Sunnudagur, 1. mars 2009
Missti -12 cm á 10 dögum á aðhaldsplástri frá Lifewave, en ég sama og ekki neitt! .. ;-)
Jæja, ég var búin að lofa reynslusögum af Lifewave plástrum. Er með tilraunir í gangi - við systir mín vigtuðum okkur og mældum fyrir 10 dögum síðan og endurtókum síðan dæmið í gær.
Höfum hvorugar verið að stunda líkamsrækt með, að vísu fór sú eldri í einn tíma daginn sem við mældum.
Well fyrstu niðurstöður:
Ég (sem reyndar fór á sukkárshátíð o.fl.) hef minnkað um 500 grömm að þyngd, en ekkert í ummáli, tja 2 cm í mittið kannski. Systir mín um 1,5 kg. En um hana má segja að hálfgert kraftaverk sé í gangi. Veit ekki hvernig þetta er hægt, vændi hana um að fara í Trimform og allt, en hún sagði svo ekki vera.
Hún missti s.s. á þessum 10 dögum:
brjóst - 4 cm, mitti - 12 cm, mjaðmir - 2 cm. Ég hef nú aldrei heyrt slíkar tölur á svona stuttum tíma
Næsta mæling hjá okkur verður á fimmtudag - og spennandi að vita hvort að kraftaverkið heldur áfram.
hægt er að versla þennan plástur beint á www.lifewave.com/bot
Er að fara að prófa hrotu/svefnplástur á nákomnum ættingum!
Athugið að við 90USD bætast um það bil 4.000.- krónur íslenskar í tolla og skatt.
Kveðja,
Jóga heilsubót
Athugasemdir
Úps .. ætlaði að blogga þetta á plástursblogginu .. hehe læt þetta standa hér í þetta skiptið ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 18:00
Fróðlegt....bíð frekari frétta
Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 18:03
Hrotu og svefnplástarnir hafa virkað rosalega vel fyrir minn mann..og um leið bætt minn svefn verulega. Svona tveir fyrir einn hehehe
Hlakka til að prófa hina en fæ mína á morgun og hlakka rosalega til. Gaman að fylgjast með árangri ykkar systra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.