Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjuna.

Takk Inga mín, ég gleymi oft að kíkja hingað inn á gestabókina!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , mán. 26. jan. 2009

fallegar minningar um afa og ömmu

Sæl Jóhanna mín, var að lesa bloggið þitt. Mikið er gaman að lesa minningar þínar frá Lindarbrekku, ég ætla að leyfa mér að prenta út greinina og eiga hana, þar sem hún er svo skemmtileg. Ég hugsa að all flest barnabörnin eiga slíkar minningar frá Lindarbrekku, allavega þau sem kynntust þessu tímabili með afa og ömmu (mömmu og pabba). Vona að flensan sé í rénum hjá ykkur. Hjartans kveðjur og gleðilegt ár 2009. Inga

Ingibjörg Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Helena Leifsdóttir

Góð skák í dag !

Sæl og blessuð. Vildi þakka þér sérstaklega fyrir sterka vörn ( góða skák)inná zeriaph í dag. Guð blessi þig á hverjum degi. Helena

Helena Leifsdóttir, mán. 12. jan. 2009

kveðja frá Ingu frænku

Jóhanna mín, ég hef verið að lesa bloggið þitt og frétt þannig af sortuæxlinu og kirtlatöku. Og nú af veikindum fyrrv. tengapabba. Vonandi náið þið bæði góðri heilsu á ný. Þú ert svo jákvæð og dugleg að takast á við erfiðleika. Þetta ár sem er að líða 2008, hefur verið afar erfitt, þar sem veikindi og dauði náinna ættingja og vina hafa verið í allt of stóru hlutverki. En við verðum að horfa bjartsýn fram á næsta ár, þrátt fyrir kreppu og annan óáran. Bestu kveðjur til ykkar allra, sjáumst hress og kát 28.des. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, ung sem gömul. Inga

Ingibjörg Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 21. des. 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bryndís Eva

Sæl Bryndís, jú, jú, ég man eftir þér! Skilaðu kveðju til Guðmundu Guðrúnar :) Sannarlega gaman að þessu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , fim. 11. des. 2008

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk

Takk fyrir jáið, áttir þú ekki heima í keilufelli ég man eftir þér þú varst vinkona systur minnar Guðmundu Guðrúnar, alltaf er maður að rekast á fólk sem maður getur tengt við einhvern og eitthvað, enda lítið land. bkv bev

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, mið. 10. des. 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

takk sömuleiðis

Sömuleiðis Zordis!!..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , lau. 1. nóv. 2008

www.zordis.com

Innlit til þín ...

Gaman að hitta þig hjá Mörtu um daginn. Gerði viðtalið svo miklu raunverulegra sem ég heyrði! kk, Zordis

www.zordis.com, mán. 29. sept. 2008

Linda

Vinarboðið

Takk kærlega fyrir það, alltaf gaman að kynnast nýju og skemmtilegu fólki.

Linda, sun. 7. sept. 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til Hrannar:

Takk fyrir kveðjuna Hrönn mín, ég kem kveðju í saumaklúbbinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , þri. 3. júní 2008

Hæ Jóhanna Magúss...

Takk fyrir spjallið í vetur. Fékk bækling á dögunum þar sem ég sá að þú ert aðst.sk.stýra í Hraðbraut : ) Ég er að kenna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja svo við erum báðar í framhaldsskólanum! En ég datt óvænt inn á síðuna þína þar sem þú skrifaðir athugasemd í sambandi við hann Obama. Svona geta hlutirnir fléttast saman. Kveðja, Hrönn Arnars.. Bið að heilsa stelpunum!

Hrönn Arnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 28. maí 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjuna Lóa!

Gaman að heyra frá þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , mið. 21. maí 2008

Bestu kveðjur

Sæl Jóhanna, Danmark er dejlig! Kærig hilsen og på gensyn, Lóa

Elín Lóa (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. maí 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Enga frænku með þessu nafni !

Sæl Lady, á enga frænku með þessu nafni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , fim. 6. mars 2008

lady

bloggið

fannst gaman að rekast á bloggið þitt takk að sammþykja mig ,en áttu frænku sem heitir Sígríður Nanna Egilsdóttir:=)

lady, mið. 20. feb. 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gamla góða Jóhanna !

Hehe, næstum eins og gamli góði Villi. Gaman að fá svona skilaboð frá gamalli og góðri fyrstu vinkonu. Knús á þig Valgerður.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , fös. 1. feb. 2008

Gamla góða Jóhanna - fyrsta vinkonan mín!

Margblessuð og sæl Jóhanna, fyrsta vinkonan mín. Enn gaman að detta svona óvænt inn á bloggsíðuna þína og sjá myndir af þér, Huldu Kristín og Lottu. Það eru ábyggilega um 4 áratugir síðan við sáumst síðast og þá væntanlega í "drauga"afmæli hjá þér á Háaleitisbrautinni - ótrúlegt nokk! Síðan þá hefur margt drifið á daga okkar beggja og vonandi hefur þú verið eins heppin og ég að hafa átt gott og gjöfult líf. Elsku gamla góða vinkona, ég óska þér og alls þíns fólks alls hins besta og kem hér eftir til með að kíkja inn á síðuna þína. Knús og klem, Valgerður af Grettisgötunni

Valgerður Hallgrímsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008

Sólveig

Hæ hæ Jóga

sæl, takk fyrir að skrifa á síðuna mína, mér hefur oft verið hugsað til ykkar systra. Mun fylgjast með ykkur hér eftir. Flott síða hjá þér, lífleg og töfrandi. kv Solla Hara.

Sólveig, þri. 15. jan. 2008

Marta B Helgadóttir

Vegna Leshringsins

Sæl Jóhanna. Ég þarf að biðja þig að senda mér netfangið þitt á martahelga@gmail.com það er vegna Leshringsins. Einstöku sinnum þarf ég að senda tölvupóst á hópinn. Já og takk fyrir að taka þátt.Kv.

Marta B Helgadóttir, sun. 13. jan. 2008

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk sömuleiðis

Takk sömuleiðis Toshiki, það er áhugavert að lesa hugrenningar þínar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , mið. 3. okt. 2007

Toshiki Toma

Kveðja

Komdu sæl. þakka þér fyrir að skoða bloggsiðuna mína. Þín siðan er mjög fín, björt og skemmtileg. Takk fyrir þetta !

Toshiki Toma, mán. 1. okt. 2007

Margrét Sverrisdóttir

Þakkarkveðja

Sæl Jóhanna. Ég vildi bara þakka þér innilega fyrir hugulsemina varðandi linkinn sem mig vantaði. Er byrjandi í blogginu :) Kær kveðja, Margrét Sverrisdóttir

Margrét Sverrisdóttir, mið. 6. des. 2006

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir skrifin

Sælar Herdís og Harpa, engin leyndarmál hér, þau eru öll geymd í læstri bók ofaní skúffu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , lau. 30. sept. 2006

nohhh

Engar krassandi sögur úr Hraðbraut hérna? Bestu kveðjur fyrrum Hraðbrautlingarnir Herdís & Harpa

Harpa (Óskráður), fim. 21. sept. 2006

Ólafur fannberg

hæ og góðann daginn

takk fyrir innlitið..svo ég er ekki einn um það að fá furðulegar sendingar á netinu

Ólafur fannberg, mán. 18. sept. 2006

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

takk fyrir það !

Vertu velkomin kæra systir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , fös. 15. sept. 2006

hæ sæta systir

jæja er ég fyrst til að skrifa í gestabókina þín væna kæna....frábært.

Lotta (Óskráður), fim. 31. ágú. 2006

hæ sæta systir

jibbíííí ....er ég fyrst til að skrifa í gestabókina...frábært.

Lotta (Óskráður), fim. 31. ágú. 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband