Fáni vor sem friðarmerki, fara skalt á undan nú ..

 

Ég styð fólk með hvítan fána. Hvítt er litur friðar og hreinleika og þá heilinda. Heilindi er það sem við þurfumá að halda,  númer eitt, tvö og þrjú, frá hverjum þeim sem taka að sér stjórnvölinn. Við viljum vita að bílstjórinn taki ekki rútuna út í glannaakstur eða ófærur. Hvítt er litur höfuðsins og andans.

 

Ég styð fólk með íslenska fánann. Fólk sem vill landi og þjóð gott og vill samheldna og samvinnufúsa þjóð. ,,Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér." Íslenski fáninn er  fallegur, blái liturinn táknar málfrelsið okkar, fjöllin, hafið og himininn. Hvíti liturinn andann og heilindin og jöklana okkar. Rauði svo eldfjöllin og er hin mikla spriklandi lífsorka og eldmóður. Rauður er líka andans litur.

Sjá mynd í fullri stærð

 Ég styð fólk með appelsínugulan fána. Fólk sem vill mótmæla án ofbeldis. Appelsínugulur er líka orkumikill, litur sköpunargleði og íhugunar.

Allt það sem ég hef sagt hér að ofan um fánana er ekkert voðalega fræðilegt, bara mín tilfinning fyrir þessum fánum. Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst (vitið)  um fánana.

Fánarnir eru tákn einhvers, en verum þess verð að bera þá og látum þá fara á undan með friði.

Ég styð ekki fólk með svona ræningjafána.  Fólk sem fer með ófriði, ofbeldi og hegðar sér eins og verstu ribbaldar. Ég hef efasemdir um réttmæti þess að stimpla þessar myndir á barnaföt sem hefur verið vinsælt lengi.

Lifum heil og störfum.


mbl.is Hvítir borðar í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá hvað ég er sammála þér

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Okkur í stjórn Jóga, á stundinni!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flokkur megabloggara lengi lifi, HÚRRA

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég stið frið og terra cotta litir eru mínir uppáhaldslitir ásamt hvítu.
Flott nýja myndin að þér mín kæra.
Ljós í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

HEYR,HEYR

Sædís Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband