Mánudagur, 16. mars 2009
Margir "sigurvegarar" ...
Ég vona að allir ný-yfirlýstir sigurvegarar séu vinninganna verðir, hvar í flokki sem þeir finnast. Ég hef nú gefið auga góðu fólki sem er hvergi á blaði sigurvegara. Mér finnst keppnisaðferðir margar hverjar skrítnar og sorglega miklu fé varið í þetta allt.
Það sem íslensk þjóð þarf núna er að við förum að tala vel um hvert annað, við hvert annað og krækjumst hönd í hönd til uppbyggingar. Lýsum fram á veginn búum okkur til markmið og jákvæða framtíðarsýn. (Já, já, svolítið síkret inn í þetta)..
Við erum öll eins og við erum og flokkarnir eru augljóslega eins og þeir eru og munu ekkert breytast. Ég virði nýju framboðin fyrir að reyna; L-listann og Borgarahreyfinguna en er hrædd um að L-listinn tapi á því að vilja ekki ræða við Evrópusambandið og Borgarahreyfinguna virðist skorta andlit og kynningu. Hún er svolítið í móðu fyrir mér.
Að breyta stjórnarskrá einni og sér gerir lítið gagn. Það er eins og með skólana með fínu eineltisvarnaráætlanirnar en svo er allt "löðrandi" í einelti. Ísland stendur og fellur með fólkinu. Hver og einn þarf að taka til í sínum ranni, huga að sínum nánustu - og svo sínum næstnánustu og svo koll af kolli. Þegar við höfum öll náð saman, hönd í hönd og náum þar að auki að rétta hjálparhönd, þá fyrst getum við kallast sigurvegarar.
Birkir Jón sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóhanna.
Satt segir þú !
Það væri gott að fólk sæi hvað þú hefur að segja um framtíðina.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 07:31
Að mínu mati hafa ný framboð alltaf haft áhrif, þó ekki væri nema til að breyta umræðu og viðhorfum hinna flokkanna. Þau þurfa samt að sýna einhverja gleði, því drungi og biturleiki hrífur ekki....ekki á mig allavega
Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 07:35
Jónína Dúadóttir, 16.3.2009 kl. 07:36
Kvitt!
Auður Proppé, 16.3.2009 kl. 08:37
Sammála því Þórarinn, best ég gefi mér tíma fljótlega til að setja upp "framtíðarspá" .. með dash af Gleði eins og Sigrún talar um, er einnig innilega sammála því.
Eins og staðan er í dag, sit ég bara í mínum Mammamíaflokki, þar sem ríkir sko bara gleði, gleði, gleði - enda er kosningloforð Mammamíaflokksins "Never a dull moment" eins og fram hefur komið! Jafnframt vinn ég með hulduher fólks sem mun því miður ekki ná að koma fram fyrir kosningar, tíminn er svo knappur, en okkar tími mun koma síðar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 09:12
Takk líka fyrir kvittið Auður og Jónína.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 09:18
Kær kveðja..Ísland er bara berangur en við gefum því líf.
Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 12:26
Hvaða ráðherrasæti var ég aftur með Jóhanna? Er bara búin að gleyma því. Er mátti maður velja?
Anna Guðný , 16.3.2009 kl. 14:20
Já auðvitað sköpum við sjálf landið okkar, en eigi allir skilja það ekki heldur stjórnmálamenn.
Knús til þín, þú ert yndisleg Jóhanna mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 14:32
Nákvæmlega Ragga! ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 17:16
Hehe, Anna Guðný - Mammamia framboðið kom sko fram 19. ágúst 2008 - fyrir kreppu!!! .. Þú lagðir til ágætis reglur:
"Næst á stefnuskrá. Ákveða að kvöldi að vakna næsta morgun með bros á vör. Hvað gerist þá? Jú, fýlupokum verður sjálfkrafa útrýmt."
Annars má lesa meira um stefnuskrá Mammamiaflokksins hér , færsluna og athugasemdir ykkar !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 17:23
Heyr, heyr!
Mér líst þrælvel á mammamiaflokkinn, þó ég sé voða tæp, að brosa og brosa og brosa. Ég kann ekki svoleiðis!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:27
Kjósum okkur sjálf, gerum bara (Val)hallarbyltingu - verum ekkert að kjósa þessa spjátrunga sem eru í sigurvímu yfir sjálfum sér! ..
Snúum á kerfið, ... tökum góðan Mammamiasnúning á þessu liði, how about it??..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 17:28
Róslín .. það er EKKERT aldurstakmark í Mammamiaflokknum, svo þú getur farið í framboð! .. Þú þarft ekkert að hafa fyrir því að brosa .. það mun koma ósjálfrátt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 17:30
sem langar bara að lifa
í ró og spekt með þér
Ég hugsa´um hóp af fólki
sem sanna gleði sér..
Ei lengur landamæri
en leiðumst hönd í hönd
allir fá tækifæri
að mynda tryggðabönd
Ég hugsa um hóp af fólki
saman öll í sátt...
Kannski er ég voða bjartsýn
en er ekki ein um það
eina sól við eigum saman
sem gefur okkur geisla sinna bað ...
Hugsum að eiga allt saman
getum við það gert?
Svolítið væri það gaman
fólk væri ei sjálfhverft
Hugsum um hóp af fólki
sem deildi með sér draum...
Kannski er ég voða bjartsýn
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:30
Ég fer í framboð strax á morgun!
Ég ætla samt bara að bjóða mig fram í 4-5. sætið, vegna þess að ég þarf að leyfa lífsreynda fólkinu að komast smá framfyrir.
Jóga, þú ættir svo að fá 1. sætið ósjálfrátt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:42
Það eru bara til 1. sæti í Mammamiaflokknum Róslín! Þannig að það eru allir nr. 1!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:47
AHA, nú skil ég þetta betur með Mammamiaflokkinn, Gleðibankinn verður bara að vera í öðru sæti Líst vel á þetta hjá ykkur, gangi ykkur vel
Auður Proppé, 16.3.2009 kl. 19:25
Gleðibankinn og Mammamia rekast ekkert á, Gleðibankinn er auðvitað banki í 1. sæti og Mammamiaflokkur flokkur í 1. sæti!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 19:33
Er ég ekki að fatta en linkurinn sem þú gefur hér að ofan er inn á þessa færslu hér, svo við erum auðvitað Mammamia flokkurinn. PLEASE segðu mér að ég sé að skilja þetta, annars leggst ég í kör!
Auður Proppé, 16.3.2009 kl. 19:37
Úps .. setti vitlausan link! .. það átti að vera þessi: Mammamiaflokkur.
VIÐ erum Mammamiaflokkurinn - auðvitað!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 20:05
Alveg sammála þér Jóhanna. Nýja fólkið þarf á okkar stuðningi að halda svo unnt sé að þeim líði vel í embætti og fái hvatningu til góðra starfa.
Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 21:02
Sko, ég er ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera. Eins gott að einhver fylgist með ykkur sem er núna orðið okkur í Mammamiaflokknum.
Auður Proppé, 16.3.2009 kl. 21:39
Oooo.... ég vil vera númer 16 á lista, er það ekki hægt?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:45
Sæl og blessuð
Hjartanlega sammála þessum orðum: "Það sem íslensk þjóð þarf núna er að við förum að tala vel um hvert annað, við hvert annað og krækjumst hönd í hönd til uppbyggingar. Lýsum fram á veginn búum okkur til markmið og jákvæða framtíðarsýn."
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:02
Róslín .. þú mátt ráða hvar þú ert!
Takk fyrir kveðjuna Rósa - dreifum ljósinu fram á veginn! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 22:10
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 10:10
Meira af Ást. Hamingju og Gæðatíma með okkar nánustu! Við munum ná höndum saman áður en við vitum af.
Byrjum á því að bjarga heiminum heima hjá okkur!
www.zordis.com, 17.3.2009 kl. 14:22
Tek undir þetta zordis!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 16:48
Mikið er gott að lesa þetta blogg þitt fyrir svefninn Jóhanna mín.
Árni Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 23:48
Bara smella á þig kossi Jóhanna mín svona í morgunsárið.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 09:19
Þakka þér Árni minn, markmiðið er að vera uppbyggileg, a.m.k. fyrir andann - víst nóg komið af niðurrifshugsunarhætti.
Koss til baka Ía mín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2009 kl. 09:22
Úps.. var að taka eftir þágufallsvillu í ljóðinu mínu! hehehe.. það vonandi kallast að taka sér "skáldaleyfi" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2009 kl. 09:54
Knús til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.