Nokkur gullkorn....

·        Við getum breytt lífinu til hins betra með því að þjálfa huga okkar og vanda samskipti við aðra. Mátturinn býr innra með okkur öllum, við þurfum aðeins að snúa hamingjuhjólinu og stjórna ferðinni. Barbara Berger ·        Sú manneskja sem gerir aldrei mistök framkvæmir líklega aldrei neitt. Rita Emmett  ·       Ef maður vill öðlast góða heilsu og lífskraft er gott að láta sér þykja ofurvænt um líkama sinn.Barbara Berger  ·       Sannleikurinn er einfaldastur, slepptu því að hagræða honum.Victoria Moran  ·        Þegar þú hættir að setja möguleikum þínum takmörk getur hver dagur í lífi þínu oðið eins ánægjulegur og óvænt ávísun í pósti. Victoria Moran ·        Þú öðlast mikið frelsi þegar þú uppgötvar að það ert þú sem átt valið í þínu lífi. Sama gerist þegar þú gerir þér grein fyrir því að lífið gerir ekkert við þig og að það eru engin ill/góð utanaðkomandi öfl sem ráða örlögum þínum. Barbara Berger  ·        Eymd er valkostur. (AA samtökin)  ·       Hin hyggnu skilja það að hamingjan felst ekki í því að öðlast það sem þú vilt, heldur að vilja það sem þú hefur. (ókunnur höf.)  ·       Þeir sem telja að þær konur einar sem líta út eins og sýningarstúlkur séu fallegar hafa svipaðan smekk og þeir sem taka hamborgara og franskar kartöflur fram yfir allan annan mat. Victoria Moran ·       Notaðu alla þá orku, einbeitingu og viljastyrk sem áður fóru í megrunarkúra til að auka lífsgæði þín.Victoria Moran ·       Óttinn við að framkvæma krefst meiri orku og tíma en framkvæmdin sjálf.  Rita Emmett ·         Það krefst mikillar orku að leyna hluta af persónuleika-þáttum sínum. Ef þú kæfir of marga þeirra áttu á hættu að glata hluta af sálu þinni. Victoria Moran.·       Við tilheyrum öll þessum óendanlega alheimi og erum öll tengd saman. Þetta þýðir að þar sem við erum öll þátttakendur í þessum viðamikla dansi óendanleika og orku getum við öll - sérhvert okkar - sótt styrk og visku í þennan kraft. Barbara Berger ...... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þeir sem telja að þær..." Það er fyrir löngu búið að sýna sig að um innbyrðis samkeppni ykkar kynsystranna er að ræða, og þannig hefur það lengi verið. Bardaginn við vindmyllurnar geysar enn. Er þetta einhver samantekt úr einhverjum bullbókmenntum? - gullkorn eru það ekki! 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 07:38

3 Smámynd: Birna M

Finndu heiminn í þér - ekki leita að þér í heiminum. Þetta spakmæli dúkkaði upp í leik sem ég á í tölvunni minni.

Birna M, 26.2.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef safnað þessu saman - mér finnst þetta gullkorn, öðrum sandkorn :)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband