl. 11:42
Tiger, skemmtilegt að rifja upp krembrauðið!!!.. það fer auðvitað í flokk með Lindu buffi, Mónu buffi (var það ekki annars til), Staur og svoleiðis nammi! .. En bjór með Vodka .. varla blandað saman??.. Knús og krams á þig og krembrauðið hennar mömmu þinnar!
Ásdís, eflaust best að halda sig við surið og sinalcoið. Fer mun betur í maga en áfengið! Takk fyrir mig, einu sinni enn og sætu skálina
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2008 kl. 11:51
Kannast alveg við SPUR og Sinalco en hitt veit ég ekkert hvað er hehe..mér hefur aldrei tekist að kynna mér áfengi nema Bailey´s .....hef átt svoleis flösku hér í nokkur ár...
Ægileg bytta sko
Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 14:18
Hvaða, hvaða, .. Baileys´s er svooo gott útí kaffið, sérstaklega þegar maður er í tjaldi! .. Já, þú ert augljóslega mikil bytta, hehe.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2008 kl. 16:45
Verð að fá að segja Horsí að Baileysið er löngu útrunnið hjá þér eftir mörg á lenti nefnilega í þessu átti eina lítersflösku sem Dóra mín gaf mér einhverju sinni er hún kom að utan ætlaði síðan að nota í ís sem ég var að búa til, en viti menn það draup úr flöskunni eins og um drafla væri að ræða, he ,he þetta er bara ég.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 17:59
Twenty-one var ógeðisdrykkur, líka Bianco (ég dey úr nostalgíu) og black russian (á Glaumbæjarárunum), asni og Dubonnet.
En Póló og lakkrísrör, Ananas og Sinalco omg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 00:35
Já er það ekki Milla? .. rennur ekki Bayleesið (eða hvernig það er skrifað) út á tíma eins og rjóminn? .. Það hefur að vísu aldrei gerst hjá mér. Ég og Svigesonnen eigum sameiginlegan uppáhaldsdrykk og það er einmitt kaffi með Baylees í stað rjóma slurp! ..
Black Russian, ó mæ god Jenný! - og ég sem drakk White Russian í Sigtúni! úff.. Ég fór víst aldrei í Glaumbæ, aðallega í Sigtún, Klúbbinn, Óðal, Borgina og Hollywood .. ó, hvað ég hef verið víðförul!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.12.2008 kl. 01:00
Fáið ykkur bara heitt kakó og málið er dautt.... áfengi er ekki þurfanlegt...
Ruglukollur!..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:06
Ætluðum við ekki báðar að vera sofnaðar Róslín? .. ég var víst á leiðinni að fara að sofa fyrir klukkutíma síðan! .. Mæli með kakói, eða heitu súkkulaði ef það á að vera ekta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.12.2008 kl. 01:35
Sko Glaumbær var toppurinn á sínum tíma og þó fram væri reiknað, annars fór ég á alla þessa staði nema hollywood.
Svaka fjör.OMG.engin spurning.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 13:05
Já, ég er nú svolítið sorry að hafa aldrei upplifað Glaumbar Milla!
Hmm.. kannski maður skreppi yfir til Serbíu, Hippókrates, til að næla sér í Sinalco.
Sé að þú, Auður, ert tilbúin með í þá ferð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.