Bylgjan jákvæð í viku .. ég ætla að taka mér þá til fyrirmyndar og blogga jákvætt í viku!

Held að þjóðin ætti að prófa að stilla sig í "Secret" gír og reyna að laða að hið góða og jákvæða.

Í bókinni "Skyndibitar fyrir sálina" er einnig talað um mátt orðanna, og hvernig við getum talað jákvæðni í okkur sjálf (og þá auðvitað neikvæðni).

Það er gott að fara með stuttar bænir og/eða jákvæðar setningar, mælt er með að fara með þessa setningu sem  læknirinn Emile Coué setti saman, upphátt fimmtán sinnum í röð, þrisvar á dag:

"Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur!" x 15  Smile 

(Gerir ekkert til að prófa) ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ætla að byrja á því að senda hrós á bloggvini og sjá hvort það virkar ekki jákvætt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert alltaf jafn skemmtilega skrýtin!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.3.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm, ég ætla að taka þig og Bylgjuna mér til fyrirmyndar og reyna að vera svolítið jákvæð hérna á blogginu

Jónína Dúadóttir, 2.3.2009 kl. 06:24

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líklega of mikil svartsýnismanneskja til að svona virki á mig, hef reynt þetta úr skyndibitum. Er þó ekki að gera lítið úr því að vera jákvæður. hrós á þig tilbaka, flott framtak.

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Tiger

  Ég er reiðari í dag en ég var í gær - og fúlari x 25!

 Nei, ég var sko bara að prufa hvort það væri líka hægt að gera þetta á vitlausa veginn - sko að gera sig aðeins fúlari en fúll á móti. Alveg sama hvað ég reyni, mér tekst það ekki - er alltaf jafnglaður og kátur sko! Haha ...

Knús og kram á þig dúllan - frá kaddlinum í hvíta hlírabolnum (sko - í hita og móki á spáni sko, er ekki hægt að vera í neinu öðru haha - og myndin var tekin á spáni í haust sko) ...

Tiger, 2.3.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Laufey B Waage

Jákvæðar staðhæfingar svínvirka. Ég gæti nefnt skriljón persónuleg dæmi.

Laufey B Waage, 2.3.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband