Verðmæti - smá pælingar á þriðjudegi

Ég hef verið að hugsa um hvernig við náum því að vera sæl og glöð. Manneskja sem kvelst af verkjum verður sæl þegar hún er verkjalaus. Manneskja sem finnur til hungurs verður sæl þegar hún fær loksins að borða. Manneskja í stríði verður sæl þegar hún fær að upplifa frið.

Andlegt og líkamlegt heilbrigði okkar og okkar nánustu er góður grunnur til að byggja á. Fjölskylda og vinir eru grunnur alls. Það er sælt að gefa og geta gefið af heilum hug.

Samkvæmt Maslow píramídanum eru það grunnþarfirnar sem koma fyrst, hinar líffræðilegu þarfir, næst er það þörfin fyrir öryggi, þá þörfin fyrir hin félagslegu tengsl ofan á það þörfin fyrir sjálfsvirðingu og svo kemur kirsuberið: þörf fyrir lífsfyllingu. Lífsfyllingin getur birst í ótal myndum...og velji hver fyrir sig. Göngutúr í sólarlagi, ferðalag með fjölskyldunni, .... frænka mín var að skrifa um það að samvera væri mikilvægari en peningar. Það er í raun það sama og að tími sé mikilvægari en peningar. Hvernig við verjum tíma okkar.

Ein besta dæmisaga sem ég hef sjálf upplifað varðandi það er þegar ég var Au pair í Luxemborg - og var að passa þrjú yndisleg börn. Ég hafði nokkrum sinnum sett vatn á flösku og matarkex í poka og farið með þau í "pinking" eins og sá fjögurra ára nefndi það...

Einu sinni komu afinn og amman og buðu í glæsibíltúr í flottan skemmtigarð í Belgíu með stórri sundlaug. Í bílnum var heitt og börnin urðu pirruð, - síðan var farið í skemmtigarðinn sem kostaði góða fúlgu, beðið í löngum röðum - fyrrnefndur fjögurra ára snáði var orðinn fúll og ergilegur þegar leið á daginn, sat með stóran ís sem lak niður eftir hálsmálinu á honum og sagði í kvörtunartón "Það er miklu skemmtilegra í "pinking" með Jógu"  Heart.. oh - hann var svo mikil krús :)

Börnin opna oft augu okkar fyrir verðmætunum...þau eru ekki alltaf keypt (hvorki börnin né verðmætin).

Það er gott að minna sig á og þakka fyrir - helst á hverjum degi þau verðmæti  sem maður hefur! .. þá verðum við bara enn ríkari af lífsfyllingu! 

Ég þakka hér með fyrir allt sem ég hef í dag - fyrir mig og fyrir hönd vina og vandamanna og sambloggara :) ! Hér með kveð ég í dag - með sól í hjarta. Grin ...slæ öll met í væmni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Sammála, væmni er fín þar sem hún á við. Ég get verið fín í væmniköstum.

Birna M, 27.2.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband