Laugardagur, 13. júní 2009
Svona er að borða rangt ...
Byrjaði daginn á að borða einhvern hollustu-skyr-bombu sem var mjög góð um 7:30! .. Jæja, .. hádegið kom og min borðaði bara eitthvað Ágústu Johnson hrökk-kex og te því henni var hálf illt í mallanum. Svo leið og beið og klukkan 17:00 var það eitt stykki banani. Bauð svo börnum og barnabörnum í kvöldmat og matseðillinn var Tikka Masala kjúklingur m/hnetum, bönunum, tzaziki sósu, rauðvínsglas, sterkt kaffi á eftir o.fl. o.fl. og þá var ég búin að planta of miklu brasi og sterkri sósu líka í likamann svo það fór sem fór.
Er ofurviðkvæm í maga, og vaknaði uppúr 5 með kvalir :( ... og hef reyndar ekki sofnað síðan.
Það trúir því eflaust enginn, en þessi magaverkjaköst leiða út í bakið, handlegg og niður eftir vinstra fætinum (allt vinstra megin) .. og eru MJÖG kvalafull, geta staðið í marga klukkutíma ... eftir að þau hjaðna þá finn ég enn eymsli á eftir .. hef fengið þetta með mjög óreglulegu millibili síðan ég var tvítug .. svo ekkert nýtt í gangi..
Passa mig að eiga ekki svona rugldag í mataræði á næstunni.
Athugasemdir
Þetta er bananinn Jóga, hef alltaf sagt að þeir eru stórhættulegir!
Binni (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:22
Ha, ha, ha...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2009 kl. 11:36
Úbs, vona að þú sért betri
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2009 kl. 13:25
Takk Sigrún mín, þetta fer yfir eins og mígrenikast og var orðið gott í morgun ;-)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2009 kl. 14:34
Ja hérna... hvað sem öllum kílóum líður þá skiptir líka máli að láta sér líða vel ef það er mögulega hægtEigðu góðan dag elskuleg
Jónína Dúadóttir, 14.6.2009 kl. 06:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.