Mánudagur, 1. júní 2009
Komin í blogggírinn ..
Vá skemmtileg svona orð með þremur eins bókstöfum í röð! .. Hvað munið þið eftir mörgum? Eitt klassískt er þátttakandi! .. en hér óska ég eftir fleiri orðum.
Áætlanír mínar um að þvo bílinn í dag hafa farið út um þúfur. Ætlaði í kaffi til Sissu sem býr hér á móti en lenti í súpu og brauði o.fl. góðgæti, nammi, namm.
Við plönuðum að fara á LÍNUSKAUTA seinni partinn, en það fór eins og planið um að þvo bílinn.
Ég að vísu prufukeyrði þá á ganginum hér heima og Vala tók mig í bóklegan tíma hvernig ætti að bremsa. Ég SKAL fara að prófa skautana á næstu dögum. Geggjað tæki til að styrkja hina ýmsustu vöðva.
Jæja, þó ég hafi ekki náð markmiðum dagsins náði ég þó að slá sameiginlegan garð hér á bakvið og það var ágætis líkamsrækt í sólinni.
Hugsa að ég bjóði svo Völu í bæinn á eftir og fáum okkur létt salat eða sushi.
La vita e bella.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kaupa hlífar ef þú ert ekki búin að þvi nú þegar. Þetta eru stórhættulegar græjur Jóhanna mín. Og svo.............velkomin aftur vinkona!
Ía Jóhannsdóttir, 1.6.2009 kl. 20:35
Hehe, takk Ía mín - heyrðu ég fór á línuskautana og gekk bara vel. Var með hjálm, en fann reyndar ekki hlífarnar, ég bæti úr því!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2009 kl. 20:37
Nú ert þú öfundsverð, mig hefur alltaf langað á línuskauta kemmst það ekki upp í vana, maður skautaði nú ekki svo lítið á yngri árum, á tjörninni í Reykjavík það var æði. Tek undir með Íu þú verður að hafa hnjáhlífar og sumir eru með olbogahlífar.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 10:18
Hm... hin bestu plön geta auðveldlega riðlast...
Farðu varlega á línuskautunum og ég tek undir varnaðarorð hinna: Nota hlífar

Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 10:53
Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.