Hættan er ljós ...

Tekið af síðu Landlæknisembættisins. :

"Árið 1992 gaf Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnunin út yfirlýsingu þar sem fram kom að nægar vísindalegar upplýsingar lægju fyrir til að fullyrða að útfjólubláir geislar gætu valdið sortuæxlum og öðrum húðkrabbameinum. Útfjólubláa geisla er að finna bæði í geislum sólarinnar og ljósabekkja.

 Hættan er ljós - auglýsing
Þessi auglýsing birtist í dagblöðum 10. mars 2004 sem liður í fræðsluátaki til að vara fermingarbörn við notkun ljósabekkja. Smellið á myndina til að lesa texta auglýsingar.

Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að sólargeislar og sérstaklega geislar ljósbekkja valda ótímabærri öldrun húðarinnar með hrukkumyndun, æðaslitum og litabreytingum. Aðaláhyggjuefnið er hins vegar að algengi sortuæxla (melanoma) hérlendis hefur aukist verulega á undanförnum áratugum.

Sortuæxli eru líffræðilega séð með ágengustu krabbameinum sem þekkjast. Þau myndast frá litarfrumunum sem framleiða litarefni húðarinnar. Oftast er auðvelt að lækna þau, greinist þau snemma, en þau geta reynst banvæn greinist þau of seint."

Það er hægt að lesa meira um þetta á vef Landlæknisembættisins sem ég vísaði í hér í upphafi, en einnig eru mjög góðar greinar á síðu Húðlæknastöðvarinnar.

Nú fer tími ferminga að koma í hönd og persónulega finnst mér að ljósalampar ættu ekki að vera leyfðir fyrir börn, að sama skapi og börn fá ekki að kaupa tóbak.

Steingrímur Davíðsson, húðlæknir segir:

"Ungmenni undir 18 ára aldri ættu aldrei að nota ljósabekki. Þetta er vegna þess að ónæmiskerfi húðar hjá börnum og unglingum er ekki eins þroskað og fullorðinna."

Jæja, mér fannst mér skylt að vekja athygli á þessu, lá í ljósabekkjum sjálf þegar ég var yngri og hef alla tíð verið gráðug í sólina. Greindist síðan með sortuæxli í vetur, en var svo heppin að ég fór nógu snemma til læknis þannig að það var hægt að skera það burt. Það eru, því miður,  ekki allir svo heppnir.

Aldrei datt mér í hug, meðan ég var hrópandi um þá áhættuhegðun að reykja að ég sjálf væri að stunda áhættuhegðun með fyrst ljósalampanotkun og svo að grilla mig varnarlaus í sólinni! Shocking

 


mbl.is Minna húðkrabbamein vegna fækkunar ferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm allt er best í hófi

Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er algjörlega sammála þér, hef aldrei ánetjast ljósabekkjum og helst við í sól ef eitthvað skyggir á mig.

Börnin eiga ekki að líta út eins og moldvörpur er þau fermast.

Góð færsla hjá þér Jóhanna mín og þörf, en það er eins og þetta síist aldrei inn, það eina sem gæti bjargað þessu er að það er víst "inn" núna að fara í svona brúnkumeðferð frekar en ljósabekki.

Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Auður Proppé

Þegar ég var sjálf "ung", afstætt hugtak, var vitneskjan ekki til um hættuna sem ljósabekkjum fylgir.  Dóttir mín fermdist í fyrra og var ég með allt sem viðkom fermingum á heilanum eins og gengur og gerist.  Mikið fór það í taugarnar á mér þegar sólbaðsstofurnar auglýstu hver í kapp við aðra sérstök fermingartilboð til að vera brún/brúnn fyrir ferminguna.  Ótrúlegasta var að margir foreldrar leyfðu börnunum sínum að fara, aaarrggh það á að banna þetta eins og þú segir með tóbakið innan viss aldurs.

Auður Proppé, 22.2.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þegar ég var í mínu námi fyrir rúmum 20 árum síðan þá fékk ég það beint í æð hvernig ljósabekkir og mikil sól færi með okkur, sá fullt af ógeðslegum myndum o.s.frv. það liggur við síðan að ég leyfi ekki sólinni að skína einu broti á mig

Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Húðlitur sem er mátulega sólbrenndur er fallegur.

Sólin er fín.

Öllu má ofgera.

Ef maður ætti að varast allt sem talið er vera krabbameinsvaldandi gæti maður lagst niður og dáið, þ.e.a.s. ef það er ekki dauðhættulegt líka.

Sól, sól, skín á mig.

Lalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Ragnheiður

Sólin er líklega skaðminni en þessir skrambans bekkir. Ég skil heldur ekki afhverju þetta er fínt ?

Um að gera að vísa á alla skaðvaldana, ekki bara tóbakið.

Ragnheiður , 23.2.2009 kl. 18:52

8 identicon

Sæl Jóhanna.

  Ljósabekkir er hrikalega ofnotað hér á landi

.Ég þekki ekki mikið af kvenfólki af yngri kynslóðinni. en þær sem að ég þekki og kannast við stunda þetta að fara í ljósaböð alla vega helmingurinn af þeim. Og þetta er eitt aðal atriðið fyrir fermingu hjá stúlkum er að fara í marga ljósatíma fyrir ferminguna er hryllilegt til hugsa til.

Góð ábending hjá þér og mætti unga kynslóðin lesa þetta hjá þér.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband