Öðruvísi "gleðipilla" ...

Hlustaði á Kompás í bílnum á leiðinni heim, eða hluta hans og var þar verið að ræða ofnotkun geðlyfja. Eða réttara sagt of mikla ávísun lyfjanna af lækna hendi, sem að hluta til er rakin m.a.til sterkrar markaðssetningar (gróðrahyggju - surprise!).

Man eftir Prozac auglýsingu í erlendu tímariti þar sem á annarri síðunni er grátt tré (og á að tákna okkar grámyglulega líf) og á hinni síðunni er litríkt tré (líf eftir Prozac).

Já, auðvitað erum við þung og líður illa vegna helv... kreppunnar, gunguháttar Geirs, hroka Davíðs, bruðls ónefndra með almannafé,  morðanna í Gaza, eða bara myrkursins hér á Norðurhjara veraldar og langar í kannski flest að vera stödd á Grískri sólareyju valhoppandi í kærleikskeðju með blóm í hári ..

Hvað eigum við nú að gera í staðinn fyrir að láta ofangreint sukk og/eða geðlyfin gleypa okkur?  Hmm.. komið nú með tillögur...

Mæli með þessari gleðipillu; SMILE Smile


mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég væri alveg til í að vera valhoppandi á grískri sólareyju!
Þetta skammdegi dregur mig rosalega niður, það er svakalegt hvað dimma getur gert manni!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brosa út í eitt, maður fær svo mörg bros á móti og þá er ekki hægt annað en að gleðjast... og svo framvegis

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: Laufey B Waage

Já það er víst ábyggilegt að geðlyf eru ofnotuð á Íslandi. Og auðvitað vantar líka hvatningu (frá læknum) til að takast á við geðdeyfð með öðrum og heilbrigðari hætti.

Laufey B Waage, 20.1.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt allt of létt að nálgast þessi lyf.  Það sem mér finnst líka hræðilegt er að mörgu  fólki er gefið þetta eftir að maki deyr og í langan tima eða þar til það er orðið ,,húkkt".  Góðan daginn ætlaði ég að segja hér.   

Ía Jóhannsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jákvæð hugsun og hlátur eru besta veganestið.  Það er til dæmis alltaf hægt að hlæja að góðum brandara.  Og hláturinn lengir lífið ekki satt Jóhanna mín.

Þessi er í boði hússins. 

Hanna Sól við afa; afi hvar er mamma þín? 

Hún er dáinn elskan mínn.

Hver skjótti hana?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 10:03

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Græðgi, græðgi og aftur græðgi, eru bara skúrkar og glæpamenn þarna úti? Hugsa sér að nota neyð fólks svona fyrir peninga. Það þarf sko nýtt siðferði í þennan heim okkar hér og erlendis. Það er fátt sem kemur orðið á óvart. Þetta var frábær þáttur og meira að segja ég, ofvirka konan, sat allan tímann og hofði á.

Mér fannst hún Elín Ebba frábær, þarna er á ferð "alvöru" manneskja sem vill nýta auðinn í þeim sem þekkja best; sjúklingunum sem hafa reynt hlutina á eigin skinni. Meira svona fólk, takk fyrir.

Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 11:00

7 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Brosa oog verið góð hvort annað,göngutúrar,sund,það er svo marg hægt að gera til að lyfta á ser brúnina á hverjum degi,svo kostar það ekkert

Sædís Hafsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 13:10

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðipillur eru ekki eitthvað sem á að borða eins og smartís það er sko á hreinu, en stundum þarf fólk á tímabundinni aðstoð að halda og það á einmitt að nota líka eitthvað fleira en pillur í þannig ástandi svo lækningin endist lengur.  Ég brosi og brosi og það kemur mér ótrúlega langt.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:44

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðipillur/þunglyndislyf eru ofnotaðar það er staðreynd, stundum þarf að hjálpa fólki sem á í vandamálum, ég veit það. en ég er á móti því að fólki séu rétt einhver lyf og sagt komdu eftir mánuð, ég þekki konu sem lenti í þannig dæmi og er upp var staðið þá voru þeir bara alveg hissa þessir læknar.

Í því ástandi sem hér ríkir verður að hjálpa fólki til að það geti fundið öryggi í lífinu að það missi ekki húsnæðið sitt og geti séð fyrir sér og sínum.

Það er besta hjálpin að halda húsnæðinu og hafa vinnu, það þarf að skapa vinnu og það strax.

Svo er það að við hjálpum hvort öðru með því að vera góð og brosa.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:20

10 Smámynd: Anna Guðný

Nú vantar mig orð. Samfélags......  Málið er nefninlega að við gleymum okkur sjálfum. Við erum (oft) svo upptekið af því að fá nú allt sem við "eigum rétt" á að við gleymum skyldum okkar. Ríkið á að sjá um þetta, sveitarfélagið á að sjá um þetta, skólinn á að sjá um þetta. Jú það er rétt en við líka. Sveitarfélagið er ekkert betra en íbúarnir í því.

Einmitt þetta að brosa. Gullsígildi og gerum sem mest af því.

Ég er ekki bara á móti því að fólki sé rétt einhver lyf, mig langar svo til að fólk fatti það að t.d. eins og Sædís segir, sundferð og góður göngutúr með góðri manneskju er á við margar  gleðipillur, jafnvel þó þær virkuðu eins og á að gera.

Líka sammála því með græðgina. Grægðin hefur farið eins og holskefla yfir landið síðustu ár. Og mjög margir smitast. Ekki bara stjórnmálamenn og pappírspésar, líka venjulegt fólk. Hver kannasti ekki við einhvern sem rembist við að eignast bíl eins og nágranninn? Eða fellihýsi?  eða hjólhýsi? Þetta var bara venjulegt fólk, hafði bara ekki aðgang að eins miklum upphæðum og pappírspésarnir. Og gleymdi því kannski í augnablikinu að þau höfðu kannski ekki eins góð laun og nágranninn og höfðu einfaldlega ekki efni á fellihýsinu og hefðu bara átt að láta tjald duga.

Fyrirgefðu Jóhanna mín er þér finnst þetta of langt. Þá styttirðu það bara.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 20.1.2009 kl. 18:48

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir ykkar innlegg elskurnar, ég hef verið fjarri góðu gamni (eða bloggi) búin að sofa mest allan daginn og var að koma af læknavaktinni - og þurfti að fá pillur, ég sem var að mótmæla pillum. Að vísu pensillínpillur til að ráðast á hálsinn minn sem ætlar ekki að hætta að vera leiðinlegur þrátt fyrir að búið sé að rífa úr honum kirtlana og alles!

Anna Guðný - ég fagna innleggi þínu og ykkar allra - þau eru aldrei of löng!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.1.2009 kl. 19:27

12 identicon

...... ein stór og mjúk kókosbolla 

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:54

13 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég þekki nokkra/rar sem þurfa að nota þessi gleðipillulyf . Og ég hef enga/ann séð verða betri eftir svona gleðipillu át.

Kannski er það til og ef að það hjálpar þá er það gott.

En, flestir bara þyngjast og fá bjúg og eiginlega allt annað en það vildi fá.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:22

14 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ég hef skrifað um þessa skelfingu og fengið ofaní gjöf.. þori ekki... þó mig langi að ræða um það mun dýpra  núna... en ætla að benda ykkur á síðu seinna sem er glæ ný, þar sem það er ný byrjað  að halda dagbók barns.. sem er verið að trappa niður af lyfjagjöf .. með góðum árangri, án vitneskju skólayfirvalda og lækna..Spennandi og þarft verk..

Sigríður B Svavarsdóttir, 22.1.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband