Kreppa og krabbamein ..

Góðan dag!

Dagurinn í dag er einstaklega góður vegna þess að ég er búin að ákveða að hann verði það! Smile ...

Mig langar að deila með ykkur gullkorni sem ég fékk frá lækninum mínum, en hann varaði mig við því að áhyggjur af sjúkdómi gætu gert fólk veikara en sjúkdómurinn sjálfur.

Sjúkdómur þjóðfélagsins er kreppa, við megum ekki láta hugsunina um hana beygja okkur meira en kreppuna sjálfa.

Kreppumst ekki saman vegna krepputals, aukum ekki á hana með neikvæðni,  heldur tökum höndum saman, styðjum við bakið á hvert öðru og ráðumst gegn kreppunni með jákvæðri hugsun í lausnaleit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyr heyr Jóhanna mín. Góð orð inn í góðan dag.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 26.2.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég heyrði í utvarpinu í gær að þeir eru búnir að finna hamingjugenið, tvær langar er málið tvær stuttar er neikvætt, ein löng og ein stutt er algengast, en ekki spyrja mig hvað þetta heitir, það er bara í heilanum og svínvirkar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Gott innlegg í daginn

Sædís Hafsteinsdóttir, 26.2.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Löng, stutt, löng. Þannig var númerið í sveitinni í gamla daga. Ætli ég sé ekki föst þar?

Rut Sumarliðadóttir, 26.2.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert svo mikill vitringur!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:21

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hó, hó, hó, .. klukkan er 16:47 og dagurinn hefur verið alveg ágætur skal ég segja ykkur, ...fór meira að segja til tannsa og það var nú bara mjög gott því ég kom aftur með hreinsaðar og fínar tennur!  .. bíddu svona:  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rut, nei nei .. ekki föst!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2009 kl. 16:49

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tvær langar - líst vel á það!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Laufey B Waage

Frábært gullkorn.

Laufey B Waage, 27.2.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband