Ströndin mín .. ljóðblogg

Fyrir framan gamalt hús, við lúið veðurbarið tréborð, sit ég með stráhatt og í bleikum bómullarkjól. Ég er með penslana mína og kartonið á borðinu. Sýsla við að blanda liti hafsins, hafsins sem gælir við gullinn sandinn og kyssir sólina góða nótt. Ómar gamla grammófónsins  læðast innan úr húsinu í takt við öldurnar. „Sh boom, sh boom, trallallalalalalala, Life could be a dream .. Þetta er ströndin mín.

Sjá myndina í fullri stærð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegt hjá þér Jóhanna mín.  Vona að þér líði sem best, þótt biðin sé löng.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk sætust, .. skrifaði þetta í gærkvöldi - þegar ég fór í hugarferðalag.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt "hugarferðalag"

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lalalalala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

obboslega fallegt

Ég söng í huganum þegar ég las restina...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:33

6 identicon

Hljómar girnilega, þetta hugarferðalag!!!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegt ferðalag, gangi þér vel á þessari vegferð.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:03

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.12.2008 kl. 06:10

9 identicon

Samdi einu sinni ljod

"ljod i linu er ekki ljod heldur ljodlina"

Man ad Sverri Stormsker fannst thad bara agætt!

Lifdu i lukku en ekki i krukku!

Lille Bror (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:50

10 Smámynd: Laufey B Waage

Virkilega fallegt hugarferðalag.

Góða helgi .

Laufey B Waage, 13.12.2008 kl. 10:41

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.12.2008 kl. 16:54

12 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þessi náttúrufegurð er einstök og er það dag frá degi.. Fegurðin hér á Akureyri í gær var einstök.  Um miðjan dag var fullt tungl í norðri á heiðum himni og bleikir fjallatoppar hvert sem litið var undan  sólinni og gular rákir á himni.  Ég sat fund á þessum tíma og var að stelast til að líta út.. Tók því miður enga mynd.

Eigðu daginn ljúfan.. og láttu þér batna mín Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:55

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elska þegar ég get farið á svona flug.  Það nærir sálina.  Njóttu dagsins.

Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 11:52

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Það kostar ekkert að fara í svona ferðalag. Flott lýsing á fínu ferðalagi.

Vona að allt gangi vel hjá þér.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:52

15 identicon

Fallegt hugarflug mamma mín en komdu frekar á ströndina mína..  ekkert hugarflug þar á ferð.. hihi;)    

 Hlakka til að sjá ykkur.. jiminn ég er að farast úr tilhlökkun!    

 Langar að sjá nýtt gleðiblogg..    :)

Knús Vala

Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband