Jólatré og karlmenn... ruglumbull á Þorláksmessu

Ég þarf að fara að kaupa jólatré!!! Crying Hvernig jólatré finnst mér flottast ?  Hátt, líflegt, nokkuð rétt vaxið (miðað við gefin norm af jólatrjám)...  Aðrir vilja öðruvísi jólatré, sumir lítil og krúttleg - sumir gerfi - en flestir hafa nú sömu væntingar - er það ekki ?

Svona hugsum við um karlmennina. Einhverjar skoðanakannanir hafa sýnt fram á að konur vilja hafa karlmenn hávaxna og myndarlega (fyrir utan auðvitað skemmtilega, barngóða, rómantíska, klára....o.s.frv. o.s.frv........ ) Það eru ekki margar konur  fyrir "gisna" karlmenn. Hvernig sem þeir eru nú! LoL 

Það getur verið flókið að finna jólatré og það getur litið þokkalega út í Blómavali eða Garðheimum, en svo þegar heim er komið er það hálf kræklótt eða vantar á það greinar. Af sumum fellur barrið afskaplega ört, en það þarf svosem að hugsa vel um og vökva.

Einhvern tíma var í tísku að gefa jólatrjám "shock treatment" og setja í sjóðandi heitt vatn til að byrja með.

Það getur verið erfitt að finna ekta góðan kall, svona eins og erfitt er að finna rétt ekta jólatré. Ekki setja samt kallinn í sjóðandi vatn - held það borgi sig ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

kvitt

Birna M, 23.12.2006 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband