Laugardagur, 11. júlí 2009
Tveir ísar þegar maður er veikur sko! ...
Í dag er fimmta útskriftin frá Hraaðbraut og "sú gamla" er alltaf með. Þetta er ein mesta hátíð ársins hjá mér, og í raun uppskeruhátíð ;-)
Eftir uppskeruhátíð ætla ég að kíkja á hann Mána minn sem tognaði illa í gær greyið á hoppudýnu í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og þurfti að fara á slysó.
Hann var víst mjög þjáður, en fékk góð verkjastillandi lyf og þegar ég heyrði í mömmu hans í gær var hann að kalla "Mamma þegar maður er veikur má maður þá ekki örugglega fá tvo ísa" ??..
Svo er ég víst búin að bóka mig í snúllupössun í kvöld, en umræddar snúllur eru ungar systurdætur mínar Rósa og Ísold en mamma þeirra er að fara í ammæl! ..
Á mánudag er svo "Girls Hike", en þá ætlum við systur og mágkonur að fara í Huldukot - ganga einhverja hrikalega göngu og fá okkur grill um kvöldið .... gista og kannski hlæja svolítið saman, reyndar ekkert kannski þar!
Óska ykkur góðrar helgar snúllur ...
Athugasemdir
Góða helgi dúlla
Jónína Dúadóttir, 11.7.2009 kl. 07:32
Maður þarf að grípa gæsina þegar hún gefst!
Rut Sumarliðadóttir, 11.7.2009 kl. 08:49
Skemmtilega helgi snúllan þín
Ía Jóhannsdóttir, 11.7.2009 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.