Fimmtudagur, 12. mars 2009
Jóhönnur undir feldi
Það hafa fleiri Jóhönnur legið undir feldi undanfarna daga. Að vísu ekki mikill tími til legunnar vegna anna. Ég hef setið á rökstólum með sambýlingnum og hópi vel viljandi fólks undanfarið, við höfum verið í miklum "brainstorm" hvort að við gætum sett saman lista sem myndi svara þörfum þeirra sem væru óákveðin. Svara þörfum FÓLKSINS, því vissulega á pólitík að snúast um fólk fyrst og fremst. Já, við erum að tala um einn flokk í viðbót!
Sumir hafa gert grín að því að starfsreynsla Jóhönnnu liggi í því að vera flugfreyja, en að vissu leyti hlýtur það að vera einn af hennar kostum, því þjónustulundin er undirstaða flugfreyjustarfsins. Svo hefur auðvitað allt fólk sem komið er af barnsaldri einhverja lífsreynslu í fararteskinu, sem ætti að auðvelda því að setja sig í spor annarra.
Ég hef mikið hugsað út í það hvað ég persónulega gæti gert í pólitík og hvar minn styrkur lægi. Fjölbreytilegur náms-og starfsferill og brokkgeng ævi, þar sem ég hef unnið við skúringar, aðhlynningu aldraðra, sem aðstoðarskólastjóri, sjálfstyrkingarnámskeiðahald, innan kirkjunnar við sunnudagaskóla, við sölumennsku o.fl. o.fl.
Lífsreynsla mín er fjölbreytt. Ég hef bæði gengið með storminn í fangið og fengið hann í bakið. Ég vinn stöðugt í því að læra af því sem ég hef reynt og nota það á uppbyggilegan hátt þannig að mér takist að virkja storminn mér í hag.
Allir sem þekkja mig og hafa lesið bloggið mitt vita að ég er mikill jafnréttissinni í hjarta mínu og málefni alls fólks - enginn þar undanskilinn kemur mér við. Ég er mjög frjálslynd í trúmálum og tel að á meðan leiðin að kærleikanum er vörðuð án ofbeldis eða valdníðslu sé hún rétta leiðin.
Ég trúi á varnarmúra en hata valdamúra.
Við þurfum að fara að taka ákvörðun um áframhald, okkur vantar gott fólk í hópinn, fólk sem er siðað og kemur fram við náungann af kurteisi og er tilbúið að vinna opinskátt - við erum ekki öfga hægri eða öfga vinstri, við erum fólksins fyrst og fremst.
Ég vil vinna fyrir nútíð og framtíð unga fólksins, öryrkja, gamalmenna, einmana fólksins .. og bara alls fólks í landinu.
Dóttir mín sagði mér nýlega að mikið af ungu fólki væri komið með upp í kok af pólitík þessa lands og ætlaði að skila auðu. Það er ein af meginástæðum þess að mér finnst að við þurfum einn flokk í viðbót sem svarar þörfum unga fólksins. Stýrir landinu ekki í sama farveg og það var komið. Við höfðum villst af leið - við þurfum ekki aftur þetta eyðslusamfélag þar sem enginn hefur tíma fyrir einn né neinn. Við þurfum samfélag þar sem fólk hefur tíma fyrir fólk og þar er ég ekki undanskilin.
Um leið og fólk hefur tíma fyrir fólk minnkar þörfin fyrir alla þessa veraldlegu hluti sem við höfum sankað að okkur, fyllt geymslur og bílskúra. Söfnum frekar fólki.
Þori ég, get ég, vil ég - ber mér kannski skylda til? Kosningabarátta kostar fólk, kostar peninga, kostar tíma og kostar vinnu. Ég er að safna fólki, ætla ekki að ropa út úr mér löngum loforðalista - þó okkar fámenni en þó sterki hópur sé búinn að liggja yfir lausnum og teljum okkur hafa fundið allnokkrar. Við ætlum að blása í lúðra fljótlega - það á ekki að fara fram hjá neinum, og fæ vonandi þig til að hjálpa okkur, a.m.k. að mæta og sjá fyrir hvað við stöndum.
"Við" erum bara venjulegt fólk sem langar að gera samfélaginu gagn og sjáum ekki farveginn okkar í þeim flokkum, hreyfingum, né listum sem fram eru komnir. Einhver okkar hafa verð í öðrum flokkum og hafa lært af því, en einnig af þeim mistökum sem þar áttu sér stað.
(Ekki að það sé ekki flott fólk inni á milli á þessum listum).
Meira get ég ekki sagt í bili, enda kallar önnur skylda. Ég er enn svo lánsöm að þurfa að mæta til vinnu. Það geta ekki allir sagt og þar þarf einnig að hjálpa til.
Ef þú hugsar á þessum nótum, ert jákvæð manneskja sem getur rætt á málefnalegum nótum, hefur þor, vilja og getu til að starfa í undirbúningshóp fyrir stofnun endilega sendu mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com og ég hef samband til baka.
Enginn mætti í blysförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóhanna.
Hugsa, ákveða og svo framkvæma !
Það er einmitt það, ekkert gerist án hreyfingar !
Ég er ekki nógu heilsuhraustur í svona í vor... kannki seinna,en gangi þér vel.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 08:52
Takk Þórarinn minn, pistlarnir þínir eru nú svo fullir af innblæstri, þú kemur með innlegg þín þar! Þú ljáir rödd þeim sem oft lítið er hlustað á.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 09:19
Alveg væri ég til í þetta elsku Jóhanna mín, en heilsan leifir það ekki.
Mun samt fylgjast vel með.
Ljós yfir þetta hjá þér
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 15:55
Takk Milla mín, segi það sama og við Þórarin þið eruð mér bæði góður innblástur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 15:59
Ég hlakka til að heyra niðurstöðurnar - ég hef áhuga og er ótrúlega góð manneskja, held ég sko, en hef ekki aldurinn!
Gangi ykkur vel með þetta!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.3.2009 kl. 17:05
Takk fyrir það Róslín mín. Þú átt örugglega eftir að koma sterk inn þegar þú nærð aldri. Margt fólk, mun eldra en þú hefur engan áhuga á samfélagslegri ábyrgð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 18:13
Ef þú færir í pólitík Jóhanna vona ég nú að fleiri myndu mæta í blysförina en til nöfnu þinnar En gaman væri að fá nýtt framboð.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:30
Hilmar, tel þetta ekki snúast um blysfarir til ákveðinna persóna ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 20:11
Ef það verður eitthvað stórfenglegt úr þessu Jóga mín, eða a.m.k. eitthvað, því ég veit að ég geti treyst mér í eitthvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert nefninlega traust og góð manneskja, heyrðu, þá ef það verður eitthvað, og enn þegar ég verð nógu gömul, þá kem ég alveg pottþétt í ykkar flokk!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.3.2009 kl. 21:45
Ég hef heilsu, aldur og fyrri störf. You can count me in !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 13:33
Takk fyrir hrósið Róslín mín
Guðsteinn Haukur komdu fagnandi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.