Sunnudagur, 29. mars 2009
Dáleiðsla?
Ég var með það mikilvæga hlutverk að koma Tryggva Klemensi og Ísaki Mána í draumalandið í fyrrakvöld. Þar sem þeir voru frekar órólegir þegar í bólið var komið ákvað ég að fara með þá í "andlegt ferðalag" .. þ.e.a.s. í nokkurs konar hugleiðslu; ...
"Fyrst slökum við á og líkaminn verður eins þungur og steinn og við sökkvum ofan í dýnuna... við vefjum okkur fallegum litum og ljósi og svo sjáum við fallegan hvítan svan og við setjumst á bakið á honum.... fljúgum hátt, hátt, í dimmbláan himin með gulum, grænum bláum tindrandi stjörnum. Sjáum hvar Ísland verður minna og minna, húsin okkar, bílarnir og fólkið. Við fljúgum yfir sjóinn, lengi, lengi og meira að segja tökum lúr á svaninum okkar. Þá förum við að sjá sól og grilla í strönd og sjó. Já, já, nálgumst Flórída og lækkum flugið, nei, þarna stendur Vala á ströndinni og Jake líka - og þarna hoppar hundurinn hann Simbi. Gaman, gaman, við lendum á ströndinni og þau bíða með þykk og falleg handklæði. Við fögnum Völu og Jake og svo hlaupum við í hlýjar öldurnar, leikum okkur heillengi í sjónum. Hvílum okkur svo á handklæðunum okkar og liggjum í sólinni. Við fáum okkur ís og njótum okkar, fáum svo að gista eina nótt í fínu íbúðinni þeirra, en svo verðum við að kveðja og halda heim á leið.. við förum á bak svaninum og fljúgum hátt, hátt aftur upp í dökkbláan himininn" ....o.s.frv....
Já, þetta sagði amma/Jóga við strákana sína og einhvers staðar á leiðinni steinsofnuðu þeir - en sagan er ekki búin! ..
Þegar ég kom framúr á laugardagsmorgun var búið að draga fram sundfatakörfu og litlu drengirnir orðnir "Sólstrandagaurar" komnir i sundskýlur og stuttermaboli, .. með sundgleraugu klár. Nú skyldi farið í sund sko. Máni er nýstiginn upp úr lungnabólgu og amma var ekki alveg á því í kuldanum, en þeir gerðu gott úr því og nú hefur stofunni hjá okkur (ennþá á sunnudagsmorgni) verið breytt í sólarströnd. Búið að leggja út teppi og kodda og þeir selja aðgang að ströndinni..
....
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 29.3.2009 kl. 11:48
Krúttin
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2009 kl. 12:11
Rut Sumarliðadóttir, 29.3.2009 kl. 12:48
Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 09:18
Bwahahaha.. þeir eru ÆÐI !!!
Máni er ennþá að tala um að fara á sólarströnd og kaupa ís ...
Honum finnst hrikalega leiðinlegt að vera kominn heim og er strax farinn að pæla í því hvernar hann komist aftur á sólarströndina í Kleifarásnum
Takk fyrir kútinn... Eva.
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:30
Gaman af þessum strákum
Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:10
Gaman að svona krúttum.
Laufey B Waage, 31.3.2009 kl. 09:05
Svona eiga ömmur að vera Jóhanna mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 10:47
Hehehe já þetta hefur fallið í kramið haha
Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 11:59
Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 14:52
Takk fyrir kveðjur, elskurnar - þessi amma/mamma er svo upptekin í vinnunni að hún má ekki vera að því að þakka fyrir sig!!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.3.2009 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.