Dagbók 26.janúar 2009

Lífið er vissulega súrt og sætt þessa dagana. Hann Henrik minn elskulegi "svigeson" átti 35 ára afmæli í gær, 25. janúar,  og voru þau Eva (og Máni) með opið hús og buðu upp á myndarlegan bakstur og brauðtertur!

Til lykke Henrik!

Í gær þurftum við líka að fara með mömmu á spítala, en hún fékk væga kransæðastíflu og glímir við ýmislegt fleira sem skerðir lífsgæði hennar.

Vala er að koma heim á fimmtudagsmorgun, og hlökkum við til að taka á móti henni.

Fjölskyldumálin hafa leitt athyglina frá umróti í pólitík, ég fer að kíkja í kringum mig.

Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kærleiksknús til ykkar

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.1.2009 kl. 23:53

2 identicon

Sæl Jóhanna.

Kær kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús í þitt hús

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Bara að kíkja við hjá þér og sjá hvað þú ert að bardúsa Ég fór með annan strákinn minn í dag upp á Slysó til að láta fjarlægja gips eftir fótbrot.  Þetta tók dágóðan tíma en allt gekk vel.  Ég var einmitt að hugsa á Slysó hversu uppteknir allir eru af ástandinu í þjóðfélaginu. Sjónvarpið í biðstofunni var á fullu og starfsfólk Slysó virtist sumt vera talsvert upptekið af því

Mér finnst eiginlega hvergi friður fyrir þessu ástandi. Svo er maður reyndar á kafi í þessu sjálfur líka að vissu marki

Ég held að þjóðið þurfi eina góða slökunarhelgi núna á næstunni og losa aðeins um spennu og kvíða áður en við hendum okkur í slaginn aftur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Auður Proppé

Einbeittu þér að fjölskyldumálunum Jóga mín, stjórnmálin eru ekki falleg þessa dagana frekar en fyrri daginn.  Óska mömmu þinni góðs bata mín kæra

Auður Proppé, 27.1.2009 kl. 08:51

6 Smámynd: Laufey B Waage

Auðvitað eru fjölskyldumálin í forgrunni hjá almennilegu fólki.

Vonandi á mamma þín betri daga í vændum.

Laufey B Waage, 27.1.2009 kl. 09:01

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 27.1.2009 kl. 09:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka góðar kveðjur, já þegar eitthvað bjátar á hjá manns nánustu þá verður allt annað einhvern veginn svo fjarlægt.

Margrét, ég tek undir þetta með þér. Við þurftum líka að slökkva á fréttatíma sjónvarps í fundarherbergi á spítalanum þegar við vorum að ræða við heilbrigðisstarfsfólk vegna mömmu, svo við fengjum frið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2009 kl. 10:30

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel með mömmu ykkar kær kveðja elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:22

10 identicon

Takk fyrir ógleymanlega heimsókn til ömmu í gær :) Vona að henni fari að líða betur samt núna..

Tak för födselsdagshilsen fra svigesön.

knuz.. Ev

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:15

11 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Knús á línuna

Sædís Hafsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 10:48

12 identicon

Sæl Jóhanna mín!

Vona að henni mömmu þinni líði betur og að  hægt verði að grípa til einhverra ráðstafana til að auka lífsgæði hennar.

Fjölskyldan skiptir mann öllu í lífinu!

Kær kveðja 

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:44

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 16:16

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín elskuleg til hamingju með svigesonen, og vona svo sannarlega að mömmu þinni líði betur, það er ekki auðvelt er þau veikjast og missa sín lífsgæði þessar elskur.
Ljós og kærleik til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 16:32

15 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig mín kæra, ég veit hversu erfitt þetta er þegar um er að ræða veikindi hjá ástvinum.

ég er að reyna að kíkja á mínar konur á blogginu, hef verið að vinna og á kafi að prjóna...

Ragnheiður , 30.1.2009 kl. 22:49

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband