Jákvæðni-og heilsukúr ....

Í morgun vaknaði ég og ákvað að vera óhóflega bjartsýn. Veit ekki hvort það var þess vegna en mamma var orðin miklu hressari í dag og sjálfri sér lík. Sat hjá henni á spítalanumí kvöld og við horfðum saman á fréttir, spaugstofuna og söngkeppni; henni fannst Hera best! LoL .. (fyrir þá sem ekki vita þá var sýnt atriði Heru úr Eurovisionforkeppni danska sjónvarpsins). Mamma var ein á stofunni, svo við gátum stillt sjónvarpið hátt! Hjúkrunarfólk leit inn til okkar við og við en starfsfólkið á deild 14E á Landspítala er hvert öðru yndislegra og mamma þakklát fyrir öll elskulegheitin og við aðstandendur ekki síður. InLove

Nú ætla ég að prófa að halda áfram í "jákvæðnikúrnum" .. prófa að vísu einn dag í einu, en takmarkið er lágmark 21 dagur. Þann 21. febrúar ætlum við starfsfólkið í skólanum svo að halda okkar árshátíð, sem "by the way" mín er að skipuleggja. Svo, mánuði síðar, 21. mars ákváðum við Tryggvi að hafa svona gamaldags partý fyrir vini hans/mína/okkar. Sendum út boð með góðum fyrirvara svo fólk gæti byrjað að æfa sig fyrir húla-og limbókeppni. Slíkt er ómissandi í góðu partýi! .. Wizard..

Reyndar er víst best ég bæti smá heilsukúr við jákvæðnikúrinn, hef aðeins dottið úr gír með mataræðið, reyndar dottið ofan í nammipoka! Blush 

Þakka innilega fyrir góðar kveðjur í síðasta bloggi..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel í kúrunum

Gott að mömmu þinni er farið að líða betur

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Guði séu þakkir að mamma þín er miklu hressari.

Hef verið í bloggleti.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú verður að kenna mér að taka svona ákvörðun, að vera óhóflega bjartsýn!
En æðislegt að heyra með hana mömmu þína, Jóga mín!!


Verð bara að deila því með þér að ég var að tala við Rafn fyrr í kvöld og hann hélt að þú værir frænka mín. Hann samþykkti það samt alveg að þú værir andleg frænka, ekkert blóðtengd mér samt...

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bara "spennandi og skemmtilegir tímar framundan" hjá þér Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:26

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir Jónína, já - ég ætla að vera dugleg!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2009 kl. 09:33

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl Rósa, já Guði séu þakkir - vona að hún haldi áfram á batavegi, og ætla að vera bjartsýn áfram!

 Takk fyrir Jenný mín.

Ég treysti "spádómum" þínum Sigrún.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2009 kl. 09:35

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, ... það er uppskrift að jákvæðnikúr í bók sem heitir "Skyndibitar fyrir sálina"  Það felur í sér að hrinda frá sér neikvæðum hugsunum og tala aldrei um neitt neikvætt. Til dæmis ef þér er illt einhvers staðar þá bara talar þú ekkert um það!

.. Segjum að þér sé illt í bakinu, en ekki höfðinu, þá í staðinn fyrir að tala stanslaust um bakverkinn þá talar þú um hvað þér líði vel t.d. í höfðinu eða handleggjunum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2009 kl. 09:38

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 1.2.2009 kl. 09:48

10 identicon

Þetta er frábært hjá þér, Jóhanna mín. Ég er mikið búin að heyra um þessa bók "Skyndibitar Fyrir Sálina" hvað hún sé góð, ætla mér að lesa hana einhverntíma.

Gott að mamma þín hefur það betra.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:09

11 Smámynd: Charlotta R. M.

hihi...er samferða þér í jákvæðnikúrnum kæra systir OG heilslukúrnum datt rækilega oní nammipokann í gærkvöldi...en meina, það er nú ekki hættulegt ;)

Charlotta R. M., 1.2.2009 kl. 11:10

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ásdís, það er mjög sniðugt að hafa "Skyndibitana" á náttborðinu hjá sér. Alltaf hægt að fletta upp í henni. Ég lánaði mína, verst ég man ekkert hverjum! .. en vonandi er viðkomandi í rosa stuði! Er líka með hugmynd í maganum að halda námskeið í henni við tækifæri, gaman fyrir mig og vonandi þátttakendur!

Lotta, flott að vera samferða!! ..byrjaði daginn á nýkreystum ávaxtasafa; vínber, gulrætur, epli, appelsínur og engifer! .. síðan SpecialK + muesli og léttmjólk, 1 pinku kaffibolli.  Verð orðin eins og (ný)kreist tannkremstúpa (sko kreist í miðjunni)  í laginu fyrr en varir.  Veit að þessa stundina ert þú að ryksuga og svitna í 20 mín. Hef ekki tekið 20 mínútur í neitt í morgun hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2009 kl. 11:22

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábært framtak enda ert þú bara frábær. Ég líka. ( Sko þetta er smitandi! )

Rut Sumarliðadóttir, 1.2.2009 kl. 12:05

14 identicon

Sæl Jóhanna.

Mínar bestu kveðjur til ykkar mæðginna.

Ég hef lítið getað fylgst með útaf heilsunni ,frekar látið það ganga fyrir að skrifa en að kvitta hjá bloggvinunum þegar ég komst til lífsins,og er það miður.

En allt er hægt að laga og endurbæta. Já, hver veit nema að ég fari í eitthvað limbo.

Enn og aftur Kærar kveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:56

15 identicon

Hej Joga.

Din mor har fuldstændig ret...Hera var super god :-) Hils hende.

Knus Helle 

Helle Hagh (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:50

16 identicon

Ef það er eitthvað sem ég tengi við ykkur systurnar þá eru það HEILSUKÚRAR !!! Bara fínt hjá ykkur að bæta við jákvæðniskúrum ;) 

Gangi þér vel mom... veit þú getur sagt nei við óhollustu... hmm.. því miður erfði ég það ekki... 

Luv.. Ev

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:36

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég á mjög erfitt með að koma mér upp úr nammipokanum sem ég datt ofan í um jólin

Líði mömmu þinni og þér og þínum sem best

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.2.2009 kl. 01:29

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hej Helle, glæder mig at "se" dig. Ja, jeg fik "gæsahúð" .. kan ikke huske hvad man siger på Dansk.  Jeg hilser min mor fra dig.

Hils Stig og Nanna

Rut mín - þú ert frábær! .. við skulum bara halda áfram að segja hvor annarri það og við endum "on top of the world" !!!..

Rétt Eva, þú þekkir okkur, hehe..

Takk fyrir kveðjuna Margrét.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.2.2009 kl. 07:37

19 Smámynd: www.zordis.com

Batakveðjur á móður þína!!!

Jákvæðni er holl og góð ooooog svo miklu betra að vera til. Ef þig langar í gleðifæði þá er Brokkolý og Spínast hamingjufóður í kroppinn ...

Líst vel á veisluhöldin, kanski ég gíri mig uppí grímufataveislu þar sem að Carnevalhátið er í lok mánaðar!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 10:02

20 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að mömmu þinni líður betur.

Einn dagur í einu, - það er málið.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, - stendur einhvers staðar. Partý 21.mars!! Ég er að vísu mjög "dugleg" að plana fram í tímann ein með sjálfri mér, - en að taka bindandi ákvörðun með því að bóka far, eða hringja í fólk o.þ.h. - það geri ég helst ekki fyrr en "korter í". Er að reyna að taka á þessara frestunaráráttu.

Laufey B Waage, 2.2.2009 kl. 11:38

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð elsku Jóhanna mín, ég á skyndibita fyrir sálina og er hún bara frábær það er einnig bókin hjálpaðu sjálfum þér eftir Louis L. hay.
Þessar tvær bækur eru eiginlega biblíurnar mínar.
Gott að mömmu þinni lýður betur.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 11:47

22 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.2.2009 kl. 10:56

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir hjörtu og gleði gleði , þið jákvæðu konur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.2.2009 kl. 15:57

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín elskuleg í kvöld.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband