Heiðarleiki er það sem fólk sækist eftir

Ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að finna aðra manneskju til að taka að sér formannsembætti Samfylkingar en Jóhönnu Sig., það á aldrei að þrýsta of hart á fólk til að taka að sér embætti, það kann  ekki góðri lukku að stýra. Flott að láta fólk vita að það sé stuðningur við það, en að ota einhverjum í stórt embætti sem hann tekur ekki að sér af heilum hug eða af röngum forsendum er rangt.

Kjósendur leita eftir manneskju sem tekur að sér þjónandi forustu inn í von um bjartari framtíð. Manneskju sem setur fólk í fyrsta sætið, fólk af öllum stærðum og gerðum.

Jóhanna Sig. virkar heil manneskja, samkvæm sjálfri sér - þó ekki sé hún fullkomin frekar en aðrar Jóhönnur þessa heims Smile  

Það er það sem fólkið er að sækjast eftir, en eftir sem áður þá ekki er hægt að klóna Jóhönnu .. 

 


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held samt að það fylgi einhver sérstaklega góður engill nafninu Jóhanna

Jónína Dúadóttir, 11.3.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eitthvað virðist vera djúpt á arftaka Ingibjargar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Meira bullið. Konan er búin að segja nei. Eins og aðrir getir ekki tekið þetta að sér. Þoli illa svona persónudýrkun. Sbr. Doddi í Sjálgræðgisflokknum.

Rut Sumarliðadóttir, 11.3.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

.. Það er eitthvað við þessar Jóhönnur!

Var einmitt að horfa á þing rétt áðan og hún mætti heldur ekki þangað, það var verið tala um eitthvað og eitthvað og maðurinn var rosalega fúll. Fundarstjórnandi held ég og sagði að þetta væri ekki heiðarlegt. Að það ætti bara að fresta þessu þangað til að háttvirtur forsætisráðherra, Jóhanna mætti á svæðið!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.3.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu, nú er blysför, úfff.. hvað þetta er vandræðalegt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.3.2009 kl. 16:25

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

blysför?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:41

7 identicon

Sæl Jóhanna.

Þetta var nokkuð góð yfirlýsing hjá þér.

Það á engan að þröngva til eins né neins,

en ef að Samfylkingin fer í stjórn næst. Þá vil ég sjá hana í forystu.

Hún er heil í því sem hún gerir og er fædd til að leiða fólk til góðra verka

Hefur ennþá orku og áræði og það er vel.

Og það er  rétt hjá þér , að hún er  ekki fullkomin.......hver er það ?

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 03:46

8 Smámynd: Auður Proppé

Sammála Rut, þetta er orðin of mikil persónudýrkun.  Það á ekki að setja svona gríðarlegan þrýsting á eina manneskju, hvaða flokki sem hún er í.

Auður Proppé, 12.3.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband