Þriðjudagur, 19. maí 2009
Ljósakrónan hennar ömmu Charlottu loksins komin upp! ;-)
Amma og afi bjuggu frá 1945 á Bergstaðastræti og þessi ljósakróna hékk þar uppi. Þar áður bjuggu þau og voru presthjón á Borg á Mýrum og þarf ég að komast að því hvort að krónan hékk þar eða hvort þau fengu hana eftir að þau fluttu í bæinn (föðursystkini mín vita það eflaust).
Inga frænka erfði hana og hafði verið með hana í geymslu frá því að búið á Bestó var gert upp. Stuttu eftir að ég útskrifaðist með guðfræðipróf frá H.Í., cand. theol, í febrúar 2003 var hún svo elskuleg að gefa mér ljósakrónuna í tilefni af því, en hún þurfti viðgerðar við.
Ljósakrónan er búin að flytja með mér frá Nýlendugötu í Hulduland í Sigtún á Réttarholtsveg og upp í Kleifarás, en aldrei náði ég að hengja hana upp né láta gera við hana.
Þegar ég flutti núna fyrir ca. 10 dögum sá ég að ljósakrónan myndi passa vel í húsnæðið og fór að tala um að gera við hana. Tryggvi var ekki lengi að taka við sér, og púslaði henni saman, en það vantaði einhverja hlekki o.fl. Ég fór og keypti peru sem vantaði og bingo.
Tryggvi var svo spenntur að hengja hana upp að hann ætlaði að gera það þegar ég var búin að leggja lambalærið á borðið Eurovisionkvöldið, en mín sagði "Nei" eftir matinn takk! ;-)
Svo var sest við Eurovision en Tryggvi fór að hengja upp krónuna. "Púff" sjónvarpið datt út! ..og ég hljóp til að vita hvort að hann væri "í stuði" eða ekki. Hann reyndist sem betur fer heill en var þá skammaður fyrir að trufla Eurovision! hehe.. Kom þá og settist með okkur, en Hulda og Doddi vinir okkar, ásamt Dúddu frænku voru hjá okkur að horfa.
Í hvert sinn sem Tryggva leist ekki á atriði (og var það oft) sagði hann "jæja best að fara að festa upp krónuna" .. en við þorðum auðvitað ekki að taka áhættuna. Krónan var sko ekki sett upp fyrr en við vorum örugg með 2. sætið. Veit ekki hvort við hefðum náð því hefði rafmagnið farið að klikka! ;-)
Brittany frænka mín var boðin með Tobba og Ástu í Eurovision partý í Garðabæ og svo fóru þau í "Bar Hopping" eins og þau sögðu það. Ég heyrði langar leiðir að þau voru að koma heim, um 4 um nóttina, en það var söngurinn í syni mínum sem gerði það að verkum, þar sem hann kyrjaði norska lagið af öllum lífs og sálar kröftum, varla nágrönnum til mikillar gleði!
Unga fólkið bíður eftir Taxa og búið um Brittany í sjónvarpsherbergerinu og hún komin í samband við Ameríku í tölvunni ...
Athugasemdir
Falleg ljósakróna og með sögu...
Jónína Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 11:18
Sæl og blessuð
Flottur sigur hjá Rybak og einnig hjá Jóhönnu.
Flott ljósakróna og fer mjög vel þarna í borðstofunni.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.5.2009 kl. 18:16
Til hamingju með að koma krónunni loksins upp.
Góðan daginn ætlaði ég að segja.
Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:29
Jón Arnar, 21.5.2009 kl. 11:36
Falleg ljósakróna. Kær kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 13:29
Til hamingju með ljósakrónuna sem er flott og á þessa líka merku sögu. Ágæt tilþrif hjá Tryggva og ég heyri að þið hafið notið kvöldsins.
Sigurður Þórðarson, 21.5.2009 kl. 21:40
Svona glæsileg ljósakróna átti náttúrulega ekki að vera stundinni lengur inni í geymslu, - hvorki hjá þér né Ingu frænku. - En auðvitað leyfðuð þið henni ekki að eyðileggja Evrovision.
Laufey B Waage, 22.5.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.